Segist viss um að bóluefnið virki einnig á „breska afbrigðið“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. desember 2020 18:29 Uğur Şahin er forstjóri BioNTech. Andreas Arnold/picture alliance via Getty Uğur Şahin, forstjóri þýska lyfjafyrirtækisins BioNTech, kveðst þess fullviss að kórónuveirubóluefnið sem fyrirtækið þróaði, í samstarfi við bandaríska lyfjarisann Pfizer, virki gegn „breska afbrigði“ kórónuveirunnar. Afbrigðið, sem hefur dreifst hratt um Bretland og er talið geta verið meira smitandi en önnur, hefur valdið því að margar þjóðir hafa takmarkað eða lokað á ferðalög frá Bretlandi. „Líkurnar á því að bóluefnið okkar virki eru talsvert miklar,“ sagði Şahin á fréttamannafundi á vegum BioNtech í dag. Sagði hann að 99 prósent af bindiprótíni (e. spike protein) breska afbrigðisins væri það sama og í öðrum afbrigðum veirunnar. Şahin bætti því þó við að BioNTech og Pfizer ynnu nú að prófunum til þess að sannreyna hvort efnið virkaði á afbrigðið. Sagði hann að niðurstöðu mætti vænta eftir um tvær vikur. Geta hafið dreifingu innan nokkurra daga Fyrstu sendingar af bóluefninu til Evrópu gætu verið sendar frá Belgíu á morgun. Þetta kom fram í máli Sean Marett, viðskiptastjóra BioNTech. Bætti hann því við að fyrirtækin tvö sem að bóluefninu standa vinni nú að því að klára pappírsvinnu áður en dreifing um Evrópu hefst. Bóluefnið er þegar komið í dreifingu í Bandaríkjunum og er bólusetning með því hafin vestanhafs. Fyrirtækin tvö eru bundin af loforði Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Hún hefur ítrekað sagt að öll aðildarríki Evrópusambandsins muni fá fyrstu skammta bóluefnisins afhenta á sama tíma. Marett sagði einnig að Evrópusambandsríki fengju um tólf og hálfa milljón skammta fyrir árslok 2020. Verður bóluefninu skipt á milli ríkja eftir íbúafjölda, en ríkin ráða því sjálf hvernig forgangsröðun í bólusetningu verður háttað. Ísland er aðili að bóluefnasamningi Evrópusambandsins við BioNTech og Pfizer, og er því hluti af þessum tölum. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Undirrituðu samning við Janssen um bóluefni fyrir 235 þúsund manns Samningur Íslands um bóluefni frá lyfjaframleiðandanum Janssen var undirritaður í dag. Þetta er þriðji samningurinn íslenskra heilbrigðisyfirvalda um kaup á bóluefnum við COVID 19. Samningurinn við Janssen tryggir bóluefni fyrir 235.000 einstaklinga. 22. desember 2020 14:54 Ræddi við framkvæmdastjóra hjá Pfizer til að fá betri yfirsýn Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hafnar því að Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hafi ekki staðið sig sem skyldi þegar kemur að því að tryggja aðgang Íslands að bóluefni gegn Covid-19 og því sé málið komið inn á hennar borð, líkt og fjallað er um á forsíðu Morgunblaðsins í dag. 22. desember 2020 09:58 Fullvissaði Katrínu um aðgengi Íslands að bóluefni í „góðu símtali“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra átti símafund með Ursulu von der Leyen forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um bóluefni gegn kórónuveirunni í morgun. Von der Leyen lýsti fundinum sem farsælum á Twitter í morgun og kvaðst hafa fullvissað forsætisráðherra að Ísland fengi bóluefni fyrir 27. desember. 21. desember 2020 11:20 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Afbrigðið, sem hefur dreifst hratt um Bretland og er talið geta verið meira smitandi en önnur, hefur valdið því að margar þjóðir hafa takmarkað eða lokað á ferðalög frá Bretlandi. „Líkurnar á því að bóluefnið okkar virki eru talsvert miklar,“ sagði Şahin á fréttamannafundi á vegum BioNtech í dag. Sagði hann að 99 prósent af bindiprótíni (e. spike protein) breska afbrigðisins væri það sama og í öðrum afbrigðum veirunnar. Şahin bætti því þó við að BioNTech og Pfizer ynnu nú að prófunum til þess að sannreyna hvort efnið virkaði á afbrigðið. Sagði hann að niðurstöðu mætti vænta eftir um tvær vikur. Geta hafið dreifingu innan nokkurra daga Fyrstu sendingar af bóluefninu til Evrópu gætu verið sendar frá Belgíu á morgun. Þetta kom fram í máli Sean Marett, viðskiptastjóra BioNTech. Bætti hann því við að fyrirtækin tvö sem að bóluefninu standa vinni nú að því að klára pappírsvinnu áður en dreifing um Evrópu hefst. Bóluefnið er þegar komið í dreifingu í Bandaríkjunum og er bólusetning með því hafin vestanhafs. Fyrirtækin tvö eru bundin af loforði Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Hún hefur ítrekað sagt að öll aðildarríki Evrópusambandsins muni fá fyrstu skammta bóluefnisins afhenta á sama tíma. Marett sagði einnig að Evrópusambandsríki fengju um tólf og hálfa milljón skammta fyrir árslok 2020. Verður bóluefninu skipt á milli ríkja eftir íbúafjölda, en ríkin ráða því sjálf hvernig forgangsröðun í bólusetningu verður háttað. Ísland er aðili að bóluefnasamningi Evrópusambandsins við BioNTech og Pfizer, og er því hluti af þessum tölum.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Undirrituðu samning við Janssen um bóluefni fyrir 235 þúsund manns Samningur Íslands um bóluefni frá lyfjaframleiðandanum Janssen var undirritaður í dag. Þetta er þriðji samningurinn íslenskra heilbrigðisyfirvalda um kaup á bóluefnum við COVID 19. Samningurinn við Janssen tryggir bóluefni fyrir 235.000 einstaklinga. 22. desember 2020 14:54 Ræddi við framkvæmdastjóra hjá Pfizer til að fá betri yfirsýn Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hafnar því að Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hafi ekki staðið sig sem skyldi þegar kemur að því að tryggja aðgang Íslands að bóluefni gegn Covid-19 og því sé málið komið inn á hennar borð, líkt og fjallað er um á forsíðu Morgunblaðsins í dag. 22. desember 2020 09:58 Fullvissaði Katrínu um aðgengi Íslands að bóluefni í „góðu símtali“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra átti símafund með Ursulu von der Leyen forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um bóluefni gegn kórónuveirunni í morgun. Von der Leyen lýsti fundinum sem farsælum á Twitter í morgun og kvaðst hafa fullvissað forsætisráðherra að Ísland fengi bóluefni fyrir 27. desember. 21. desember 2020 11:20 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Undirrituðu samning við Janssen um bóluefni fyrir 235 þúsund manns Samningur Íslands um bóluefni frá lyfjaframleiðandanum Janssen var undirritaður í dag. Þetta er þriðji samningurinn íslenskra heilbrigðisyfirvalda um kaup á bóluefnum við COVID 19. Samningurinn við Janssen tryggir bóluefni fyrir 235.000 einstaklinga. 22. desember 2020 14:54
Ræddi við framkvæmdastjóra hjá Pfizer til að fá betri yfirsýn Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hafnar því að Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hafi ekki staðið sig sem skyldi þegar kemur að því að tryggja aðgang Íslands að bóluefni gegn Covid-19 og því sé málið komið inn á hennar borð, líkt og fjallað er um á forsíðu Morgunblaðsins í dag. 22. desember 2020 09:58
Fullvissaði Katrínu um aðgengi Íslands að bóluefni í „góðu símtali“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra átti símafund með Ursulu von der Leyen forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um bóluefni gegn kórónuveirunni í morgun. Von der Leyen lýsti fundinum sem farsælum á Twitter í morgun og kvaðst hafa fullvissað forsætisráðherra að Ísland fengi bóluefni fyrir 27. desember. 21. desember 2020 11:20
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent