Samtals voru nýskráð 949 ökutæki í nóvember, þar af 629 fólksbifreiðar, 91 sendibifreið og 62 léttbifhjól. Frekari sundurliðun má sjá á meðfylgjandi mynd.

Nýskráningum fækkar á milli mánaða en í október voru nýskráð 1150 ökutæki í heildina. Nýskráningar í nóvember í fyrra voru 1047 eða um 10% fleiri.
Orkugjafar
Flest nýskráð ökutæki í nóvember ganga eingöngu fyrir rafmagni, eða 222. Slíkt kann að skýrast að einhverju leyti vegna fjölda Ezbike skráninga í nóvember.

Næst flestar nýskráningar eru hrein dísel ökutæki eða 166. Þar vega þyngst skráningar á Kia bílum en 20 dísel Sorento bifreiðar voru nýskráðar í nóvember.