Verður áfall fyrir ESB gangi Bretland úr sambandinu án samnings Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. desember 2020 18:57 Guðmundur Hálfdánarson er prófessor í sagnfræði. ARNAR HALLDÓRSSON Það verður áfall fyrir Evrópusambandið gangi Bretland úr sambandinu án samnings. Þetta segir sagnfræðingur sem telur líklegt að samningar náist. Viðræður um viðskiptasamning vegna útgöngu Breta úr ESB héldu áfram í dag og talið er að mögulega sé þetta lokatilraun til að ná samningum fyrir lok árs. „Við fögnum þeirri staðreynd að við höfum náð árangri á mörgum sviðum. Engu að síður er enn verulegur ágreiningur um þrjú mikilvæg mál: jöfn samkeppnisskilyrði, stjórnskipulag og fiskveiðar,“ sagði Ursula Von Der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB. Staða Breta þröng Aðilar segjast sammála um að enginn árangur náist ef ekki takist að finna lausn varðandi fyrrnefnd þrjú atriði. „Staða Breta er tiltölulega þröng því Evrópusambandið er ekkert sérstaklega æst í að semja því samningar við Breta geta orðið fyrirmynd fyrir aðra,“ sagði Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði. Það veiki samningsstöðu Breta þó vilji sé beggja megin til að ná samningum. Gangi Bretar samningslausir úr sambandinu munu um samskipti Evrópusambandsins og Bretlands gilda reglur Alþjóðaviðskiptastofnunar um alþjóðaviðskipti að sögn Guðmunds. „Þá koma tollar á vörur, það þýðir að verð á vöru muni hækka. Breskar vörur í Evrópu og Evrópskar vörur í Bretlandi verða minna samkeppnishæfar heldur en núna,“ sagði Guðmundur. Áfall fyrir Evrópusambandið Samningsleysi Breta verði áfall fyrir Evrópusambandið. „Af því að viðskiptin við Bretland eru mjög mikilvæg, t.d. fyrir Þjóðverja. Bílainnflutningur er mikill frá Þýskalandi til Bretlands. Alls konar matvara frá Frakklandi fer til Bretlands. Þetta mun draga úr viðskiptum. Það er það sem tollar gera, þeir hækka verð á vörum,“ sagði Guðmundur. Guðmundur segir Brexit stærsta áfallið í viðskiptasögu Evrópu í langan tíma. Sagan segi okkur að líklegt sé að samningar náist. „Sagan segir að þeim tekst þetta yfirleitt þó það líti illa út en þetta hefur gengið mjög brösulega þannig það er aldrei að vita. Það verður til að byrja með algjör „kaos“og það veit enginn hvað gerist í Bretlandi. Aldrei hefur verið á þetta reynt.“ „Þetta getur orðið býsna skrautlegt ef trukkarnir hrúast upp á landamærunum og enginn veit hvernig hvernig gengur að afgreiða þá, þannig við sjáum til,“ sagði Guðmundur. Brexit Bretland Evrópusambandið Tengdar fréttir Enn djúpur ágreiningur á þremur sviðum Viðræðum Breta og Evrópusambandsins varðandi Brexit verður framhaldið á morgun. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Ursula Von Der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, funduðu símleiðis í dag. 5. desember 2020 19:03 Samið um fisk fram á rauðanótt - enn og aftur Allur sjávarútvegur Bretlands veltir minna fé en Harrods verslunin í Lundúnum. Samt snúast úrslitaviðræður leiðtoga Bretlands og Evrópusambandsins þessa helgi meðal annars um fiskikvóta í hafinu umhverfis Bretland. Samninga þarf að klára um eða eftir þessa helgi ef ekki á illa að fara fyrir hagkerfi 500 milljóna manna í Bretlandi og Evrópusambandsríkjunum með útgöngu án samnings um áramótin. 5. desember 2020 15:36 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Viðræður um viðskiptasamning vegna útgöngu Breta úr ESB héldu áfram í dag og talið er að mögulega sé þetta lokatilraun til að ná samningum fyrir lok árs. „Við fögnum þeirri staðreynd að við höfum náð árangri á mörgum sviðum. Engu að síður er enn verulegur ágreiningur um þrjú mikilvæg mál: jöfn samkeppnisskilyrði, stjórnskipulag og fiskveiðar,“ sagði Ursula Von Der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB. Staða Breta þröng Aðilar segjast sammála um að enginn árangur náist ef ekki takist að finna lausn varðandi fyrrnefnd þrjú atriði. „Staða Breta er tiltölulega þröng því Evrópusambandið er ekkert sérstaklega æst í að semja því samningar við Breta geta orðið fyrirmynd fyrir aðra,“ sagði Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði. Það veiki samningsstöðu Breta þó vilji sé beggja megin til að ná samningum. Gangi Bretar samningslausir úr sambandinu munu um samskipti Evrópusambandsins og Bretlands gilda reglur Alþjóðaviðskiptastofnunar um alþjóðaviðskipti að sögn Guðmunds. „Þá koma tollar á vörur, það þýðir að verð á vöru muni hækka. Breskar vörur í Evrópu og Evrópskar vörur í Bretlandi verða minna samkeppnishæfar heldur en núna,“ sagði Guðmundur. Áfall fyrir Evrópusambandið Samningsleysi Breta verði áfall fyrir Evrópusambandið. „Af því að viðskiptin við Bretland eru mjög mikilvæg, t.d. fyrir Þjóðverja. Bílainnflutningur er mikill frá Þýskalandi til Bretlands. Alls konar matvara frá Frakklandi fer til Bretlands. Þetta mun draga úr viðskiptum. Það er það sem tollar gera, þeir hækka verð á vörum,“ sagði Guðmundur. Guðmundur segir Brexit stærsta áfallið í viðskiptasögu Evrópu í langan tíma. Sagan segi okkur að líklegt sé að samningar náist. „Sagan segir að þeim tekst þetta yfirleitt þó það líti illa út en þetta hefur gengið mjög brösulega þannig það er aldrei að vita. Það verður til að byrja með algjör „kaos“og það veit enginn hvað gerist í Bretlandi. Aldrei hefur verið á þetta reynt.“ „Þetta getur orðið býsna skrautlegt ef trukkarnir hrúast upp á landamærunum og enginn veit hvernig hvernig gengur að afgreiða þá, þannig við sjáum til,“ sagði Guðmundur.
Brexit Bretland Evrópusambandið Tengdar fréttir Enn djúpur ágreiningur á þremur sviðum Viðræðum Breta og Evrópusambandsins varðandi Brexit verður framhaldið á morgun. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Ursula Von Der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, funduðu símleiðis í dag. 5. desember 2020 19:03 Samið um fisk fram á rauðanótt - enn og aftur Allur sjávarútvegur Bretlands veltir minna fé en Harrods verslunin í Lundúnum. Samt snúast úrslitaviðræður leiðtoga Bretlands og Evrópusambandsins þessa helgi meðal annars um fiskikvóta í hafinu umhverfis Bretland. Samninga þarf að klára um eða eftir þessa helgi ef ekki á illa að fara fyrir hagkerfi 500 milljóna manna í Bretlandi og Evrópusambandsríkjunum með útgöngu án samnings um áramótin. 5. desember 2020 15:36 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Enn djúpur ágreiningur á þremur sviðum Viðræðum Breta og Evrópusambandsins varðandi Brexit verður framhaldið á morgun. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Ursula Von Der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, funduðu símleiðis í dag. 5. desember 2020 19:03
Samið um fisk fram á rauðanótt - enn og aftur Allur sjávarútvegur Bretlands veltir minna fé en Harrods verslunin í Lundúnum. Samt snúast úrslitaviðræður leiðtoga Bretlands og Evrópusambandsins þessa helgi meðal annars um fiskikvóta í hafinu umhverfis Bretland. Samninga þarf að klára um eða eftir þessa helgi ef ekki á illa að fara fyrir hagkerfi 500 milljóna manna í Bretlandi og Evrópusambandsríkjunum með útgöngu án samnings um áramótin. 5. desember 2020 15:36