Kórónuveiran, WAP og Tom Hanks toppa vinsældalista Google Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. desember 2020 14:10 Margir vildu glöggva sig betur á textanum við dónalagið WAP. Kórónuveiran trónir á toppi Google yfir þau orð sem mest var leitað að árið 2020 en í öðru sæti voru „kosningaúrslit“, Kobe Bryant, Zoom og IPL, sem skilar niðurstöðum um indversku úrvalsdeildina í krikket. Um er að ræða leitarniðurstöður á heimsvísu. Kórónuveiran toppar einnig listann yfir flestar fréttatengdar leitir en þar á eftir koma „kosningaúrslit“, Íran, Beirút og Hantavírus. Allt á ensku, eins og gefur að skilja. Tom Hanks, Joaquin Phoenix, Amitabh Bachchan, Ricky Gervais og Jada Pinkett Smith voru þeir leikarar sem fólk var hvað forvitnast um en vinsælustu myndirnar sem fólk fletti upp voru Parasite, 1917, Black Panther, 365 Dni og Contagion. Þá reyndust margir áhugasamir um textann við dónalagið WAP, Netflix-þættina um Tígrisdýrakónginn og uppskriftir að hinu sykursæta dalgona kaffi, ekmek brauðbúðing og súrdeigsbrauði. Eins og sjá má hér að ofan setti kórónuveirufaraldurinn svip sinn sinn á vefheima eins og raunheima en „svefnleysi“ átti metár og „hvernig á að rækta grænmetisgarð“ var slegið inn tvisvar sinnum oftar árið 2020 en 2019. „Black Lives Matter“ náði einnig útbreiðslu á heimsvísu og í júní vildu fleiri vita hvernig þeir gætu tamið sér and-rasískan hugsunarhátt en vildu verða milljónamæringar. Þá var oftar leitað að „hvernig verð ég bandamaður“ en „hvernig verð ég áhrifavaldur“. Mörgum var einnig umhugað um hamfarahlýnun og árið 2020 leituðu fleiri að „hvernig stöðvum við loftslagsbreytingar“ en nokkru sinni áður. Þá virtist forritun vera það sem fólk vildi helst aðstoð Google við að læra. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samfélagsmiðlar Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Um er að ræða leitarniðurstöður á heimsvísu. Kórónuveiran toppar einnig listann yfir flestar fréttatengdar leitir en þar á eftir koma „kosningaúrslit“, Íran, Beirút og Hantavírus. Allt á ensku, eins og gefur að skilja. Tom Hanks, Joaquin Phoenix, Amitabh Bachchan, Ricky Gervais og Jada Pinkett Smith voru þeir leikarar sem fólk var hvað forvitnast um en vinsælustu myndirnar sem fólk fletti upp voru Parasite, 1917, Black Panther, 365 Dni og Contagion. Þá reyndust margir áhugasamir um textann við dónalagið WAP, Netflix-þættina um Tígrisdýrakónginn og uppskriftir að hinu sykursæta dalgona kaffi, ekmek brauðbúðing og súrdeigsbrauði. Eins og sjá má hér að ofan setti kórónuveirufaraldurinn svip sinn sinn á vefheima eins og raunheima en „svefnleysi“ átti metár og „hvernig á að rækta grænmetisgarð“ var slegið inn tvisvar sinnum oftar árið 2020 en 2019. „Black Lives Matter“ náði einnig útbreiðslu á heimsvísu og í júní vildu fleiri vita hvernig þeir gætu tamið sér and-rasískan hugsunarhátt en vildu verða milljónamæringar. Þá var oftar leitað að „hvernig verð ég bandamaður“ en „hvernig verð ég áhrifavaldur“. Mörgum var einnig umhugað um hamfarahlýnun og árið 2020 leituðu fleiri að „hvernig stöðvum við loftslagsbreytingar“ en nokkru sinni áður. Þá virtist forritun vera það sem fólk vildi helst aðstoð Google við að læra.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samfélagsmiðlar Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira