Lewis Hamilton verður Sir Lewis Hamilton Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. nóvember 2020 16:31 Lewis Hamilton fagnar sínum sjöunda heimsmeistaratitli í Formúlu 1 sem hann vann í Tyrklandi um þarsíðustu helgi. getty/Clive Mason Lewis Hamilton, heimsmeistari í Formúlu 1, verður sæmdur riddaratign og fær því að bera sæmdarheitið Sir Lewis Hamilton. Talið er að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hafi beitt sér fyrir því að Hamilton yrði sæmdur riddaratign. Hamilton tryggði sér heimsmeistaratitilinn í Formúlu 1 með sigri í tyrkneska kappakstrinum um þarsíðustu helgi. Hann hefur orðið heimsmeistari fjórum sinnum í röð og sjö sinnum alls, jafn oft og Michael Schumacher. Enginn ökuþór í sögu Formúlu 1 hefur unnið fleiri keppnir en Hamilton (94) og enginn hefur oftar verið á ráspól (97). Nefndin sem tilnefnir riddara hefur verið treg til að veita íþróttafólki sem er að enn að keppa riddaratign en mun gera undantekningu í tilviki Hamiltons. Hann verður fjórði Formúlu 1 ökuþórinn sem verður sæmdur riddaratign á eftir Sir Jack Brabham, Sir Stirling Moss og Sir Jackie Stewart. Meðal annarra þekktra breskra íþróttamanna sem hafa verið sæmdir riddaratign má nefna Sir Andy Murray, Sir Mo Farah, Dame Jessica Ennis-Hill, Sir Alex Ferguson, Sir Nick Faldo og Sir Bobby Charlton. Hamilton, sem er 35 ára, ku vera nálægt því að gera nýjan samning við Mercedes sem færir honum 40 milljónir punda í árslaun. Hamilton hefur keppt fyrir Mercedes síðan 2013. Formúla Bretland Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Lewis Hamilton, heimsmeistari í Formúlu 1, verður sæmdur riddaratign og fær því að bera sæmdarheitið Sir Lewis Hamilton. Talið er að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hafi beitt sér fyrir því að Hamilton yrði sæmdur riddaratign. Hamilton tryggði sér heimsmeistaratitilinn í Formúlu 1 með sigri í tyrkneska kappakstrinum um þarsíðustu helgi. Hann hefur orðið heimsmeistari fjórum sinnum í röð og sjö sinnum alls, jafn oft og Michael Schumacher. Enginn ökuþór í sögu Formúlu 1 hefur unnið fleiri keppnir en Hamilton (94) og enginn hefur oftar verið á ráspól (97). Nefndin sem tilnefnir riddara hefur verið treg til að veita íþróttafólki sem er að enn að keppa riddaratign en mun gera undantekningu í tilviki Hamiltons. Hann verður fjórði Formúlu 1 ökuþórinn sem verður sæmdur riddaratign á eftir Sir Jack Brabham, Sir Stirling Moss og Sir Jackie Stewart. Meðal annarra þekktra breskra íþróttamanna sem hafa verið sæmdir riddaratign má nefna Sir Andy Murray, Sir Mo Farah, Dame Jessica Ennis-Hill, Sir Alex Ferguson, Sir Nick Faldo og Sir Bobby Charlton. Hamilton, sem er 35 ára, ku vera nálægt því að gera nýjan samning við Mercedes sem færir honum 40 milljónir punda í árslaun. Hamilton hefur keppt fyrir Mercedes síðan 2013.
Formúla Bretland Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira