Seðlabankinn losar um 60 milljarða í viðskiptabönkunum Heimir Már Pétursson skrifar 18. mars 2020 12:05 Frá fundinum í Seðlabankanum í morgun. Vísir/Sigurjón Seðlabankinn dældi 60 milljörðum inn í bankakerfið í dag með afnámi sveiflujöfnunarauka viðskiptabankanna. Skilaboðin til þeirra um halda áfram útlánum til fyrirtækja og heimila eru skýr og að bankarnir greiði eigendum sínum engan arð á þessu ári. Seðlabankinn lækkaði megin vexti sína í annað sinn á viku í stóru skrefi um 0,5 prósentur í dag og hafa þeir þá lækkað um eitt prósentustig frá því á miðvikudag í síðustu viku. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri greindi einnig frá því að bankinn bætt lánsfjárstöðu fjármálastofnana með því að afnema tveggja prósenta kröfu um sveiflujöfnunarauka. „Sveiflujöfnunaraukinn telur eitthvað um 60 milljarða. Þetta eru sérstakar eiginfjárkvaðir á bönkunum. Eigið fé sem bönkunum var skipað að halda til haga til að geta brugðist við niðursveiflu og útlánatapi. Það sem mun gerast núna er það að við erum að losa þennan auka og gera þeim kleift í rauninni að nota þetta eigið fé mögulega til að mæta tapi eða lána út ný útlán,“ segir Ásgeir Enda hafi Seðlabankinn tröllatrú á íslensku efnahagslífi sem nú gangi í gegnum tímabundna erfiðleika vegna Covid-19 veirunnar. „Á sama tíma líka og sveiflujöfnunaraukinn er lækkaður er það með því skilyrði eða með þeim væntingum að það verði engar arðgreiðslur úr bönkunum.“ Þetta er mjög ákveðin skilaboð frá Seðlabankanum? „Mjög ákveðin skilaboð já,“ segir Ásgeir. Seðlabankastjóri fundaði með forystufólki Landssamtaka lífeyrissjóða í gær um gjaldeyriskaup lífeyrissjóðanna en þeir fjárfestu í erlendum gjaldmiðlum í öðrum löndum fyrir 120 milljarða króna á síðasta ári. Í framhaldinu hvöttu landssamtökin alla lífeyrissjóði til að halda að sér höndum í gjaldeyriskaupum á næstu þremur mánuðum í ljósi þess að útflutningstekjur landsins muni fyrirsjáanlega tímabundið dragast saman. Þetta hvetur lífeyrissjóðina einnig til að fjárfesta meira innanlands. Bankarnir geta endurfjármagnað allar skuldir ferðaþjónustunnar Gengi krónunnar hefur fallið um tíu prósent frá áramótum og segir Ásgeir það eðlilegt þegar landið verði fyrir áföllum. Seðlabankinn eigi góðan gjaldeyrisforða upp á 930 milljarða og bankarnir standi vel. „Bankarnir eru mjög vel fjármagnaðir. Bæði eru þeir fullir af eiginfé, 25 prósent, líka fullir af lausu fé. Þeir eiga líka gjaldeyriseignir sem geta staðið að baki öllum erlendum greiðslum sem standa að þeim á þessu ári. Þeir hafa alveg fullt svigrúm til að geta endurskipulagt skuldir ferðaþjónustunnar ef á þarf að halda og við erum að gefa þeim svigrúm með sveiflujöfnunaraukanum til að gera það,“ segir Ásgeir Jónsson. Efnahagsmál Íslenskir bankar Seðlabankinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Sjá meira
Seðlabankinn dældi 60 milljörðum inn í bankakerfið í dag með afnámi sveiflujöfnunarauka viðskiptabankanna. Skilaboðin til þeirra um halda áfram útlánum til fyrirtækja og heimila eru skýr og að bankarnir greiði eigendum sínum engan arð á þessu ári. Seðlabankinn lækkaði megin vexti sína í annað sinn á viku í stóru skrefi um 0,5 prósentur í dag og hafa þeir þá lækkað um eitt prósentustig frá því á miðvikudag í síðustu viku. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri greindi einnig frá því að bankinn bætt lánsfjárstöðu fjármálastofnana með því að afnema tveggja prósenta kröfu um sveiflujöfnunarauka. „Sveiflujöfnunaraukinn telur eitthvað um 60 milljarða. Þetta eru sérstakar eiginfjárkvaðir á bönkunum. Eigið fé sem bönkunum var skipað að halda til haga til að geta brugðist við niðursveiflu og útlánatapi. Það sem mun gerast núna er það að við erum að losa þennan auka og gera þeim kleift í rauninni að nota þetta eigið fé mögulega til að mæta tapi eða lána út ný útlán,“ segir Ásgeir Enda hafi Seðlabankinn tröllatrú á íslensku efnahagslífi sem nú gangi í gegnum tímabundna erfiðleika vegna Covid-19 veirunnar. „Á sama tíma líka og sveiflujöfnunaraukinn er lækkaður er það með því skilyrði eða með þeim væntingum að það verði engar arðgreiðslur úr bönkunum.“ Þetta er mjög ákveðin skilaboð frá Seðlabankanum? „Mjög ákveðin skilaboð já,“ segir Ásgeir. Seðlabankastjóri fundaði með forystufólki Landssamtaka lífeyrissjóða í gær um gjaldeyriskaup lífeyrissjóðanna en þeir fjárfestu í erlendum gjaldmiðlum í öðrum löndum fyrir 120 milljarða króna á síðasta ári. Í framhaldinu hvöttu landssamtökin alla lífeyrissjóði til að halda að sér höndum í gjaldeyriskaupum á næstu þremur mánuðum í ljósi þess að útflutningstekjur landsins muni fyrirsjáanlega tímabundið dragast saman. Þetta hvetur lífeyrissjóðina einnig til að fjárfesta meira innanlands. Bankarnir geta endurfjármagnað allar skuldir ferðaþjónustunnar Gengi krónunnar hefur fallið um tíu prósent frá áramótum og segir Ásgeir það eðlilegt þegar landið verði fyrir áföllum. Seðlabankinn eigi góðan gjaldeyrisforða upp á 930 milljarða og bankarnir standi vel. „Bankarnir eru mjög vel fjármagnaðir. Bæði eru þeir fullir af eiginfé, 25 prósent, líka fullir af lausu fé. Þeir eiga líka gjaldeyriseignir sem geta staðið að baki öllum erlendum greiðslum sem standa að þeim á þessu ári. Þeir hafa alveg fullt svigrúm til að geta endurskipulagt skuldir ferðaþjónustunnar ef á þarf að halda og við erum að gefa þeim svigrúm með sveiflujöfnunaraukanum til að gera það,“ segir Ásgeir Jónsson.
Efnahagsmál Íslenskir bankar Seðlabankinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Sjá meira