Þá muni hún segja fundarmönnum að Skotland sé nú þjóð sem sé við það að setja mark sitt á söguna.
Stjórnarandstöðuflokkar segja að atkvæðagreiðsla um sjálfstæði Skotlands myndi valda sundrung og að stjórnvöld ættu frekar að einbeita sér að viðspyrnuaðgerðum í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Þá telja einhverjir samflokksmenn Sturgeoun í Skoska þjóðarflokknum að þörf sé fyrir „plan B“ ef breska ríkisstjórnin leggst gegn því að fram fari önnur þjóðaratkvæðagreiðsla.
ársfundurinn fer fram rafrænt í ár en flokkurinn vann yfirburðasigur í kosningunum sem fram fóru í desember í fyrra þegar hann tryggði sér 48 af þeim 59 þingsætum sem í boði voru.