Sagði hún að hvað varðaði fjölda smita, innlagna og dauðsfalla væri ástandið verra nú en það var á vormánuðum.
Ákvörðunin hefur það í för með sér að nemendur mæta hvorki í skólann né í frístundastarf. Allar verslanir utan matvöruverslana og lyfjaverslana verða áfram lokaðar. Og það gildir einnig um veitingahús, öldurhús og kaffihús.
Hársnyrti- og nuddstofur verða einnig áfram lokaðar og sömuleiðis líkamsræktarstöðvar.
Þá eru þeir sem geta hvattir til að vinna heima.
Alls greindust 2.621 með Covid-19 í Danmörku síðasta sólahringinn og þá hefur smitstuðullinn hækkað úr 0,9 í 1,2 milli vikna.
Um 900 liggja inni á sjúkrahúsi með sjúkdóminn, þar af 73 í öndunarvél.
Sjúklingar liggja í 479 af 560 einangrunarplássum á höfuðborgarsvæðinu en heilbrigðisráðherrann Magnus Heunicke segir plássleysi ekki það eina sem veldur álagi á sjúkrahúsunum.
Covid-19 veikindi meðal heilbrigðisstarfsmanna séu annar þáttur en smit í þeim hóp eru 70% fleiri en smit meðal landsmanna.