Evrópusambandið að banna blýhögl við skotveiðar Karl Lúðvíksson skrifar 27. nóvember 2020 11:26 Evrópusambandið er í því ferli að banna alfarið notkun blýskota við veiðar á fuglum. Evrópusambandið hyggst banna notkun allra skotfæra með blýi á þessu ári og frá með 1. janúar verði aðeins leyfilegt að nota haglaskot með stálhöglum. Evrópusambandið hyggst banna notkun allra skotfæra með blýi á og við votlendissvæði þessu ári og frá með 1. janúar verði aðeins leyfilegt að nota haglaskot með stálhöglum. Ástæðan fyrir banninu er að áætlað er að um ein milljón votlendisfugla drepist á hverju ári vegna blýeitrunar þar sem blýið mengar jarðveg og vatnsból auðveldlega þegar það leysist upp í náttúrunni. Í nýlegri rannsókn kom í ljós að um 40% þeirra votlendisfugla, sérstaklega svanir, voru með mjög hátt hlutfall blýs í blóðinu. Fleiri lönd hafa þegar tekið upp bann við notkun á blýhöglum, þar á meðal Danmörk en þar tók bannið gildi árið 1996. Flest lönd innan EU hafa þó ekki lagt til eða tekið upp alsherjarbann við notkun á blýhöglum en þessi nýja reglugerð gerir það að verkum að öll notkun verður bönnuð sem og sala á skotfærum til fuglaveiða sem innihalda blý. Aðlögunartíminn er 24 mánuðir frá og með 1. janúar 2021. Skotveiði Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 80 sentimetra langur sjóbirtingur í Varmá Veiði Fékk 15 punda urriða í Varmá Veiði Varmá: 8 glæsifiskar á 5 klukkutímum Veiði Norðurá aflahæst það sem af er sumri Veiði Frestur til að sækja um hreindýr að renna út Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði 10 laxar í Grímsá fyrsta daginn Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði
Evrópusambandið hyggst banna notkun allra skotfæra með blýi á og við votlendissvæði þessu ári og frá með 1. janúar verði aðeins leyfilegt að nota haglaskot með stálhöglum. Ástæðan fyrir banninu er að áætlað er að um ein milljón votlendisfugla drepist á hverju ári vegna blýeitrunar þar sem blýið mengar jarðveg og vatnsból auðveldlega þegar það leysist upp í náttúrunni. Í nýlegri rannsókn kom í ljós að um 40% þeirra votlendisfugla, sérstaklega svanir, voru með mjög hátt hlutfall blýs í blóðinu. Fleiri lönd hafa þegar tekið upp bann við notkun á blýhöglum, þar á meðal Danmörk en þar tók bannið gildi árið 1996. Flest lönd innan EU hafa þó ekki lagt til eða tekið upp alsherjarbann við notkun á blýhöglum en þessi nýja reglugerð gerir það að verkum að öll notkun verður bönnuð sem og sala á skotfærum til fuglaveiða sem innihalda blý. Aðlögunartíminn er 24 mánuðir frá og með 1. janúar 2021.
Skotveiði Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 80 sentimetra langur sjóbirtingur í Varmá Veiði Fékk 15 punda urriða í Varmá Veiði Varmá: 8 glæsifiskar á 5 klukkutímum Veiði Norðurá aflahæst það sem af er sumri Veiði Frestur til að sækja um hreindýr að renna út Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði 10 laxar í Grímsá fyrsta daginn Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði