Framlag Íslands skiptir sköpum í fiskisamfélögum Heimsljós 1. desember 2020 14:34 Hluti hópsins sem kynnti sér verkefnin í Buikwe héraði. Raphaels Magyezi, ráðherra sveitarstjórnarmála í Kampala heimsótti verkefnasvæði Íslands í Buikwe í samfélögum við Viktoríuvatn. „Ráðherrann var uppnuminn af öllu því sem hann sá, hann ræddi við skólastjóra og kennara, en einnig við þorpsbúa. Allir voru á eitt sáttir um að framlag Íslands skipti sköpum fyrir þau fiskisamfélög þar sem Ísland starfar,“ segir Finnbogi Rútur Arnarson starfandi forstöðumaður sendiráðs Íslands í Kampala eftir heimsókn Raphaels Magyezi, ráðherra sveitarstjórnarmála, til Buikwe, samstarfshéraðs Íslands, í lok síðustu viku. Um var að ræða tveggja daga skipulagaða ferð um verkefnasvæði Íslands í Buikwe í samfélögum við Viktoríuvatn. Í för með ráðherranum voru auk fulltrúa ráðuneytisins, sýslumaður héraðsins, héraðsstjóri og tvær blaðakonur frá stærstu dagblöðunum. Þrír fulltrúar íslenska sendiráðsins í Kampala sögðu frá samstarfsverkefnunum með héraðsstjórninni. Nýjar skólabyggingar við Tongolo grunnskólann í Buikwe. „Fulltrúar héraðsins töluðu um það grettistak sem unnið hefur verið í menntamálum, en einnig var hrósað aðkomu okkar að vatns,- salernis- og hreinlætismálum og hampað þeirri staðreynd að í þeim þorpum þar sem Ísland hefði lagt vatnsveitu, hafi landlægir sjúkdómar á borð við kóleru, tauguveiki og ormasýkingar, algerlega horfið,“ segir Finnbogi Rútur sem sjálfur kvaðst hafa minnt á helstu áherslur Íslands í þróunarmálum, mannréttindi, jafnrétti, valdeflingu kvenna, báráttuna gegn fátækt og fyrir mannsæmandi lífi, með menntun í öndvegi. „Ég minnti einnig á þá staðreynd að þegar þróunarvinna hófst í Kalangala héraði út í eyjasamfélögunum á Viktoríuvatni hafi héraðið skrapað botninn í öllum könnunum um menntamál, en þegar samstarfinu lauk, fyrir um mánuði, var héraðið í einu af tuttugu toppsætunum á landsvísu.“ Einnig nefndi Finnbogi Rútur samstarf við nýtt hérað, Namayingo, verkefni tengd fiskimarkaði og vatnsveitu í Pakwach og samstarfi sendiráðsins við UNICEF í flóttamannasamfélögum við landamærin að Suður-Súdan. „Ráðherrann lýsti yfir áhuga á að heimsækja líka Kalangala, þótt starfi okkar sé þar formlega lokið, og jafnvel Namayingo, þegar það verkefni kemst á skrið.“ Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent
„Ráðherrann var uppnuminn af öllu því sem hann sá, hann ræddi við skólastjóra og kennara, en einnig við þorpsbúa. Allir voru á eitt sáttir um að framlag Íslands skipti sköpum fyrir þau fiskisamfélög þar sem Ísland starfar,“ segir Finnbogi Rútur Arnarson starfandi forstöðumaður sendiráðs Íslands í Kampala eftir heimsókn Raphaels Magyezi, ráðherra sveitarstjórnarmála, til Buikwe, samstarfshéraðs Íslands, í lok síðustu viku. Um var að ræða tveggja daga skipulagaða ferð um verkefnasvæði Íslands í Buikwe í samfélögum við Viktoríuvatn. Í för með ráðherranum voru auk fulltrúa ráðuneytisins, sýslumaður héraðsins, héraðsstjóri og tvær blaðakonur frá stærstu dagblöðunum. Þrír fulltrúar íslenska sendiráðsins í Kampala sögðu frá samstarfsverkefnunum með héraðsstjórninni. Nýjar skólabyggingar við Tongolo grunnskólann í Buikwe. „Fulltrúar héraðsins töluðu um það grettistak sem unnið hefur verið í menntamálum, en einnig var hrósað aðkomu okkar að vatns,- salernis- og hreinlætismálum og hampað þeirri staðreynd að í þeim þorpum þar sem Ísland hefði lagt vatnsveitu, hafi landlægir sjúkdómar á borð við kóleru, tauguveiki og ormasýkingar, algerlega horfið,“ segir Finnbogi Rútur sem sjálfur kvaðst hafa minnt á helstu áherslur Íslands í þróunarmálum, mannréttindi, jafnrétti, valdeflingu kvenna, báráttuna gegn fátækt og fyrir mannsæmandi lífi, með menntun í öndvegi. „Ég minnti einnig á þá staðreynd að þegar þróunarvinna hófst í Kalangala héraði út í eyjasamfélögunum á Viktoríuvatni hafi héraðið skrapað botninn í öllum könnunum um menntamál, en þegar samstarfinu lauk, fyrir um mánuði, var héraðið í einu af tuttugu toppsætunum á landsvísu.“ Einnig nefndi Finnbogi Rútur samstarf við nýtt hérað, Namayingo, verkefni tengd fiskimarkaði og vatnsveitu í Pakwach og samstarfi sendiráðsins við UNICEF í flóttamannasamfélögum við landamærin að Suður-Súdan. „Ráðherrann lýsti yfir áhuga á að heimsækja líka Kalangala, þótt starfi okkar sé þar formlega lokið, og jafnvel Namayingo, þegar það verkefni kemst á skrið.“ Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent