Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í dag að þegar létt yrði á sóttvörnum þar í landi þann 2. desember yrðu áhorfendur aftur leyfilegir á íþróttaviðburðum, það er á þeim svæðum sem það er talið öruggt.
Það verður þó langt frá því uppselt á leiki í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en aðeins mega fjögur þúsund áhorfendur koma saman á einum og sama leiknum. Mun það eiga við íþróttaviðburði sem eru utandyra og á þem landshlutum sem falla ekki undir áhættusvæði.
Hefur borgum og landshlutum í Bretlandi verið skipt upp í þrjú stig. Þeir íþróttaviðburðir sem fara fram á stigi 1 mega hafa allt að fjögur þúsund áhorfendur. Á stigi 2 eru tvö þúsund áhorfendur en á stigi 3 eru engir áhorfendur leyfðir.
Borgirnar Liverpool og Manchester eru á stigi 3 og því þurfa félög á borð við Everton og Manchester United að bíða með að opna hliðin.
Government announcing on Thursday which tiers areas of England will be in after lockdown next week.
— Rob Harris (@RobHarris) November 23, 2020
Latest infection rates on the image give an indication.
How that affects sport:
Tier 1, up to 4,000 fans allowed in stadiums
Tier 2, up to 2,000 fans allowed
Tier 3, no fans pic.twitter.com/r8qGHcoerW
Rob Harris, íþróttablaðamaður hjá Associated Press, greindi fyrst frá í dag.