Rúnar Alex fékk tækifærið í deildarbikarleiknum á Emirates en hann gerði sig seka um skelfileg mistök í öðru marki City. Hann fékk að endingu á sig fjögur mörk en fékk stuðning Rob Green og Mikel Arteta, stjóra Arsenal í leikslok.
David James, fyrrum markvörður enska landsliðsins og liða á borð við Portsmouth og Manchester City, fylgdist með leiknum í gær. Er hann sá Rúnar Alex minntist hann þess að þeir mættust á Íslandi er James lék með ÍBV.
„Áhugavert, ég spilaði gegn markverði Arsenal, Rúnari Alex Rúnarssyni, á Íslandi árið 2013, þá ungur og efnilegur,“ skrifaði James og lét myllumerkið #ÁframÍBV fylgja.
Interestingly, I played against @Arsenal keeper, Rúnar Alex
— David James (@jamosfoundation) December 22, 2020
Rúnarsson, in Iceland 2013, a promising youngster #ÁframIBV #GKunion
James lék með ÍBV sumarið 2013 en þá var hann aðstoðarþjálfari Hermanns Hreiðarssonar, fyrrum samherja hans hjá Portsmouth, auk þess að standa í markinu.
James og Rúnar mættust þann 11. ágúst árið 2013. Hannes Þór Halldórsson byrjaði í marki KR í leik liðanna í Vesturbænum en fékk rautt spjald á 52. mínútu.
Rúnar Kristinsson var þá þjálfari KR og er það enn þann dag í dag setti soninn, Rúnar Alex, eðlilega inn á og lék hann síðustu 35 mínúturnar.
Hann náði þó ekki að verja vítaspyrnu Gunnars Más Guðmundssonar en leiknum lauk með 3-1 sigri KR sem varð Íslandsmeistari þetta ár.
Rúnar hefur síðan þá leikið með Nordsjælland, Dijon og nú Arsenal.