Hertar aðgerðir í Póllandi og stefnt á að bólusetja alla fullorðna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. desember 2020 21:18 Adam Niedzielski, heilbrigðisráðherra Póllands. EPA-EFE/Marcin Obara Yfirvöld í Póllandi kynntu í dag hertar sóttvarnaaðgerðir sem taka munu gildi þann 28. desember og gilda til 17. janúar. Öllum hótelum, skíðasvæðum og verslunarmiðstöðvum verður lokað í aðgerðunum. Adam Niedzielski, heilbrigðisráðherra landsins, kynnti aðgerðirnar í dag en gert er ráð fyrir að 40 milljarðar pólskra zloty, sem samsvarar um 1.408 milljörðum íslenskra króna, fari í stuðning til fyrirtækja sem þurfa að loka. Heilbrigðiskerfi Póllands hefur átt í miklum erfiðleikum við að takast á við aðra bylgju kórónuveirufaraldursins og hafa daglegar greiningar aukist gífurlega. Þegar mest lét í nóvember greindust 27 þúsund á einum sólarhringi. Niedzielski varaði fólk við því að mikil hætta væri á þriðju bylgju eftir áramót og biðlaði hann til Pólverja að gæta vel að sóttvörnum. Þó að von væri á bóluefni þýddi það ekki að hægt væri að slaka á. Aðgerðirnar munu ekki taka gildi fyrr en eftir jólahátíðirnar en útgöngubann verður á gamlárskvöld frá klukkan 7 að kvöldi og gildir það til 6 að morgni á nýársdag. Niedzielski sagði að það væri gert til að koma í veg fyrir hópamyndanir um áramótin og bætti hann við að allir þeir sem koma munu til landsins frá og með 28. desember þurfi að fara í tíu daga sóttkví. Pólsk yfirvöld gera ráð fyrir því að fyrstu skammtar bóluefnis við veirunni berist til landsins í lok desember. Stefnt er að því að bólusetja alla fullorðna í landinu, sem eru um 30 milljón manns, og hafa átta þúsund bólusetningarstöðvar verið settar upp um landið allt. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pólland Tengdar fréttir Forseti Póllands smitaður af kórónuveirunni Andrzej Duda, forseti Póllands, er smitaður af nýju afbrigði kórónuveirunnar. Talsmaður forsetans segir honum líða vel en að hann sé nú kominn í einangrun. Mikil fjölgun hefur orðið í nýjum kórónuveirusmitum og dauðsföllum í landinu upp á síðkastið. 24. október 2020 08:12 Metfjöldi skráðra smita í Póllandi fjórða daginn í röð Alls greindust rúmlega 21.600 með kórónuveirusmit í Póllandi í gær og var því um ræða fjórða metdaginn í röð í landinu. 30. október 2020 14:06 Mótmælendur trufluðu messuhald í Póllandi Mótmælendur í Póllandi hafa í dag haldið inn í kirkjur til þess að trufla messuhöld. Mótmælendur hafa síðastliðna viku mótmælt nýjum þungunarrofslögum í Póllandi, sem banna þungunarrof nær alveg. 25. október 2020 22:59 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira
Adam Niedzielski, heilbrigðisráðherra landsins, kynnti aðgerðirnar í dag en gert er ráð fyrir að 40 milljarðar pólskra zloty, sem samsvarar um 1.408 milljörðum íslenskra króna, fari í stuðning til fyrirtækja sem þurfa að loka. Heilbrigðiskerfi Póllands hefur átt í miklum erfiðleikum við að takast á við aðra bylgju kórónuveirufaraldursins og hafa daglegar greiningar aukist gífurlega. Þegar mest lét í nóvember greindust 27 þúsund á einum sólarhringi. Niedzielski varaði fólk við því að mikil hætta væri á þriðju bylgju eftir áramót og biðlaði hann til Pólverja að gæta vel að sóttvörnum. Þó að von væri á bóluefni þýddi það ekki að hægt væri að slaka á. Aðgerðirnar munu ekki taka gildi fyrr en eftir jólahátíðirnar en útgöngubann verður á gamlárskvöld frá klukkan 7 að kvöldi og gildir það til 6 að morgni á nýársdag. Niedzielski sagði að það væri gert til að koma í veg fyrir hópamyndanir um áramótin og bætti hann við að allir þeir sem koma munu til landsins frá og með 28. desember þurfi að fara í tíu daga sóttkví. Pólsk yfirvöld gera ráð fyrir því að fyrstu skammtar bóluefnis við veirunni berist til landsins í lok desember. Stefnt er að því að bólusetja alla fullorðna í landinu, sem eru um 30 milljón manns, og hafa átta þúsund bólusetningarstöðvar verið settar upp um landið allt.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pólland Tengdar fréttir Forseti Póllands smitaður af kórónuveirunni Andrzej Duda, forseti Póllands, er smitaður af nýju afbrigði kórónuveirunnar. Talsmaður forsetans segir honum líða vel en að hann sé nú kominn í einangrun. Mikil fjölgun hefur orðið í nýjum kórónuveirusmitum og dauðsföllum í landinu upp á síðkastið. 24. október 2020 08:12 Metfjöldi skráðra smita í Póllandi fjórða daginn í röð Alls greindust rúmlega 21.600 með kórónuveirusmit í Póllandi í gær og var því um ræða fjórða metdaginn í röð í landinu. 30. október 2020 14:06 Mótmælendur trufluðu messuhald í Póllandi Mótmælendur í Póllandi hafa í dag haldið inn í kirkjur til þess að trufla messuhöld. Mótmælendur hafa síðastliðna viku mótmælt nýjum þungunarrofslögum í Póllandi, sem banna þungunarrof nær alveg. 25. október 2020 22:59 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira
Forseti Póllands smitaður af kórónuveirunni Andrzej Duda, forseti Póllands, er smitaður af nýju afbrigði kórónuveirunnar. Talsmaður forsetans segir honum líða vel en að hann sé nú kominn í einangrun. Mikil fjölgun hefur orðið í nýjum kórónuveirusmitum og dauðsföllum í landinu upp á síðkastið. 24. október 2020 08:12
Metfjöldi skráðra smita í Póllandi fjórða daginn í röð Alls greindust rúmlega 21.600 með kórónuveirusmit í Póllandi í gær og var því um ræða fjórða metdaginn í röð í landinu. 30. október 2020 14:06
Mótmælendur trufluðu messuhald í Póllandi Mótmælendur í Póllandi hafa í dag haldið inn í kirkjur til þess að trufla messuhöld. Mótmælendur hafa síðastliðna viku mótmælt nýjum þungunarrofslögum í Póllandi, sem banna þungunarrof nær alveg. 25. október 2020 22:59