„Ég held að þetta sé bara svo góður kokkteill“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 20. desember 2020 07:01 Hjá Litróf starfa ríflega tuttu manns. Frá vinstri: Þórður Sveinsson, Konráð Þorsteinsson, Erlingur Þórsson, Theodór Sigurjónsson og Konráð Ingi Jónsson framkvæmdastjóri og aðaleigandi. Vísir/Vilhelm ,,Ég hef alltaf fílað litgreiningu og forvinnslu prentunar og fagið bara lá fyrir mér,“ segir Konráð Ingi Jónsson framkvæmdastjóri og aðaleigandi Litrófs. Litróf er 77 ára gamalt fyrirtæki sem alltaf hefur verið rekið á sömu kennitölu. Fyrirtækið hefur Konráð rekið í 37 ár. Hann lærði offsetljósmyndun í Myndamótum Morgunblaðsins sem þá var og hét. „Baldvin bróðir var þá auglýsingastjóri Moggans og datt í hug að tala við þá í Myndamótum. Þeir slógu til og sögðust tilbúnir til að prófa strákinn,“ segir Konráð og hlær. Fram að því hafði lítið komist að annað en handbolti og skemmtanir. Eins og oft á við um unga menn. Markahrókur hjá Þrótti, síðar KR og í íslenska landsliðinu. „Ætli ég hafi ekki bara verið markheppinn,“ segir Konráð um árangurinn í handboltanum. Í helgarviðtali Atvinnulífsins heyrum við söguna á bakvið fyrirtækið Litróf. Níðvísa um skólameistarann Stofnandi Litrófs árið 1943 var Eymundur Magnússon. Um þann mann hefur verið gefin út bók. „Eymundur var rekinn úr MR fyrir að birta níðvísu um skólameistarann í skólablaðinu. Hann neitaði að biðjast afsökunar og fór svo að hann kláraði nám sitt í Rússlandi og síðar Danmörku“ segir Konráð um aðdragandann að því að Eymundur lærði fagið og stofnaði reksturinn. Eymundur var í Rússlandi þegar dóttir Veru Hertzsch og Benjamíns Eiríkssonar hvarf. Þetta barn hefur aldrei fundist. En mér skilst að Eymundur hafi oft passað þetta barn þegar hann var í námi.“ Barnshvarfið sem vísað er til er hvarf Sólveigar Erlu Benjamínsdóttur. Hún hvarf kvöldið sem móðir hennar, Vera, var handtekin í Moskvu. Þetta var á stjórnartíma Stalíns og var Halldór Laxness vitni að handtökunni. Laxness skrifaði síðar um handtökuna í Skáldatíma árið 1963 en Benjamín, sem síðar varð einn þekktasti hagfræðingur Íslandssögunnar, var ekki heima þetta kvöld. „Bróðir Eymundar var líka merkilegur maður. Það var Tryggvi Magnússon sem hannaði meðal annars skjaldamerkið,“ segir Konráð. Eftir fjörtíu ár í rekstri vildi Eymundur hætta. Konráð og vinur hans ákváðu að hitta Eymund á fundi og kanna málin. „En vinur minn hætti við og því fór ég einn,“ segir Konráð. Á fundinum var ákveðið að Konráð tæki rekstur Litróf á leigu. Þá var Konráð 27 ára. Konráð var 27 ára þegar hann tók við rekstri Litrófs en hann nam litgreiningu hjá Myndamótum Morgunblaðsins sem þá var og hét.Vísir/Vilhelm Fjögur einbýlishús í sjóinn Konráð er fæddur árið 1956. Eiginkona hans er Anna Sigurðardóttir snyrtifræðingur og eiga þau þrjár dætur. Sesselíu, Lilju og Eddu. „Þær eru aldar upp við það að maður kom með ýmislegt heim úr vinnunni. Það þurfti að líma og pakka og svona,“ segir Konráð um hjálpina heima fyrir. „Síðan fengu þær vinkonur sínar með og maður bara pantaði pizzu og svona.“ Margt hefur breyst. „Þegar ég tók við Litróf var þetta bara klisjufyrirtæki. Öll tæki var hægt að nota fyrir offset sem var að ryðja sér til rúms á þessum tíma. Eftir þrjú ár með reksturinn keypti ég fyrsta litgreiningartækið,“ segir Konráð, sem þá þegar hafði hann keypt fyrirtækið af Eymundi. Um tíma var tækniþróunin svo hröð að reksturinn varð tvísýnn. „Uppúr 1990 ákváðum við Valdimar í Litgreiningu að fjárfesta saman í tækjabúnaði sem var eins og heilu borðraðirnar af tölvum. Stuttu síðar kom Mackintosh tölvan sem þýddi að á svipstundu gat ein tölva leyst allt sem tækjabúnaðurinn okkar átti að sjá um,“ segir Konráð og bætir við: Þetta var eins og að henda fjórum einbýlishúsum út í sjó. Því við þurftum auðvitað að greiða upp lánin þótt fjárfestingin hefði ekki skilað neinu.“ Fór svo að leiðir skildu hjá honum og Valdimar. Konráð flutti með fyrirtækið frá Brautarholti í Þverholt og starfaði þar við hlið DV um tíma. Þá var flutt í Sóltún árið 1998 sem Konráð hélt þá að yrði síðasta húsnæði fyrirtækisins. Svo reyndist ekki vera því árið 2000 flutti fyrirtækið í Vatnagarða 14 þar sem það er staðsett enn. „Við læstumst inni í Sóltúni þegar þeir fóru að byggja og breyta þar. Við hefðum ekki einu sinni komið tækjunum inn eða út úr húsnæðinu,“ segir Konráð um tilurð flutningana. Hjá Litróf hafa flestir starfsmenn unnið í mörg ár og jafnvel áratugi. Hér er Hörður Hallgrímsson að störfum.Vísir/Vilhelm Íslenskum prentsmiðjum fækkað um tugi Nýverið sameinuðust prentsmiðjurnar Litróf, Guðjón Ó og Prenttækni. Allt eru þetta rótgróin fyrirtæki og vel þekkt. Þá keypti Litróf bókbandsvinnustofuna Bókvirkið fyrir nokkru en með því getur fyrirtækið boðið upp á alla framleiðslulínuna við bókagerð, bæði kiljur og harðspjaldabækur. „En við getum auðvitað ekkert keppt við þetta erlendis frá þar sem menn eru með fimmtíuþúsund krónur í mánaðarlaun í Lettlandi og víðar,“ segir Konráð um þá þróun að bókaprentun hafi að miklu leyti flust úr landi. Á síðustu árum hafa fleiri fyrirtæki runnið inn í Litróf. Þau eru Hagprent, Viðey og Prenthúsið. Konráð segir Íslendinga sér á báti með margt. Til dæmis þekkjast harðspjaldabækur ekki í svona magni erlendis. Þar eru kannski prentaðar níu þúsund bækur í kiljum og fimmhundruð bækur með harðspjaldi enda er harðspjaldabókum bara ætlað að dekka bókasöfn og safnara.“ En þótt bókprentun hafi minnkað er mikið að gera í umbúðaprentunum og öðrum verkefnum. „Það þýðir ekkert að sporna við þessari þróun. Menn verða bara að vera opnir fyrir nýjum tækifærum og hliðarafurðum,“ segir Konráð. Jón Emil Þorsteinsson að störfum hjá Litróf. Tæknin hefur breyst mikið síðustu áratugi en það hafa verkefnin gert líka. Vinnuumhverfi og öll efni eru líka orðin umhverfisvænni. Litróf hlaut Svansvottun árið 2013.Vísir/Vilhelm Sumt breytist, annað ekki Hjá Litróf starfa yfir tuttugu manns og flestir þar hafa verið í mörg ár eða áratugi. „Fyrstu árin vorum við bara tveir. Síðan fóru félagar að týnast inn smátt og smátt og það má segja að sá hópur hafi fylgt mér alla tíð,“ segir Konráð. Hann segir stemninguna enn mikla í starfinu. Ekki síst þegar mikið er að gera. „Það þarf kannski að koma einhverju í póst eftir tvo tíma og þá er bara bunka af umslögum kastað á hvert borð og allir setja í umslög þar til það klárast,“ segir Konráð. Litróf fékk Svansvottun árið 2013 en hefur lengi unnið að umhverfisvænni iðnaði. „Þórhallur Jóhannesson byrjaði hjá okkur um 1996 . Hann hafði þá verið að selja jurtafarva til að hreinsa vélarnar og hélt því áfram hjá okkur. Menn voru nú ekkert að kokgleypa við þessu því jurtafarvinn var lengur að þorna og þá vildu menn bara halda sig við gamla mátann,“ segir Konráð. Í dag er viðhorfið annað og umhverfisvænu efnin orðin betri. Konráð finnst þó margt í umræðunni um umhverfismál ekki gefa rétta mynd. Til dæmis talið um að hætta að nota pappír. Pappír er sjálfbær og skógar hafa stækkað um 60% síðustu áratugi. Sumir tala eins og verið sé að höggva niður tré í Amazon til að búa til pappír. Sem er kolrangt því það er ekki hægt að nota eitt einasta tré í Amazon í pappír.“ Þá segir hann Litróf líka aðeins nota umhverfsivottaðan pappír í dag. Þórður Sveinsson að störfum hjá Litróf. Margt hefur breyst síðustu áratugina og margar prentsmiðjur lagt upp laupana eða þær sameinast öðrum Litróf hefur verið rekið á sömu kennitölu í 77 ár.Vísir/Vilhelm Óvænt símtal Síðustu árin hefur Litróf verið eitt af Framúrskarandi fyrirtækjum landsins að mati Creditinfo. En þó ekki árið 2019. Hvað skeði? „Nú, ég fékk mér tvö stykki ný lifrar,“ segir Konráð og hlær. „Nei nei, ég er svo sem ekki að segja að það hafi breytt öllu en árið í fyrra var óvenjulegt ár því ég var mikið frá og átti erfitt með alla yfirsýn.“ Þannig var að í nóvember árið 2018 stakk læknir Konráðs upp á því að hann færi á biðlista fyrir nýja lifur. Lifurin hafði starfað illa lengi sem skýrist af mistökum sem gerð voru í kjölfar aðgerðar sem Konráð fór í fyrir þrjátíu árum síðan. Að öllu jafna þýðir bið eftir nýrri lifur 8-9 mánuði bið. En í Konráð var hringt nokkrum vikum síðar. Það var hringt í mig klukkan sex daginn fyrir gamlársdag og klukkutíma síðar vorum við á leiðinni út á flugvöll og til Svíþjóðar.“ Aðgerðin gekk vel en þegar heim var komið olli blóðtappi í slagæð sýkingu og í kjölfarið þurfti Konráð aftur á biðlista því líkaminn hafnaði nýju lifurinni. Biðin tók fjóra mánuði í þetta sinn. „Þeir hafa bara tuttugu klukkustundir til að koma líffæri í nýjan líkama og þetta varð tæpt því yfir Vatnajökli kom í ljós bilun og því þurfti að snúa flugvélinni við,“ segir Konráð og lýsir því eins og úr hasarmynd þegar sjúkrabíllinn í Gautaborg keyrði upp á gangstéttir og allt hvaðeina til að koma honum í tæka tíð á spítalann. „Og þar var bara hlaupið með mig inn í aðgerð,“ segir Konráð. Góður kokkteill En hvað telur þú að skýri helst velgengni fyrirtækisins í áraraðir? Ég held að þetta sé bara svo góður kokkteill af viðskiptavinum. Ríkið og einkageirinn í bland. Þegar það er mikið að gera hjá auglýsingastofunum er kannski slaki hjá menntastofnunum og svo framvegis,“ segir Konráð eftir stutta umhugsun. Hann segist líka þakklátur fyrir mannauðinn í fyrirtækinu. „Trygglyndi starfsfólks er ekki sjálfgefið og hefur mikið að segja. Ég er í raun bara þjálfari með gott íþróttalið,“ segir Konráð. Margir þekkja Konráð úr laxveiði enda var hann einn af leigutökum Straumfjarðarár í mörg ár. Konráð segist þó mikið hafa dregið úr veiðinni þótt hann fari eitthvað að veiða enn. Ég held líka að ég hafi farið að hugsa aðeins öðruvísi eftir aðgerðirnar. Ég er til dæmis farin að velta fyrir mér hvort ég eigi að hætta eftir fjörtíu ár eins og Eymundur gerði. Rétta einhverjum öðrum keflið eftir tvö þrjú ár,“ segir Konráð og brosir út í annað. „Það er allt opið, maður veit aldrei hvað gerist.“ Helgarviðtal Atvinnulífsins Tengdar fréttir „Já og þetta hefur fólk gert hjá okkur í áratugi“ „Pabbi var danskur og ætlaði til Argentínu. Kaffiuppskeran þar brást hins vegar og því kom hann hingað,“ segja bræðurnir Sveinn og Björn Christenssynir um hvers vegna faðir þeirra, Christian H. Christensen, fluttist tvítugur til Íslands. 24 ára kaupir Christian Klambra og gerist þar bóndi í tíu ár. 13. desember 2020 08:01 „Áskoranir í rekstri eru ekkert á við baráttuna upp á líf og dauða“ „Gunnar bauð mér fyrst til Íslands að sumri til. Ég varð ástfangin af landinu strax úr flugvélaglugganum,“ segir Chandrika Gunnarsson og brosir. Chandrika er fædd og uppalin á Indlandi. Hún giftist Gunnari Gunnarssyni og stofnaði með honum veitingastaðinn Austur-Indíafjelagið á Hverfisgötu árið 1994. 6. desember 2020 08:00 „Er enginn annar að afgreiða hérna nema þetta barn?“ Verslunin Stella í Bankastræti 3 var stofnuð árið 1942. Sagan hefst þó fyrr því það var langafi eigenda Stellu sem byggði húsið árið 1880. Fjórða kynslóðin á nú húsið og Edda Hauksdóttir er ein eigenda og verslunarstjóri Stellu. Í helgarviðtali Atvinnulífsins heyrum við söguna á bakvið Stellu og húsið í Bankastræti 3. 29. nóvember 2020 08:00 Það þýddi ekkert að leggjast í þunglyndi og gefast upp Það þýddi ekkert annað en að draga punginn upp og hugsa eins og karlmaður segir Þórdís Helgadóttir um fundinn með bankastjóranum þegar hún vildi fjármagna fasteignakaup fyrir reksturinn. Þórdís og dætur hennar eru í helgarviðtali Atvinnulífsins að þessu sinni en Þórdís keypti hárgreiðslustofu árið 1985 og stofnaði síðan heildverslunina Þórborgu árið 2012. 22. nóvember 2020 08:01 Það breyttist allt með Covid Það hefur margt breyst síðustu áratugina í útförum að sögn Rúnars Geirmundssonar útfaraþjónustu. En það breyttist allt með Covid. Í helgarviðtalinu þessa helgina fáum við að heyra söguna á bakvið Útfaraþjónustu Rúnars Geirmundssonar sem stofnuð var árið 1990. 15. nóvember 2020 08:01 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Sjá meira
„Baldvin bróðir var þá auglýsingastjóri Moggans og datt í hug að tala við þá í Myndamótum. Þeir slógu til og sögðust tilbúnir til að prófa strákinn,“ segir Konráð og hlær. Fram að því hafði lítið komist að annað en handbolti og skemmtanir. Eins og oft á við um unga menn. Markahrókur hjá Þrótti, síðar KR og í íslenska landsliðinu. „Ætli ég hafi ekki bara verið markheppinn,“ segir Konráð um árangurinn í handboltanum. Í helgarviðtali Atvinnulífsins heyrum við söguna á bakvið fyrirtækið Litróf. Níðvísa um skólameistarann Stofnandi Litrófs árið 1943 var Eymundur Magnússon. Um þann mann hefur verið gefin út bók. „Eymundur var rekinn úr MR fyrir að birta níðvísu um skólameistarann í skólablaðinu. Hann neitaði að biðjast afsökunar og fór svo að hann kláraði nám sitt í Rússlandi og síðar Danmörku“ segir Konráð um aðdragandann að því að Eymundur lærði fagið og stofnaði reksturinn. Eymundur var í Rússlandi þegar dóttir Veru Hertzsch og Benjamíns Eiríkssonar hvarf. Þetta barn hefur aldrei fundist. En mér skilst að Eymundur hafi oft passað þetta barn þegar hann var í námi.“ Barnshvarfið sem vísað er til er hvarf Sólveigar Erlu Benjamínsdóttur. Hún hvarf kvöldið sem móðir hennar, Vera, var handtekin í Moskvu. Þetta var á stjórnartíma Stalíns og var Halldór Laxness vitni að handtökunni. Laxness skrifaði síðar um handtökuna í Skáldatíma árið 1963 en Benjamín, sem síðar varð einn þekktasti hagfræðingur Íslandssögunnar, var ekki heima þetta kvöld. „Bróðir Eymundar var líka merkilegur maður. Það var Tryggvi Magnússon sem hannaði meðal annars skjaldamerkið,“ segir Konráð. Eftir fjörtíu ár í rekstri vildi Eymundur hætta. Konráð og vinur hans ákváðu að hitta Eymund á fundi og kanna málin. „En vinur minn hætti við og því fór ég einn,“ segir Konráð. Á fundinum var ákveðið að Konráð tæki rekstur Litróf á leigu. Þá var Konráð 27 ára. Konráð var 27 ára þegar hann tók við rekstri Litrófs en hann nam litgreiningu hjá Myndamótum Morgunblaðsins sem þá var og hét.Vísir/Vilhelm Fjögur einbýlishús í sjóinn Konráð er fæddur árið 1956. Eiginkona hans er Anna Sigurðardóttir snyrtifræðingur og eiga þau þrjár dætur. Sesselíu, Lilju og Eddu. „Þær eru aldar upp við það að maður kom með ýmislegt heim úr vinnunni. Það þurfti að líma og pakka og svona,“ segir Konráð um hjálpina heima fyrir. „Síðan fengu þær vinkonur sínar með og maður bara pantaði pizzu og svona.“ Margt hefur breyst. „Þegar ég tók við Litróf var þetta bara klisjufyrirtæki. Öll tæki var hægt að nota fyrir offset sem var að ryðja sér til rúms á þessum tíma. Eftir þrjú ár með reksturinn keypti ég fyrsta litgreiningartækið,“ segir Konráð, sem þá þegar hafði hann keypt fyrirtækið af Eymundi. Um tíma var tækniþróunin svo hröð að reksturinn varð tvísýnn. „Uppúr 1990 ákváðum við Valdimar í Litgreiningu að fjárfesta saman í tækjabúnaði sem var eins og heilu borðraðirnar af tölvum. Stuttu síðar kom Mackintosh tölvan sem þýddi að á svipstundu gat ein tölva leyst allt sem tækjabúnaðurinn okkar átti að sjá um,“ segir Konráð og bætir við: Þetta var eins og að henda fjórum einbýlishúsum út í sjó. Því við þurftum auðvitað að greiða upp lánin þótt fjárfestingin hefði ekki skilað neinu.“ Fór svo að leiðir skildu hjá honum og Valdimar. Konráð flutti með fyrirtækið frá Brautarholti í Þverholt og starfaði þar við hlið DV um tíma. Þá var flutt í Sóltún árið 1998 sem Konráð hélt þá að yrði síðasta húsnæði fyrirtækisins. Svo reyndist ekki vera því árið 2000 flutti fyrirtækið í Vatnagarða 14 þar sem það er staðsett enn. „Við læstumst inni í Sóltúni þegar þeir fóru að byggja og breyta þar. Við hefðum ekki einu sinni komið tækjunum inn eða út úr húsnæðinu,“ segir Konráð um tilurð flutningana. Hjá Litróf hafa flestir starfsmenn unnið í mörg ár og jafnvel áratugi. Hér er Hörður Hallgrímsson að störfum.Vísir/Vilhelm Íslenskum prentsmiðjum fækkað um tugi Nýverið sameinuðust prentsmiðjurnar Litróf, Guðjón Ó og Prenttækni. Allt eru þetta rótgróin fyrirtæki og vel þekkt. Þá keypti Litróf bókbandsvinnustofuna Bókvirkið fyrir nokkru en með því getur fyrirtækið boðið upp á alla framleiðslulínuna við bókagerð, bæði kiljur og harðspjaldabækur. „En við getum auðvitað ekkert keppt við þetta erlendis frá þar sem menn eru með fimmtíuþúsund krónur í mánaðarlaun í Lettlandi og víðar,“ segir Konráð um þá þróun að bókaprentun hafi að miklu leyti flust úr landi. Á síðustu árum hafa fleiri fyrirtæki runnið inn í Litróf. Þau eru Hagprent, Viðey og Prenthúsið. Konráð segir Íslendinga sér á báti með margt. Til dæmis þekkjast harðspjaldabækur ekki í svona magni erlendis. Þar eru kannski prentaðar níu þúsund bækur í kiljum og fimmhundruð bækur með harðspjaldi enda er harðspjaldabókum bara ætlað að dekka bókasöfn og safnara.“ En þótt bókprentun hafi minnkað er mikið að gera í umbúðaprentunum og öðrum verkefnum. „Það þýðir ekkert að sporna við þessari þróun. Menn verða bara að vera opnir fyrir nýjum tækifærum og hliðarafurðum,“ segir Konráð. Jón Emil Þorsteinsson að störfum hjá Litróf. Tæknin hefur breyst mikið síðustu áratugi en það hafa verkefnin gert líka. Vinnuumhverfi og öll efni eru líka orðin umhverfisvænni. Litróf hlaut Svansvottun árið 2013.Vísir/Vilhelm Sumt breytist, annað ekki Hjá Litróf starfa yfir tuttugu manns og flestir þar hafa verið í mörg ár eða áratugi. „Fyrstu árin vorum við bara tveir. Síðan fóru félagar að týnast inn smátt og smátt og það má segja að sá hópur hafi fylgt mér alla tíð,“ segir Konráð. Hann segir stemninguna enn mikla í starfinu. Ekki síst þegar mikið er að gera. „Það þarf kannski að koma einhverju í póst eftir tvo tíma og þá er bara bunka af umslögum kastað á hvert borð og allir setja í umslög þar til það klárast,“ segir Konráð. Litróf fékk Svansvottun árið 2013 en hefur lengi unnið að umhverfisvænni iðnaði. „Þórhallur Jóhannesson byrjaði hjá okkur um 1996 . Hann hafði þá verið að selja jurtafarva til að hreinsa vélarnar og hélt því áfram hjá okkur. Menn voru nú ekkert að kokgleypa við þessu því jurtafarvinn var lengur að þorna og þá vildu menn bara halda sig við gamla mátann,“ segir Konráð. Í dag er viðhorfið annað og umhverfisvænu efnin orðin betri. Konráð finnst þó margt í umræðunni um umhverfismál ekki gefa rétta mynd. Til dæmis talið um að hætta að nota pappír. Pappír er sjálfbær og skógar hafa stækkað um 60% síðustu áratugi. Sumir tala eins og verið sé að höggva niður tré í Amazon til að búa til pappír. Sem er kolrangt því það er ekki hægt að nota eitt einasta tré í Amazon í pappír.“ Þá segir hann Litróf líka aðeins nota umhverfsivottaðan pappír í dag. Þórður Sveinsson að störfum hjá Litróf. Margt hefur breyst síðustu áratugina og margar prentsmiðjur lagt upp laupana eða þær sameinast öðrum Litróf hefur verið rekið á sömu kennitölu í 77 ár.Vísir/Vilhelm Óvænt símtal Síðustu árin hefur Litróf verið eitt af Framúrskarandi fyrirtækjum landsins að mati Creditinfo. En þó ekki árið 2019. Hvað skeði? „Nú, ég fékk mér tvö stykki ný lifrar,“ segir Konráð og hlær. „Nei nei, ég er svo sem ekki að segja að það hafi breytt öllu en árið í fyrra var óvenjulegt ár því ég var mikið frá og átti erfitt með alla yfirsýn.“ Þannig var að í nóvember árið 2018 stakk læknir Konráðs upp á því að hann færi á biðlista fyrir nýja lifur. Lifurin hafði starfað illa lengi sem skýrist af mistökum sem gerð voru í kjölfar aðgerðar sem Konráð fór í fyrir þrjátíu árum síðan. Að öllu jafna þýðir bið eftir nýrri lifur 8-9 mánuði bið. En í Konráð var hringt nokkrum vikum síðar. Það var hringt í mig klukkan sex daginn fyrir gamlársdag og klukkutíma síðar vorum við á leiðinni út á flugvöll og til Svíþjóðar.“ Aðgerðin gekk vel en þegar heim var komið olli blóðtappi í slagæð sýkingu og í kjölfarið þurfti Konráð aftur á biðlista því líkaminn hafnaði nýju lifurinni. Biðin tók fjóra mánuði í þetta sinn. „Þeir hafa bara tuttugu klukkustundir til að koma líffæri í nýjan líkama og þetta varð tæpt því yfir Vatnajökli kom í ljós bilun og því þurfti að snúa flugvélinni við,“ segir Konráð og lýsir því eins og úr hasarmynd þegar sjúkrabíllinn í Gautaborg keyrði upp á gangstéttir og allt hvaðeina til að koma honum í tæka tíð á spítalann. „Og þar var bara hlaupið með mig inn í aðgerð,“ segir Konráð. Góður kokkteill En hvað telur þú að skýri helst velgengni fyrirtækisins í áraraðir? Ég held að þetta sé bara svo góður kokkteill af viðskiptavinum. Ríkið og einkageirinn í bland. Þegar það er mikið að gera hjá auglýsingastofunum er kannski slaki hjá menntastofnunum og svo framvegis,“ segir Konráð eftir stutta umhugsun. Hann segist líka þakklátur fyrir mannauðinn í fyrirtækinu. „Trygglyndi starfsfólks er ekki sjálfgefið og hefur mikið að segja. Ég er í raun bara þjálfari með gott íþróttalið,“ segir Konráð. Margir þekkja Konráð úr laxveiði enda var hann einn af leigutökum Straumfjarðarár í mörg ár. Konráð segist þó mikið hafa dregið úr veiðinni þótt hann fari eitthvað að veiða enn. Ég held líka að ég hafi farið að hugsa aðeins öðruvísi eftir aðgerðirnar. Ég er til dæmis farin að velta fyrir mér hvort ég eigi að hætta eftir fjörtíu ár eins og Eymundur gerði. Rétta einhverjum öðrum keflið eftir tvö þrjú ár,“ segir Konráð og brosir út í annað. „Það er allt opið, maður veit aldrei hvað gerist.“
Helgarviðtal Atvinnulífsins Tengdar fréttir „Já og þetta hefur fólk gert hjá okkur í áratugi“ „Pabbi var danskur og ætlaði til Argentínu. Kaffiuppskeran þar brást hins vegar og því kom hann hingað,“ segja bræðurnir Sveinn og Björn Christenssynir um hvers vegna faðir þeirra, Christian H. Christensen, fluttist tvítugur til Íslands. 24 ára kaupir Christian Klambra og gerist þar bóndi í tíu ár. 13. desember 2020 08:01 „Áskoranir í rekstri eru ekkert á við baráttuna upp á líf og dauða“ „Gunnar bauð mér fyrst til Íslands að sumri til. Ég varð ástfangin af landinu strax úr flugvélaglugganum,“ segir Chandrika Gunnarsson og brosir. Chandrika er fædd og uppalin á Indlandi. Hún giftist Gunnari Gunnarssyni og stofnaði með honum veitingastaðinn Austur-Indíafjelagið á Hverfisgötu árið 1994. 6. desember 2020 08:00 „Er enginn annar að afgreiða hérna nema þetta barn?“ Verslunin Stella í Bankastræti 3 var stofnuð árið 1942. Sagan hefst þó fyrr því það var langafi eigenda Stellu sem byggði húsið árið 1880. Fjórða kynslóðin á nú húsið og Edda Hauksdóttir er ein eigenda og verslunarstjóri Stellu. Í helgarviðtali Atvinnulífsins heyrum við söguna á bakvið Stellu og húsið í Bankastræti 3. 29. nóvember 2020 08:00 Það þýddi ekkert að leggjast í þunglyndi og gefast upp Það þýddi ekkert annað en að draga punginn upp og hugsa eins og karlmaður segir Þórdís Helgadóttir um fundinn með bankastjóranum þegar hún vildi fjármagna fasteignakaup fyrir reksturinn. Þórdís og dætur hennar eru í helgarviðtali Atvinnulífsins að þessu sinni en Þórdís keypti hárgreiðslustofu árið 1985 og stofnaði síðan heildverslunina Þórborgu árið 2012. 22. nóvember 2020 08:01 Það breyttist allt með Covid Það hefur margt breyst síðustu áratugina í útförum að sögn Rúnars Geirmundssonar útfaraþjónustu. En það breyttist allt með Covid. Í helgarviðtalinu þessa helgina fáum við að heyra söguna á bakvið Útfaraþjónustu Rúnars Geirmundssonar sem stofnuð var árið 1990. 15. nóvember 2020 08:01 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Sjá meira
„Já og þetta hefur fólk gert hjá okkur í áratugi“ „Pabbi var danskur og ætlaði til Argentínu. Kaffiuppskeran þar brást hins vegar og því kom hann hingað,“ segja bræðurnir Sveinn og Björn Christenssynir um hvers vegna faðir þeirra, Christian H. Christensen, fluttist tvítugur til Íslands. 24 ára kaupir Christian Klambra og gerist þar bóndi í tíu ár. 13. desember 2020 08:01
„Áskoranir í rekstri eru ekkert á við baráttuna upp á líf og dauða“ „Gunnar bauð mér fyrst til Íslands að sumri til. Ég varð ástfangin af landinu strax úr flugvélaglugganum,“ segir Chandrika Gunnarsson og brosir. Chandrika er fædd og uppalin á Indlandi. Hún giftist Gunnari Gunnarssyni og stofnaði með honum veitingastaðinn Austur-Indíafjelagið á Hverfisgötu árið 1994. 6. desember 2020 08:00
„Er enginn annar að afgreiða hérna nema þetta barn?“ Verslunin Stella í Bankastræti 3 var stofnuð árið 1942. Sagan hefst þó fyrr því það var langafi eigenda Stellu sem byggði húsið árið 1880. Fjórða kynslóðin á nú húsið og Edda Hauksdóttir er ein eigenda og verslunarstjóri Stellu. Í helgarviðtali Atvinnulífsins heyrum við söguna á bakvið Stellu og húsið í Bankastræti 3. 29. nóvember 2020 08:00
Það þýddi ekkert að leggjast í þunglyndi og gefast upp Það þýddi ekkert annað en að draga punginn upp og hugsa eins og karlmaður segir Þórdís Helgadóttir um fundinn með bankastjóranum þegar hún vildi fjármagna fasteignakaup fyrir reksturinn. Þórdís og dætur hennar eru í helgarviðtali Atvinnulífsins að þessu sinni en Þórdís keypti hárgreiðslustofu árið 1985 og stofnaði síðan heildverslunina Þórborgu árið 2012. 22. nóvember 2020 08:01
Það breyttist allt með Covid Það hefur margt breyst síðustu áratugina í útförum að sögn Rúnars Geirmundssonar útfaraþjónustu. En það breyttist allt með Covid. Í helgarviðtalinu þessa helgina fáum við að heyra söguna á bakvið Útfaraþjónustu Rúnars Geirmundssonar sem stofnuð var árið 1990. 15. nóvember 2020 08:01