Virknin 70% en skammtastærðinni mögulega breytt Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. desember 2020 16:59 Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, heimsækir höfuðstöðvar AstraZeneca í Sydney. epa/Nick Moir Bóluefni AstraZeneca og vísindamanna við Oxford-háskóla hefur 70% virkni ef horft er til heildarniðurstaða prófana. Virknin reyndist 90% hjá litlum hluta þátttakenda sem fékk óvart ranga skammtastærð en hjá meirihlutanum reyndist virknin 62%. Frá þessu er greint í heilbrigðisvísindatímaritinu Lancet en niðurstöðurnar setja eftirlitsaðila í ákveðna klemmu, þar sem það verður undir þeim komið að mæla fyrir um skammtastærð. Forsvarsmenn Oxford-teymisins og AstraZeneca hafa sótt um markaðsleyfi á þeim forsendum að virknin sé 70% en ákvörðunarvaldið um notkun liggur hjá lyfjaeftirlitsaðilum í Bretlandi, Evrópu og Bandaríkjunum. Samkvæmt frétt Guardian um málið kann að fara svo að bóluefnið verði samþykkt á ólíkum forsendum á hverju svæði fyrir sig. Miklar vonir hafa verið bundnar við bóluefni Oxford AstraZeneca, þar sem það er ódýrt og auðvelt í framleiðslu og flutningum. Bóluefnið er meðal þeirra efna sem eru undir Covax; áætlun Sameinuðu þjóðanna um að dreifa bóluefni gegn Covid-19 til allra þjóða heims. Pascal Soriot, framkvæmdastjóri AstraZeneca, ítrekaði í dag mikilvægi þess að koma nokkrum bóluefnum á markað, þar sem AstraZeneca, Pfizer og Moderna myndu ekki ná að anna eftirspurn. Bretar byggja væntingar sínar á AstraZeneca bóluefninu og hafa tryggt sér 100 milljón skammta og eru fjórar milljónir skammta þegar til í landinu. Gögnin sem birtust í Lancet byggja á tilraunum á 11.636 einstaklingum í Bretlandi og Brasilíu. 2.741 tilheyrði hópnum sem fékk hálfan skammt í fyrri gjöf en helmingur þeirra fékk lyfleysu. Virknin í þeim hópi sem fékk bóluefnið reyndist 90% en enn er ekki vitað hvers vegna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Hefði viljað sjá hærri virkni en 70 prósent Sóttvarnalæknir telur að góð þátttaka í bólusetningu hér á landi verði „lykillinn“ að því að komast út úr kórónuveirufaraldrinum. 23. nóvember 2020 12:33 Bóluefni AstraZeneca og Oxford veitir 70 prósenta vörn Bóluefni gegn kórónuveirunni sem Oxford-háskóli og lyfjafyrirtækið AstraZeneca hafa verið með í þróun kemur í veg fyrir veirusmit í 70 prósent tilfella. 23. nóvember 2020 07:56 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Frá þessu er greint í heilbrigðisvísindatímaritinu Lancet en niðurstöðurnar setja eftirlitsaðila í ákveðna klemmu, þar sem það verður undir þeim komið að mæla fyrir um skammtastærð. Forsvarsmenn Oxford-teymisins og AstraZeneca hafa sótt um markaðsleyfi á þeim forsendum að virknin sé 70% en ákvörðunarvaldið um notkun liggur hjá lyfjaeftirlitsaðilum í Bretlandi, Evrópu og Bandaríkjunum. Samkvæmt frétt Guardian um málið kann að fara svo að bóluefnið verði samþykkt á ólíkum forsendum á hverju svæði fyrir sig. Miklar vonir hafa verið bundnar við bóluefni Oxford AstraZeneca, þar sem það er ódýrt og auðvelt í framleiðslu og flutningum. Bóluefnið er meðal þeirra efna sem eru undir Covax; áætlun Sameinuðu þjóðanna um að dreifa bóluefni gegn Covid-19 til allra þjóða heims. Pascal Soriot, framkvæmdastjóri AstraZeneca, ítrekaði í dag mikilvægi þess að koma nokkrum bóluefnum á markað, þar sem AstraZeneca, Pfizer og Moderna myndu ekki ná að anna eftirspurn. Bretar byggja væntingar sínar á AstraZeneca bóluefninu og hafa tryggt sér 100 milljón skammta og eru fjórar milljónir skammta þegar til í landinu. Gögnin sem birtust í Lancet byggja á tilraunum á 11.636 einstaklingum í Bretlandi og Brasilíu. 2.741 tilheyrði hópnum sem fékk hálfan skammt í fyrri gjöf en helmingur þeirra fékk lyfleysu. Virknin í þeim hópi sem fékk bóluefnið reyndist 90% en enn er ekki vitað hvers vegna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Hefði viljað sjá hærri virkni en 70 prósent Sóttvarnalæknir telur að góð þátttaka í bólusetningu hér á landi verði „lykillinn“ að því að komast út úr kórónuveirufaraldrinum. 23. nóvember 2020 12:33 Bóluefni AstraZeneca og Oxford veitir 70 prósenta vörn Bóluefni gegn kórónuveirunni sem Oxford-háskóli og lyfjafyrirtækið AstraZeneca hafa verið með í þróun kemur í veg fyrir veirusmit í 70 prósent tilfella. 23. nóvember 2020 07:56 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Hefði viljað sjá hærri virkni en 70 prósent Sóttvarnalæknir telur að góð þátttaka í bólusetningu hér á landi verði „lykillinn“ að því að komast út úr kórónuveirufaraldrinum. 23. nóvember 2020 12:33
Bóluefni AstraZeneca og Oxford veitir 70 prósenta vörn Bóluefni gegn kórónuveirunni sem Oxford-háskóli og lyfjafyrirtækið AstraZeneca hafa verið með í þróun kemur í veg fyrir veirusmit í 70 prósent tilfella. 23. nóvember 2020 07:56