Ber sig vel eftir hálfa mínútu í skíðlogandi bíl Sindri Sverrisson skrifar 30. nóvember 2020 08:01 Það logaði bál í bíl Romains Grosjean eftir slysið um helgina en betur fór en á horfðist. Getty/Bryn Lennon Romain Grosjean sat í hálfa mínútu í brennandi Formúlu 1 bíl sínum en ber sig vel eftir slysið ógvænlega í Barein um helgina. Bíll Grosjeans, en hann ekur fyrir liðið Haas, fór í tvennt í skelfilegu slysi í fyrsta hring keppninnar í Barein um helgina. Ótrúlegt en satt þá slapp Grosjean úr brennandi bíl sínum án mjög alvarlegra áverka. Hann er þó með brunasár á höndunum, eins og sjá má í kveðju sem hann sendi frá sér á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Romain Grosjean (@grosjeanromain) „Hæ þið öll. Ég vildi bara segja að það er í lagi með mig, eða alla vega að mestu,“ sagði franski ökuþórinn. Hann kvaðst þakklátur fyrir Halo höfuðhlífðarbúnaðinn sem byrjað var að nota árið 2018. „Takk kærlega fyrir öll skilaboðin. Ég var ekki hrifinn af Halo fyrir nokkrum árum en núna finnst mér það vera það besta sem komið hefur í Formúlu 1, og án þess gæti ég ekki verið að tala við ykkur núna,“ sagði Grosjean um leið og hann þakkaði einnig læknum og sjúkrateymi bæði á spítalanum og á keppnisbrautinni. Klippa: Grosjean slapp úr logandi bíl Alþjóða akstursíþróttasambandið hefur hafið rannsókn á því hvað gerðist í slysinu um helgina. Formúla Barein Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Bíll Grosjeans, en hann ekur fyrir liðið Haas, fór í tvennt í skelfilegu slysi í fyrsta hring keppninnar í Barein um helgina. Ótrúlegt en satt þá slapp Grosjean úr brennandi bíl sínum án mjög alvarlegra áverka. Hann er þó með brunasár á höndunum, eins og sjá má í kveðju sem hann sendi frá sér á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Romain Grosjean (@grosjeanromain) „Hæ þið öll. Ég vildi bara segja að það er í lagi með mig, eða alla vega að mestu,“ sagði franski ökuþórinn. Hann kvaðst þakklátur fyrir Halo höfuðhlífðarbúnaðinn sem byrjað var að nota árið 2018. „Takk kærlega fyrir öll skilaboðin. Ég var ekki hrifinn af Halo fyrir nokkrum árum en núna finnst mér það vera það besta sem komið hefur í Formúlu 1, og án þess gæti ég ekki verið að tala við ykkur núna,“ sagði Grosjean um leið og hann þakkaði einnig læknum og sjúkrateymi bæði á spítalanum og á keppnisbrautinni. Klippa: Grosjean slapp úr logandi bíl Alþjóða akstursíþróttasambandið hefur hafið rannsókn á því hvað gerðist í slysinu um helgina.
Formúla Barein Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira