Crystal Palace gerði sér lítið fyrir og gekk algjörlega frá WBA í fyrsta leik dagsins. Lokatölur urðu 1-5 sigur Palace á The Hawthorns.
Darnell Furlong kom Palace yfir með sjálfsmarki á 6. mínútu en Conor Gallagher jafnaði metin á 30. mínútu. Fjórum mínútum síðar lét Matheus Pereira, leikmaður WBA, senda sig í bað.
Staðan var 1-1 í hálfleik en á 55. mínútu skoraði Wilfried Zaha og kom Palace aftur yfir. Loksins, loksins skoraði Christian Benteke en hann kom Palace í 3-1 á 59. mínútu.
Wilfried Zaha skoraði fjórða markið á 68. mínútu en á 82. mínútu skoraði Christian Benteke sitt annað mark og fimmta mark Palace. Lokatölur 5-1.
Palace er í 11. sætinu með sextán stig en WBA er í næst neðsta sætinu með sex stig.
Crystal Palace have scored five goals in an away game for the first time in the Premier League.
— Squawka Football (@Squawka) December 6, 2020
A five-star show on the road. pic.twitter.com/Vfp89XQ7zp