Herða sóttvarnir í Sydney fyrir áramótin Samúel Karl Ólason skrifar 30. desember 2020 11:19 Brimbrettakappar á stöndinni í Sydney fyrir jól. AP/Mark Baker Yfirvöld í Ástralíu hafa hert samkomutakmarkanir og sóttvarnir í Sydney, stærstu borg landsins, fyrir áramótin. Það var gert eftir að nýr klasi smitaðra greindist þar. Í heimahúsum mega fimm að hámarki koma saman og þrjátíu á almannafæri. Þá mega gestir ekki heimsækja íbúa dvalarheimila. Átján greindust smitaðir í borginni í gær en athyglin greinist mest að einum hópi smitaðra. Þar er um að ræða sex sem greindust smitaðir af Covid-19 í Croydon í Sidney og hefur ekki tekist að tengja þau smit við önnur. Óttast er að smituðum muni fjölga hratt á næstu dögum. Um er að ræða þrjú börn og þrjá fullorðna, sem tengjast fjölskylduböndum en búa í þremur húsnæðum. Samkvæmt frétt ABC í Ástralíu er talið að fólkið hafi smitast á samkomum fjölskyldunnar um jólin. Fjölskyldan er þó ekki sögð hafa brotið gegn sóttvarnarreglum. Fjölmiðlar í Ástralíu hafa þó sagt frá því að þeir sem sóttu nokkur fyrirtæki á tilteknum tíma undanfarna daga eigi að fara í tveggja vikna sóttkví. Gladys Berejiklian, forsætisráðherra New South Wales, héraðsins sem Sydney er í, sagðiá blaðamannafundi í morgun að áramótin ættu ekki að vera vettvangur til að dreifa nýju kórónuveirunni og þvío væri verið að grípa til þessara aðgerða. Þessar hertu aðgerðir hafa leitt til þess að búið er að aflýsa flugeldarsýningum í Sydney og stytta þá stóru sem fer fram á miðnætti. Í heildina hafa rúmlega 28.300 manns greinst smitaðir af Covid-19 í Ástralíu frá upphafi faraldursins og 909 hafa dáið, samkvæmt Reuters fréttaveitunni. Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Sjá meira
Átján greindust smitaðir í borginni í gær en athyglin greinist mest að einum hópi smitaðra. Þar er um að ræða sex sem greindust smitaðir af Covid-19 í Croydon í Sidney og hefur ekki tekist að tengja þau smit við önnur. Óttast er að smituðum muni fjölga hratt á næstu dögum. Um er að ræða þrjú börn og þrjá fullorðna, sem tengjast fjölskylduböndum en búa í þremur húsnæðum. Samkvæmt frétt ABC í Ástralíu er talið að fólkið hafi smitast á samkomum fjölskyldunnar um jólin. Fjölskyldan er þó ekki sögð hafa brotið gegn sóttvarnarreglum. Fjölmiðlar í Ástralíu hafa þó sagt frá því að þeir sem sóttu nokkur fyrirtæki á tilteknum tíma undanfarna daga eigi að fara í tveggja vikna sóttkví. Gladys Berejiklian, forsætisráðherra New South Wales, héraðsins sem Sydney er í, sagðiá blaðamannafundi í morgun að áramótin ættu ekki að vera vettvangur til að dreifa nýju kórónuveirunni og þvío væri verið að grípa til þessara aðgerða. Þessar hertu aðgerðir hafa leitt til þess að búið er að aflýsa flugeldarsýningum í Sydney og stytta þá stóru sem fer fram á miðnætti. Í heildina hafa rúmlega 28.300 manns greinst smitaðir af Covid-19 í Ástralíu frá upphafi faraldursins og 909 hafa dáið, samkvæmt Reuters fréttaveitunni.
Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Sjá meira