Þingmaður gripinn í orgíu sem haldin var á svig við sóttvarnalög Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. desember 2020 18:18 József Szájer hefur setið á Evrópuþinginu síðan árið 2004. Vísir/EPA József Szájer, Evrópuþingmaður fyrir ungverska stjórnarflokkinn Fidesz, hefur sagt af sér þingmennsku eftir að hann sótti samkomu í belgísku höfuðborginni Brussel á föstudag. Fjölmiðlar hafa lýst samkomunni sem hálfgerðri „orgíu“ eða kynsvalli, sem haldið hafi verið á svig við sóttvarnareglur sem nú eru í gildi í Belgíu. Lögregla í Brussel stöðvaði gleðskapinn á föstudagskvöld vegna gruns um að þar væru sóttvarnalög brotin. Fjögurra manna samkomubann vegna kórónuveirufaraldursins er nú í gildi í Belgíu. Belgískir fjölmiðlar greina frá því að um 25 karlmenn hafi verið viðstaddir samkomuna, sumir naktir. Á meðal viðstaddra hafi jafnframt verið þingmaður og nokkrir diplómatar. Miðilinn Politico hefur upp úr tilkynningu frá saksóknara í Brussel að Szájer hafi reynt að flýja vettvang í gegnum glugga. Eiturlyf hafi fundist í bakpoka sem hann hafði meðferðis en honum hafi svo verið fylgt að heimili sínu. Szájer, sem tilkynnti um afsögn sína í gær en viðurkenndi síðar að hún tengdist umræddu samkvæmi, segir að lögregla hafi veitt honum „munnlega áminningu“. Hann kveðst ekki hafa neytt eiturlyfja og segist sjá mjög eftir því að hafa brotið sóttvarnareglur. Þá lýsir hann málinu sem „persónulegu feilspori“ og biðlar til fólks að setja það ekki í samhengi við stjórnmálaflokkinn sem hann tilheyrir eða heimalandið Ungverjaland. Athygli vekur að Szájer, sem virðist þarna hafa verið gestur í einhvers konar kynsvalli með öðrum karlmönnum, er háttsettur innan hins ungverska Fidesz, flokks forsætisráðherrans Viktors Orbán. Flokkurinn hefur rekið talsvert harða stefnu gegn hinseginfólki í landinu. Ungverjaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Belgía Tengdar fréttir Ungverjar og Pólverjar gætu stöðvað fjárlög ESB Ráðamenn í Ungverjalandi og Póllandi hóta því að beita neitunarvaldi til að stöðva fjárlagaáætlun Evrópusambandsins og aðgerðaáætlun gegn kórónuveirufaraldrinum ef virðing fyrir réttarríkinu verður gert að skilyrði fyrir fjárveitingum. 16. nóvember 2020 13:39 Orban kveðst hætta að stýra með tilskipunum síðar í mánuðinum Forsætisráðherra Ungverjalands segist búast við að afsala sér þeim neyðarvöldum sem honum voru falin vegna kórónuveirunnar síðar í þessum mánuði. 16. maí 2020 23:30 Telja Ungverjaland ekki lengur lýðræðisríki Ungverjaland, Svartfjallaland og Serbía eru ekki lengur lýðræðisríki. Þetta er mat bandarísku hugveitunnar Freedom House sem birti árlega skýrslu sína um stöðu lýðræðis í dag. 6. maí 2020 20:00 Mest lesið „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Fjölmiðlar hafa lýst samkomunni sem hálfgerðri „orgíu“ eða kynsvalli, sem haldið hafi verið á svig við sóttvarnareglur sem nú eru í gildi í Belgíu. Lögregla í Brussel stöðvaði gleðskapinn á föstudagskvöld vegna gruns um að þar væru sóttvarnalög brotin. Fjögurra manna samkomubann vegna kórónuveirufaraldursins er nú í gildi í Belgíu. Belgískir fjölmiðlar greina frá því að um 25 karlmenn hafi verið viðstaddir samkomuna, sumir naktir. Á meðal viðstaddra hafi jafnframt verið þingmaður og nokkrir diplómatar. Miðilinn Politico hefur upp úr tilkynningu frá saksóknara í Brussel að Szájer hafi reynt að flýja vettvang í gegnum glugga. Eiturlyf hafi fundist í bakpoka sem hann hafði meðferðis en honum hafi svo verið fylgt að heimili sínu. Szájer, sem tilkynnti um afsögn sína í gær en viðurkenndi síðar að hún tengdist umræddu samkvæmi, segir að lögregla hafi veitt honum „munnlega áminningu“. Hann kveðst ekki hafa neytt eiturlyfja og segist sjá mjög eftir því að hafa brotið sóttvarnareglur. Þá lýsir hann málinu sem „persónulegu feilspori“ og biðlar til fólks að setja það ekki í samhengi við stjórnmálaflokkinn sem hann tilheyrir eða heimalandið Ungverjaland. Athygli vekur að Szájer, sem virðist þarna hafa verið gestur í einhvers konar kynsvalli með öðrum karlmönnum, er háttsettur innan hins ungverska Fidesz, flokks forsætisráðherrans Viktors Orbán. Flokkurinn hefur rekið talsvert harða stefnu gegn hinseginfólki í landinu.
Ungverjaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Belgía Tengdar fréttir Ungverjar og Pólverjar gætu stöðvað fjárlög ESB Ráðamenn í Ungverjalandi og Póllandi hóta því að beita neitunarvaldi til að stöðva fjárlagaáætlun Evrópusambandsins og aðgerðaáætlun gegn kórónuveirufaraldrinum ef virðing fyrir réttarríkinu verður gert að skilyrði fyrir fjárveitingum. 16. nóvember 2020 13:39 Orban kveðst hætta að stýra með tilskipunum síðar í mánuðinum Forsætisráðherra Ungverjalands segist búast við að afsala sér þeim neyðarvöldum sem honum voru falin vegna kórónuveirunnar síðar í þessum mánuði. 16. maí 2020 23:30 Telja Ungverjaland ekki lengur lýðræðisríki Ungverjaland, Svartfjallaland og Serbía eru ekki lengur lýðræðisríki. Þetta er mat bandarísku hugveitunnar Freedom House sem birti árlega skýrslu sína um stöðu lýðræðis í dag. 6. maí 2020 20:00 Mest lesið „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Ungverjar og Pólverjar gætu stöðvað fjárlög ESB Ráðamenn í Ungverjalandi og Póllandi hóta því að beita neitunarvaldi til að stöðva fjárlagaáætlun Evrópusambandsins og aðgerðaáætlun gegn kórónuveirufaraldrinum ef virðing fyrir réttarríkinu verður gert að skilyrði fyrir fjárveitingum. 16. nóvember 2020 13:39
Orban kveðst hætta að stýra með tilskipunum síðar í mánuðinum Forsætisráðherra Ungverjalands segist búast við að afsala sér þeim neyðarvöldum sem honum voru falin vegna kórónuveirunnar síðar í þessum mánuði. 16. maí 2020 23:30
Telja Ungverjaland ekki lengur lýðræðisríki Ungverjaland, Svartfjallaland og Serbía eru ekki lengur lýðræðisríki. Þetta er mat bandarísku hugveitunnar Freedom House sem birti árlega skýrslu sína um stöðu lýðræðis í dag. 6. maí 2020 20:00