Lykilatriðin á bakvið hinn fullkomna hamborgarhrygg Stefán Árni Pálsson skrifar 19. desember 2020 13:00 Fjölmargir bjóða upp á hamborgarhrygg á aðfangadagskvöld. Í þáttunum Lífið er ljúffengt á Vísi og Stöð 2 Maraþon deila nokkrir af helstu ástríðukokkum landsins litlum sem stórum ráðleggingum varðandi matargerð fyrir jólin. Allt frá klassískum uppstúf, sykurbrúnuðum kartöflum og gljáa á hrygginn yfir í nýjar hugmyndir, líkt og vegan lausnir, Ketó jól, 12 tíma graflax og fleira. Áherslan er sett á stóru smáatriðin sem fullkomna matinn um hátíðirnar. Í níunda þættinum fer Berglind ítarlega yfir það hvernig maður reiðir fram hamborgarhrygg með fallega gljáa. Klippa: Lykilatriðin á bakvið hinn fullkomna hamborgarhrygg Hamborgarhryggur og gljái • Hamborgarhryggur um 2-2,5 kg • 1 l vatn • 4 msk. púðursykur • 1 tsk. Dijon sinnep • 1 tsk. tómatsósa • 3 msk. rjómi • 3-4 ananassneiðar 1. Byrjið á því að útbúa gljáann með því að sjóða saman púðursykur, sinnep, tómatsósu og rjóma. Leyfið að sjóða aðeins og lækkið svo hitann og hrærið þar til sykurinn er uppleystur. 2. Hellið 1 l af vatni í ofnskúffu neðst í ofninum og stillið hitann á 150°C. 3. Setjið hamborgarhrygginn á ofngrind og penslið 1 x með gljáanum. Stingið kjöthitamæli inn í hann miðjan og komið grindinni fyrir í ofninum fyrir ofan skúffuna með vatninu. Penslið 1-2 x á hrygginn á meðan hann er í ofninum (1,5-2 klst eftir stærð). 4. Eldið hrygginn með þessum hætti þar til kjarnhiti sýnir um 55°C og hækkið þá hitann í 210°C, setjið ananassneiðarnar ofan á og penslið aftur eina lokaumferð með gljáa. Eldið þar til kjarnhiti sýnir 67°C og leyfið þá hryggnum að standa í að minnsta kosti 15 mínútur áður en hann er skorinn í sneiðar. 5. Ef þið eigið ekki kjöthitamæli er gott að miða eldunartíma við 45 mín til klukkustund á hvert kíló. Uppskriftir Lífið er ljúffengt Matur Hamborgarhryggur Jólamatur Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning
Allt frá klassískum uppstúf, sykurbrúnuðum kartöflum og gljáa á hrygginn yfir í nýjar hugmyndir, líkt og vegan lausnir, Ketó jól, 12 tíma graflax og fleira. Áherslan er sett á stóru smáatriðin sem fullkomna matinn um hátíðirnar. Í níunda þættinum fer Berglind ítarlega yfir það hvernig maður reiðir fram hamborgarhrygg með fallega gljáa. Klippa: Lykilatriðin á bakvið hinn fullkomna hamborgarhrygg Hamborgarhryggur og gljái • Hamborgarhryggur um 2-2,5 kg • 1 l vatn • 4 msk. púðursykur • 1 tsk. Dijon sinnep • 1 tsk. tómatsósa • 3 msk. rjómi • 3-4 ananassneiðar 1. Byrjið á því að útbúa gljáann með því að sjóða saman púðursykur, sinnep, tómatsósu og rjóma. Leyfið að sjóða aðeins og lækkið svo hitann og hrærið þar til sykurinn er uppleystur. 2. Hellið 1 l af vatni í ofnskúffu neðst í ofninum og stillið hitann á 150°C. 3. Setjið hamborgarhrygginn á ofngrind og penslið 1 x með gljáanum. Stingið kjöthitamæli inn í hann miðjan og komið grindinni fyrir í ofninum fyrir ofan skúffuna með vatninu. Penslið 1-2 x á hrygginn á meðan hann er í ofninum (1,5-2 klst eftir stærð). 4. Eldið hrygginn með þessum hætti þar til kjarnhiti sýnir um 55°C og hækkið þá hitann í 210°C, setjið ananassneiðarnar ofan á og penslið aftur eina lokaumferð með gljáa. Eldið þar til kjarnhiti sýnir 67°C og leyfið þá hryggnum að standa í að minnsta kosti 15 mínútur áður en hann er skorinn í sneiðar. 5. Ef þið eigið ekki kjöthitamæli er gott að miða eldunartíma við 45 mín til klukkustund á hvert kíló.
Uppskriftir Lífið er ljúffengt Matur Hamborgarhryggur Jólamatur Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning