Nýja afbrigðið greindist í Frakklandi Sylvía Hall skrifar 26. desember 2020 08:33 Afbrigðið hefur fundist í fleiri löndum en Bretlandi. Þó það sé meira smitandi er það ekki talið hættulegra að öðru leyti. Getty Nýja afbrigði kórónuveirunnar sem hefur náð að dreifa sér víða á Bretlandseyjum hefur greinst í Frakklandi. Þetta staðfesti franska heilbrigðisráðuneytið, en sá sem greindist er franskur ríkisborgari sem hafði komið frá Lundúnaborg þann 19. desember. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins en afbrigðið sem um ræðir er talið vera allt að sjötíu prósent meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar. Þó bendir ekkert til þess að það sé hættulegra eða fólk veikist meira vegna þess. Einstaklingurinn sem greindist í Frakklandi var einkennalaus við greiningu og er nú í einangrun á heimili sínu í bænum Tours. Hann fór í sýnatöku þann 21. desember. Afbrigðið hefur einnig fundist í fleiri ferðalöngum frá Bretlandi. Japan staðfesti á föstudag að fimm hefðu greinst með afbrigðið eftir að hafa dvalið í Bretlandi og áður hafði verið staðfest að afbrigðið hefði fundist í Danmörku, Ástralíu og Hollandi. Fyrr í desember hafði afbrigðið fundist hér á landi hjá einstaklingi í landamæraskimun. „Þetta eru lönd sem eru ekki með neinar aðgerðir á landamærunum. Hér á Íslandi erum við með tvöfalda skimun og við höfum fundið einn einstakling með þessa veiru fyrr í desember. Hann fór bara í einangrun og það varð ekkert meira úr því,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við Vísi. Ýmis lönd höfðu gripið til þeirra ráða að takmarka eða stöðva allar samgöngur frá Bretlandi eftir að afbrigðið fannst, en áður höfðu hertar aðgerðir verið tilkynntar á þeim svæðum þar sem það var í dreifingu. Frakkland var á meðal þeirra ríkja sem lokaði landamærum sínum en aflétti því á miðvikudag, með þeim skilyrðum að fólk framvísaði neikvæðri niðurstöðu úr sýnatöku fyrir brottför. Þá hefur útgöngubanni verið aflétt í Frakklandi en yfirvöld telja smitstuðulinn ekki nægilega lágan til þess að grípa til frekari tilslakana. Því eru leik- og kvikmyndahús enn lokuð, sem og öldurhús og veitingastaðir. Þá má fólk ekki vera á ferðinni milli klukkan 20:00 og 06:00. Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Macron greindist með Covid-19 Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur greinst með Covid-19. 17. desember 2020 09:39 Yfirvöld í Frakklandi boða tilslakanir þrátt fyrir 10 þúsund dagleg smit Yfirvöld í Frakklandi hafa boðað tilslakanir í sóttvarnaaðgerðum þrátt fyrir að enn greinist meira en 10 þúsund manns smitaðir í landinu dag hvern. Til stóð að opna menningarstaði að nýju en því hefur verið frestað og hefur útgöngubann að nóttu til verið boðað. 10. desember 2020 20:10 Segist viss um að bóluefnið virki einnig á „breska afbrigðið“ Uğur Şahin, forstjóri þýska lyfjafyrirtækisins BioNTech, kveðst þess fullviss að kórónuveirubóluefnið sem fyrirtækið þróaði, í samstarfi við bandaríska lyfjarisann Pfizer, virki gegn „breska afbrigði“ kórónuveirunnar. 22. desember 2020 18:29 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira
Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins en afbrigðið sem um ræðir er talið vera allt að sjötíu prósent meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar. Þó bendir ekkert til þess að það sé hættulegra eða fólk veikist meira vegna þess. Einstaklingurinn sem greindist í Frakklandi var einkennalaus við greiningu og er nú í einangrun á heimili sínu í bænum Tours. Hann fór í sýnatöku þann 21. desember. Afbrigðið hefur einnig fundist í fleiri ferðalöngum frá Bretlandi. Japan staðfesti á föstudag að fimm hefðu greinst með afbrigðið eftir að hafa dvalið í Bretlandi og áður hafði verið staðfest að afbrigðið hefði fundist í Danmörku, Ástralíu og Hollandi. Fyrr í desember hafði afbrigðið fundist hér á landi hjá einstaklingi í landamæraskimun. „Þetta eru lönd sem eru ekki með neinar aðgerðir á landamærunum. Hér á Íslandi erum við með tvöfalda skimun og við höfum fundið einn einstakling með þessa veiru fyrr í desember. Hann fór bara í einangrun og það varð ekkert meira úr því,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við Vísi. Ýmis lönd höfðu gripið til þeirra ráða að takmarka eða stöðva allar samgöngur frá Bretlandi eftir að afbrigðið fannst, en áður höfðu hertar aðgerðir verið tilkynntar á þeim svæðum þar sem það var í dreifingu. Frakkland var á meðal þeirra ríkja sem lokaði landamærum sínum en aflétti því á miðvikudag, með þeim skilyrðum að fólk framvísaði neikvæðri niðurstöðu úr sýnatöku fyrir brottför. Þá hefur útgöngubanni verið aflétt í Frakklandi en yfirvöld telja smitstuðulinn ekki nægilega lágan til þess að grípa til frekari tilslakana. Því eru leik- og kvikmyndahús enn lokuð, sem og öldurhús og veitingastaðir. Þá má fólk ekki vera á ferðinni milli klukkan 20:00 og 06:00.
Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Macron greindist með Covid-19 Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur greinst með Covid-19. 17. desember 2020 09:39 Yfirvöld í Frakklandi boða tilslakanir þrátt fyrir 10 þúsund dagleg smit Yfirvöld í Frakklandi hafa boðað tilslakanir í sóttvarnaaðgerðum þrátt fyrir að enn greinist meira en 10 þúsund manns smitaðir í landinu dag hvern. Til stóð að opna menningarstaði að nýju en því hefur verið frestað og hefur útgöngubann að nóttu til verið boðað. 10. desember 2020 20:10 Segist viss um að bóluefnið virki einnig á „breska afbrigðið“ Uğur Şahin, forstjóri þýska lyfjafyrirtækisins BioNTech, kveðst þess fullviss að kórónuveirubóluefnið sem fyrirtækið þróaði, í samstarfi við bandaríska lyfjarisann Pfizer, virki gegn „breska afbrigði“ kórónuveirunnar. 22. desember 2020 18:29 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira
Macron greindist með Covid-19 Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur greinst með Covid-19. 17. desember 2020 09:39
Yfirvöld í Frakklandi boða tilslakanir þrátt fyrir 10 þúsund dagleg smit Yfirvöld í Frakklandi hafa boðað tilslakanir í sóttvarnaaðgerðum þrátt fyrir að enn greinist meira en 10 þúsund manns smitaðir í landinu dag hvern. Til stóð að opna menningarstaði að nýju en því hefur verið frestað og hefur útgöngubann að nóttu til verið boðað. 10. desember 2020 20:10
Segist viss um að bóluefnið virki einnig á „breska afbrigðið“ Uğur Şahin, forstjóri þýska lyfjafyrirtækisins BioNTech, kveðst þess fullviss að kórónuveirubóluefnið sem fyrirtækið þróaði, í samstarfi við bandaríska lyfjarisann Pfizer, virki gegn „breska afbrigði“ kórónuveirunnar. 22. desember 2020 18:29