Flest nýskráð ökutæki af gerðinni Toyota Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 2. desember 2020 07:01 Toyota AYGO. Flestar nýskráningar ökutækja í nóvember voru á ökutækjum framleiddum af Toyota, eða 71 ökutæki. Næst flestar Mitsubishi eða 69 og KIA var í þriðja sæti með 57. Athygli vekur að Ezbike var í fjórða sæti með 53. Ezbike framleiðir rafhjól. Samtals voru nýskráð 949 ökutæki í nóvember, þar af 629 fólksbifreiðar, 91 sendibifreið og 62 léttbifhjól. Frekari sundurliðun má sjá á meðfylgjandi mynd. Ökutækisflokkar og fljöldi nýskráninga eftir flokkum. Nýskráningum fækkar á milli mánaða en í október voru nýskráð 1150 ökutæki í heildina. Nýskráningar í nóvember í fyrra voru 1047 eða um 10% fleiri. Orkugjafar Flest nýskráð ökutæki í nóvember ganga eingöngu fyrir rafmagni, eða 222. Slíkt kann að skýrast að einhverju leyti vegna fjölda Ezbike skráninga í nóvember. Tesla Model 3 á hleðslubás við Staðarskála. Næst flestar nýskráningar eru hrein dísel ökutæki eða 166. Þar vega þyngst skráningar á Kia bílum en 20 dísel Sorento bifreiðar voru nýskráðar í nóvember. Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent
Samtals voru nýskráð 949 ökutæki í nóvember, þar af 629 fólksbifreiðar, 91 sendibifreið og 62 léttbifhjól. Frekari sundurliðun má sjá á meðfylgjandi mynd. Ökutækisflokkar og fljöldi nýskráninga eftir flokkum. Nýskráningum fækkar á milli mánaða en í október voru nýskráð 1150 ökutæki í heildina. Nýskráningar í nóvember í fyrra voru 1047 eða um 10% fleiri. Orkugjafar Flest nýskráð ökutæki í nóvember ganga eingöngu fyrir rafmagni, eða 222. Slíkt kann að skýrast að einhverju leyti vegna fjölda Ezbike skráninga í nóvember. Tesla Model 3 á hleðslubás við Staðarskála. Næst flestar nýskráningar eru hrein dísel ökutæki eða 166. Þar vega þyngst skráningar á Kia bílum en 20 dísel Sorento bifreiðar voru nýskráðar í nóvember.
Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent