Fiskikóngurinn látinn taka vörur úr sölu: „Viljum við að þessar aldargömlu hefðir lognist útaf?“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. desember 2020 09:37 „Hugtakið veljum íslenskt, borðum íslenskt. Þetta hugtak er að hverfa úr íslenskri menningu,“ segir Fiskikóngurinn. Vísir/Vilhelm Tveir fulltrúar heilbrigðiseftirlitsins heimsóttu Fiskikónginn í gær og skipuðu honum að taka nokkrar vörur úr sölu, þeirra á meðal harðfisk, hnoðmör, reyktan lunda og hákarl. Umræddar vörur kaupir Fiskikóngurinn frá einstaklingum sem eru ekki með leyfi frá MAST til að verka og selja vörurnar en Kristján Berg Ásgeirsson, kóngurinn sjálfur, segist á Facebook velta því fyrir sér hvort fólk vilji að aldargamlar hefðir lognist út af. Kristján segist hafa verið andvaka eftir heimsóknina, þótt hann fagni eftirlitinu almennt. Á þeim tíma sem hann hafi selt fisk og aðra matvöru hafi fiskbúðir meðal annars þurft að hætta að selja hrefnukjöt, svartfugl og sel. Kristjáni Berg Ásgeirssyni virðist hafa verið mikið niðri fyrir þegar hann tjáði sig um málið á Facebook í nótt. „Hnoðmörina hef ég alltaf keypt af sömu konunni á Vestfjörðum frá því ég man eftir mér. Reykti lundinn var ekki með límmiða, framleiðandi, síðasti söludagur og þess hátta. Hákarlinn er líka frá einum sem ég hef keypt af í tugi ára. Hann verkar þetta meðfram öðru starfi og er sennilega ekki með leyfi frá MAST til þess að verka hákarlinn. Harðfiskurinn er frá Valla í Stykkishólmi. Hann sendi mér lúðurikkling, sem var ekki merktur framleiðsludegi og þess háttar. ...en það var ekki hægt að rekja söguna hans frá dánardegi fram til þess að hann lenti uppá fiskborðinu mínu,“ segir Kristján. Í framhaldinu veltir hann því sér hvort gamlar aðferðir tilheyri fortíðinni. Hann biður um góðan enda á ömurlegu ári. „Árið 2020 hefur verið ömurlegt fyrir flest alla. Er kannski best að klára þetta með stæl og fjarlægja þetta allt saman úr öllum hillum. Eða væri hægt að bíða með þessar aðgerðir og fara í þetta strax eftir áramót. -Leyfa okkur að njóta jólanna í smá friði. -Leyfa okkur að njóta síðustu kvöldmáltíðarinnar, þar sem við gæðum okkur þessum á ramm íslenska mat. .......síðasta máltíðin. Ég bið ekki um meira. Hugtakið veljum íslenskt, borðum íslenskt. Þetta hugtak er að hverfa úr íslenskri menningu,“ segir Fiskikóngurinn. „Mér finnst eins og það sé verið að rífa úr mér hjartað og sálina á sama tíma.“ Matur Matvælaframleiðsla Verslun Mest lesið Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
Umræddar vörur kaupir Fiskikóngurinn frá einstaklingum sem eru ekki með leyfi frá MAST til að verka og selja vörurnar en Kristján Berg Ásgeirsson, kóngurinn sjálfur, segist á Facebook velta því fyrir sér hvort fólk vilji að aldargamlar hefðir lognist út af. Kristján segist hafa verið andvaka eftir heimsóknina, þótt hann fagni eftirlitinu almennt. Á þeim tíma sem hann hafi selt fisk og aðra matvöru hafi fiskbúðir meðal annars þurft að hætta að selja hrefnukjöt, svartfugl og sel. Kristjáni Berg Ásgeirssyni virðist hafa verið mikið niðri fyrir þegar hann tjáði sig um málið á Facebook í nótt. „Hnoðmörina hef ég alltaf keypt af sömu konunni á Vestfjörðum frá því ég man eftir mér. Reykti lundinn var ekki með límmiða, framleiðandi, síðasti söludagur og þess hátta. Hákarlinn er líka frá einum sem ég hef keypt af í tugi ára. Hann verkar þetta meðfram öðru starfi og er sennilega ekki með leyfi frá MAST til þess að verka hákarlinn. Harðfiskurinn er frá Valla í Stykkishólmi. Hann sendi mér lúðurikkling, sem var ekki merktur framleiðsludegi og þess háttar. ...en það var ekki hægt að rekja söguna hans frá dánardegi fram til þess að hann lenti uppá fiskborðinu mínu,“ segir Kristján. Í framhaldinu veltir hann því sér hvort gamlar aðferðir tilheyri fortíðinni. Hann biður um góðan enda á ömurlegu ári. „Árið 2020 hefur verið ömurlegt fyrir flest alla. Er kannski best að klára þetta með stæl og fjarlægja þetta allt saman úr öllum hillum. Eða væri hægt að bíða með þessar aðgerðir og fara í þetta strax eftir áramót. -Leyfa okkur að njóta jólanna í smá friði. -Leyfa okkur að njóta síðustu kvöldmáltíðarinnar, þar sem við gæðum okkur þessum á ramm íslenska mat. .......síðasta máltíðin. Ég bið ekki um meira. Hugtakið veljum íslenskt, borðum íslenskt. Þetta hugtak er að hverfa úr íslenskri menningu,“ segir Fiskikóngurinn. „Mér finnst eins og það sé verið að rífa úr mér hjartað og sálina á sama tíma.“
Matur Matvælaframleiðsla Verslun Mest lesið Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira