Tregir Frakkar: Aðeins fjórir af tíu hyggjast þiggja bólusetningu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. desember 2020 21:08 Bólusetningar hófust í Frakklandi á sunnudag. epa/Thomas Samson Aðeins fjórir af hverjum tíu Frökkum hyggst láta bólusetja sig gegn Covid-19, samkvæmt niðurstöðum könnunar Ipsos Global Advisor og World Economic Forum. Aðrar þjóðir sem virðast tregar til eru íbúar Rússlands, þar sem hlutfallið er 43 prósent, og íbúar Suður-Afríku, þar sem hlutfallið er 53 prósent. Um 80 prósent Kínverja hyggst láta bólusetja sig og 77 prósent Breta, samkvæmt könnuninni. Helsta ástæða þess að menn veigra sér við bólusetningu er óttinn við aukaverkanir. Frakkar hófu bólusetningar á sunnudag en þær hafa farið hægt af stað og fyrstu þrjá dagana voru aðeins um 100 manns bólusettir. Heilbrigðisráðherra landsins hefur hins vegar vísað gagnrýni á bug og sagt aðgerðirnar maraþon en ekki spretthlaup. Frakkar eiga von á um 500 þúsund skömmtum af bóluefnum vikulega og veitir ekki af. Alls greindust 11.395 með Covid-19 síðasta sólahring og þá fjölgaði sjúkrahúsinnlögnum fjórða daginn í röð. 2,57 milljónir hafa greinst með SARS-CoV-2 í Frakklandi og 64.078 látist, þar af 969 á síðastliðnum 24 klukkustundum. Heilbrigðisráðherrann Olivier Véran sagði í dag að stjórnvöld myndu brátt koma á útgöngubanni frá kl. 18 á sumum svæðum í austurhluta landsins, í stað kl. 20. Þó sagði hann ekki standa til að koma á hertum takmörkunum almennt, jafnvel þótt fjöldi daglegra smita sé langt yfir 5.000 smita viðmiði stjórnvalda. Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Aðrar þjóðir sem virðast tregar til eru íbúar Rússlands, þar sem hlutfallið er 43 prósent, og íbúar Suður-Afríku, þar sem hlutfallið er 53 prósent. Um 80 prósent Kínverja hyggst láta bólusetja sig og 77 prósent Breta, samkvæmt könnuninni. Helsta ástæða þess að menn veigra sér við bólusetningu er óttinn við aukaverkanir. Frakkar hófu bólusetningar á sunnudag en þær hafa farið hægt af stað og fyrstu þrjá dagana voru aðeins um 100 manns bólusettir. Heilbrigðisráðherra landsins hefur hins vegar vísað gagnrýni á bug og sagt aðgerðirnar maraþon en ekki spretthlaup. Frakkar eiga von á um 500 þúsund skömmtum af bóluefnum vikulega og veitir ekki af. Alls greindust 11.395 með Covid-19 síðasta sólahring og þá fjölgaði sjúkrahúsinnlögnum fjórða daginn í röð. 2,57 milljónir hafa greinst með SARS-CoV-2 í Frakklandi og 64.078 látist, þar af 969 á síðastliðnum 24 klukkustundum. Heilbrigðisráðherrann Olivier Véran sagði í dag að stjórnvöld myndu brátt koma á útgöngubanni frá kl. 18 á sumum svæðum í austurhluta landsins, í stað kl. 20. Þó sagði hann ekki standa til að koma á hertum takmörkunum almennt, jafnvel þótt fjöldi daglegra smita sé langt yfir 5.000 smita viðmiði stjórnvalda.
Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira