Bólusetningar hefjast innan Evrópusambandsins Sylvía Hall skrifar 27. desember 2020 08:00 Emilie Repikova, hermaður úr seinni heimstyrjiöld, fær einn af fyrstu skömmtum í Tékklandi. Fyrstu bólusetningar í mörgum aðildarríkjum verða framkvæmdar á hjúkrunarheimilum í því skyni að vernda viðkvæmustu hópana. EPA/MARTIN DIVISEK Aðildarríki Evrópusambandsins munu hefja bólusetningar gegn kórónuveirunni sem veldur Covid-19 í dag. Dagsetningin 27. desember var ákveðin fyrr í mánuðinum og áttu bólusetningar að hefjast sama dag innan sambandsins til þess að sýna fram á samstöðu ríkjanna. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir daginn vera hjartnæmt augnablik sem beri vott um samstöðu. Nú sjái heimsbyggðin fyrir endann á erfiðu ári þar sem bóluefni hefði verið tryggt, einnig fyrir þau ríki sem stæðu utan Evrópusambandsins en væru aðilar að EES-samningnum. „Við höfum einnig tryggt bóluefni fyrir EES-nágranna okkar, til að mynda Ísland og Noreg. Bólusetningar munu hjálpa okkur að fá okkar eðlilega líf til baka hægt og rólega. Þegar nógu margir hafa verið bólusettir getum við byrjað að ferðast, hitt vini okkar og fjölskyldu,“ sagði von der Leyen í myndbandi sem birt var í gær. Today, we start turning the page on a difficult year. The #COVID19 vaccine has been delivered to all EU countries. Vaccination will begin tomorrow across the EU.The #EUvaccinationdays are a touching moment of unity. Vaccination is the lasting way out of the pandemic. pic.twitter.com/pYOj5vS2gV— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) December 26, 2020 Bólusetningarnar innan Evrópusambandsins er umfangsmikið verkefni, en alls búa 446 milljónir í þeim löndum sem eiga aðild að sambandinu. Yfir fjórtán milljónir þeirra hafa nú þegar greinst með kórónuveiruna og rúmlega 335 þúsund látið lífið af völdum veirunnar. Þá var afhendingu bóluefnisins fagnað af einum flugmanni sem flaug yfir suðurhluta Þýskalands í gær, þar sem hann myndaði sprautu í loftinu yfir Þýskalandi sem mátti sjá á flugradar. Flugmaður fagnaði afhendingu bóluefnis á táknrænan hátt.Flightradar24 Evrópusambandið hefur nú þegar tryggt um tvo milljarða skammta af bóluefni frá hinum ýmsu framleiðendum samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins. Fyrsta afhending inniheldur bóluefni Pfizer sem framleitt er í verksmiðju lyfjaframleiðandans í Belgíu. Á Íslandi er stefnt að því að efnið komi til landsins á mánudag og að bólusetningar hefjist á þriðjudag. Öll lönd fá tíu þúsund skammta til að byrja með, sem dugar til að bólusetja fimm þúsund manns. Búist er við að Ísland muni fá 3 til 4 þúsund skammta í hverri viku til loka mars á næsta ári. Nú þegar bólusetning er að hefjast hefur verið greint frá nýju afbrigði, sem hingað til hefur verið kennt við Bretland. Afbrigðið sem um ræðir er talið vera allt að sjötíu prósent meira smitandi, þó ekkert bendi til þess að veikindi vegna þess séu alvarlegri eða að bóluefni virki ekki gegn því. Afbrigðið hefur fundist í Svíþjóð, Spáni, Frakklandi, Danmörku, Hollandi sem og í Ástralíu og Japan en öll tilfelli má rekja til ferðalanga frá Bretlandi. Þá hefur það tvisvar fundist við landamæraskimun hér á landi, nú síðast 20. desember síðastliðinn. Evrópusambandið Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bóluefnið kom í lögreglufylgd til Danmerkur: „Til hamingju við öll“ Klukkan 05:58 í morgun komu fyrstu skammtarnir af bóluefni gegn covid-19 í hús til dönsku sóttvarnastofnunarinnar Statens Serum Institut (SSI) á Amager í Kaupmannahöfn. Eftir að hafa verið flutt yfir landamærin til Danmerkur í lögreglufylgd verður bóluefninu nú dreift milli landshluta. Stefnt er að því að bólusetning hefjist í fyrramálið klukkan níu. 26. desember 2020 11:37 Kári og Þórólfur munu funda saman með Pfizer Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segist eiga náið samstarf með Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni. Þeir séu ekki í neinu stríði og hann ætli sér að taka Þórólf með sér á næsta fund með lyfjaframleiðandanum Pfizer. 26. desember 2020 14:30 Breska afbrigðið greinst tvívegis á landamærunum Breska afbrigði kórónuveirunnar hefur nú greinst tvívegis á landamærum Íslands. Afbrigðið hefur þó ekki greinst innanlands. 24 hafa greinst með veiruna innanlands síðustu fjóra daga, 7 þeirra voru utan sóttkvíar. 26. desember 2020 13:02 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Sjá meira
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir daginn vera hjartnæmt augnablik sem beri vott um samstöðu. Nú sjái heimsbyggðin fyrir endann á erfiðu ári þar sem bóluefni hefði verið tryggt, einnig fyrir þau ríki sem stæðu utan Evrópusambandsins en væru aðilar að EES-samningnum. „Við höfum einnig tryggt bóluefni fyrir EES-nágranna okkar, til að mynda Ísland og Noreg. Bólusetningar munu hjálpa okkur að fá okkar eðlilega líf til baka hægt og rólega. Þegar nógu margir hafa verið bólusettir getum við byrjað að ferðast, hitt vini okkar og fjölskyldu,“ sagði von der Leyen í myndbandi sem birt var í gær. Today, we start turning the page on a difficult year. The #COVID19 vaccine has been delivered to all EU countries. Vaccination will begin tomorrow across the EU.The #EUvaccinationdays are a touching moment of unity. Vaccination is the lasting way out of the pandemic. pic.twitter.com/pYOj5vS2gV— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) December 26, 2020 Bólusetningarnar innan Evrópusambandsins er umfangsmikið verkefni, en alls búa 446 milljónir í þeim löndum sem eiga aðild að sambandinu. Yfir fjórtán milljónir þeirra hafa nú þegar greinst með kórónuveiruna og rúmlega 335 þúsund látið lífið af völdum veirunnar. Þá var afhendingu bóluefnisins fagnað af einum flugmanni sem flaug yfir suðurhluta Þýskalands í gær, þar sem hann myndaði sprautu í loftinu yfir Þýskalandi sem mátti sjá á flugradar. Flugmaður fagnaði afhendingu bóluefnis á táknrænan hátt.Flightradar24 Evrópusambandið hefur nú þegar tryggt um tvo milljarða skammta af bóluefni frá hinum ýmsu framleiðendum samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins. Fyrsta afhending inniheldur bóluefni Pfizer sem framleitt er í verksmiðju lyfjaframleiðandans í Belgíu. Á Íslandi er stefnt að því að efnið komi til landsins á mánudag og að bólusetningar hefjist á þriðjudag. Öll lönd fá tíu þúsund skammta til að byrja með, sem dugar til að bólusetja fimm þúsund manns. Búist er við að Ísland muni fá 3 til 4 þúsund skammta í hverri viku til loka mars á næsta ári. Nú þegar bólusetning er að hefjast hefur verið greint frá nýju afbrigði, sem hingað til hefur verið kennt við Bretland. Afbrigðið sem um ræðir er talið vera allt að sjötíu prósent meira smitandi, þó ekkert bendi til þess að veikindi vegna þess séu alvarlegri eða að bóluefni virki ekki gegn því. Afbrigðið hefur fundist í Svíþjóð, Spáni, Frakklandi, Danmörku, Hollandi sem og í Ástralíu og Japan en öll tilfelli má rekja til ferðalanga frá Bretlandi. Þá hefur það tvisvar fundist við landamæraskimun hér á landi, nú síðast 20. desember síðastliðinn.
Evrópusambandið Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bóluefnið kom í lögreglufylgd til Danmerkur: „Til hamingju við öll“ Klukkan 05:58 í morgun komu fyrstu skammtarnir af bóluefni gegn covid-19 í hús til dönsku sóttvarnastofnunarinnar Statens Serum Institut (SSI) á Amager í Kaupmannahöfn. Eftir að hafa verið flutt yfir landamærin til Danmerkur í lögreglufylgd verður bóluefninu nú dreift milli landshluta. Stefnt er að því að bólusetning hefjist í fyrramálið klukkan níu. 26. desember 2020 11:37 Kári og Þórólfur munu funda saman með Pfizer Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segist eiga náið samstarf með Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni. Þeir séu ekki í neinu stríði og hann ætli sér að taka Þórólf með sér á næsta fund með lyfjaframleiðandanum Pfizer. 26. desember 2020 14:30 Breska afbrigðið greinst tvívegis á landamærunum Breska afbrigði kórónuveirunnar hefur nú greinst tvívegis á landamærum Íslands. Afbrigðið hefur þó ekki greinst innanlands. 24 hafa greinst með veiruna innanlands síðustu fjóra daga, 7 þeirra voru utan sóttkvíar. 26. desember 2020 13:02 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Sjá meira
Bóluefnið kom í lögreglufylgd til Danmerkur: „Til hamingju við öll“ Klukkan 05:58 í morgun komu fyrstu skammtarnir af bóluefni gegn covid-19 í hús til dönsku sóttvarnastofnunarinnar Statens Serum Institut (SSI) á Amager í Kaupmannahöfn. Eftir að hafa verið flutt yfir landamærin til Danmerkur í lögreglufylgd verður bóluefninu nú dreift milli landshluta. Stefnt er að því að bólusetning hefjist í fyrramálið klukkan níu. 26. desember 2020 11:37
Kári og Þórólfur munu funda saman með Pfizer Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segist eiga náið samstarf með Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni. Þeir séu ekki í neinu stríði og hann ætli sér að taka Þórólf með sér á næsta fund með lyfjaframleiðandanum Pfizer. 26. desember 2020 14:30
Breska afbrigðið greinst tvívegis á landamærunum Breska afbrigði kórónuveirunnar hefur nú greinst tvívegis á landamærum Íslands. Afbrigðið hefur þó ekki greinst innanlands. 24 hafa greinst með veiruna innanlands síðustu fjóra daga, 7 þeirra voru utan sóttkvíar. 26. desember 2020 13:02