Áhyggjufullur vegna stöðu Covid-19 í Rússlandi Samúel Karl Ólason skrifar 18. nóvember 2020 17:58 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. EPA/Alexei Nikolsky/Sputnik Vladímír Pútín, forseti Rússlands, lýsti í dag yfir áhyggjum sínum vegna hækkandi dánartíðni þeirra sem smitast hafa af Covid-19 í Rússlandi. Smituðum hefur farið hratt fjölgandi í Rússlandi á undanförnum mánuðum, eins og víða annars staðar. Þar hefur þó ekki verið gripið til strangra sóttvarna, eins og víða í Evrópu. Pútín sótti ríkisstjórnarfjarfund í dag og í kjölfarið fundaði hann með héraðsstjórum Rússlands. Varaði hann þá við því að reyna að fegra stöðuna í opinberum skýrslum og ítrekaði að þeir hefðu umfangsmiklar valdheimildir til að sporna gegn dreifingu nýju kóprónuveirunnar, sem veldur Covid-19. Áðurnefndur ríkisstjórnarfundur var sýndur í sjónvarpinu og samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar sagði Pútín að ljóst væri að smituðum færi fjölgandi og að dánartíðnin væri sömuleiðis að hækka. 456 manns höfðu dáið á milli daga. Alls hafa rétt tæplega tvær milljónir manna smitast af Covid-19 í Rússlandi, svo vitað sé, og 34.387 hafa dáið. Það er mun minni fjöldi en í ríkjum þar sem sambærilegur fjöldi fólks hefur smitast og voru yfirvöld Rússlands sökuð fyrr á árinu um að draga úr fjölda látinna. Mun fleiri dáið á þessu ári Opinberar tölur sem birtar voru fyrr í þessum mánuði gefa í skyn að tæplega 120 þúsund fleiri hafi dáið á milli mars og september á þessu ári, borið saman við sama tímabil í fyrra. Þykir það til marks um að mun fleiri hafi mögulega dáið en opinberar tölur segja til um. Pútín hafði einnig orð á því að í Moskvu, þar sem flest smit hafa greinst, séu heilbrigðisstarfsmenn betur í stakk búnir til að takast á við faraldurinn. Fregnir hafi borist af skorti á lyfjum og löngum biðtíma eftir sjúkrabílum í öðrum héruðum Rússlands. Þá sagði Pútín að héraðsstjórar ættu ekki að reyna að fegra stöðuna í opinberum skýrslum. Rússar hefðu gengið í gegnum álíka ástand í vor og vissu hvað þyrfti að gera. Þar að auki væru bóluefni á leiðinni. Rússar skráðu fyrsta bóluefnið gegn Covid-19 í sumar. Það heitir Sputnik V en þegar það var skráð hafði það ekki verið rannsakað ítarlega. Sagt veita 92 prósent vörn Sputnik V er sagt veita 92 prósent vörn gegn Covid-19 en það eru bráðabirgðaniðurstöður úr umfangmsmiklum rannsóknum. Samkvæmt nýlegri frétt Al Jazeera hefur bóluefnið verið prófað á 16 þúsund manns. Auk þeirra hafa um tíu þúsund manns í áhættuhópum verið bólusettir. Sputnik, fréttamiðillinn rússneski sem er í eigu ríkisins, segir að um 40 þúsund manns taki þátt í tilraununum og þær muni standa yfir næstu sex mánuði. Aðstoðarborgarstjóri Moskvu sagði nýverið að mögulega myndi almenn bólusetning hefjast í næsta mánuði. Samkvæmt áætlunum, sem Al Jazeera vitnar í, á að framleiða 800 þúsund skammta í þessum mánuði og eina og hálfa milljón í þeim næsta. Uppfært: Upplýsingum um bóluefnið Sputnik V hefur verið bætt við fréttina. Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Saka Rússa og Kóreumenn um að reyna að stela gögnum um bóluefni Tölvuþrjótar á vegum yfirvalda í Rússlandi og Norður-Kóreu hafa reynt að stela mikilvægum gögnum frá lyfjafyrirtækjum og öðrum sem koma að mikilvægri þróun bóluefna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Microsoft þar sem fram kemur að flestar árásirnar hafi ekki heppnast. 13. nóvember 2020 15:40 Hafna fréttum um að Pútín ætli að hætta Dmítrí Peskov, upplýsingafulltrúi Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta, hafnaði í dag frétt breska götublaðsins The Sun um að forsetinn þaulsetni ætlaði sér að láta af störfum eftir áramót af heilsufarsástæðum. 6. nóvember 2020 12:00 Grímuskylda í Rússlandi og læknaverkfall á Spáni Spænskir læknar lögðu niður störf í dag vegna slæmra aðstæða og grímuskylda var tekin upp í Rússlandi. 27. október 2020 16:38 Mest lesið „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, lýsti í dag yfir áhyggjum sínum vegna hækkandi dánartíðni þeirra sem smitast hafa af Covid-19 í Rússlandi. Smituðum hefur farið hratt fjölgandi í Rússlandi á undanförnum mánuðum, eins og víða annars staðar. Þar hefur þó ekki verið gripið til strangra sóttvarna, eins og víða í Evrópu. Pútín sótti ríkisstjórnarfjarfund í dag og í kjölfarið fundaði hann með héraðsstjórum Rússlands. Varaði hann þá við því að reyna að fegra stöðuna í opinberum skýrslum og ítrekaði að þeir hefðu umfangsmiklar valdheimildir til að sporna gegn dreifingu nýju kóprónuveirunnar, sem veldur Covid-19. Áðurnefndur ríkisstjórnarfundur var sýndur í sjónvarpinu og samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar sagði Pútín að ljóst væri að smituðum færi fjölgandi og að dánartíðnin væri sömuleiðis að hækka. 456 manns höfðu dáið á milli daga. Alls hafa rétt tæplega tvær milljónir manna smitast af Covid-19 í Rússlandi, svo vitað sé, og 34.387 hafa dáið. Það er mun minni fjöldi en í ríkjum þar sem sambærilegur fjöldi fólks hefur smitast og voru yfirvöld Rússlands sökuð fyrr á árinu um að draga úr fjölda látinna. Mun fleiri dáið á þessu ári Opinberar tölur sem birtar voru fyrr í þessum mánuði gefa í skyn að tæplega 120 þúsund fleiri hafi dáið á milli mars og september á þessu ári, borið saman við sama tímabil í fyrra. Þykir það til marks um að mun fleiri hafi mögulega dáið en opinberar tölur segja til um. Pútín hafði einnig orð á því að í Moskvu, þar sem flest smit hafa greinst, séu heilbrigðisstarfsmenn betur í stakk búnir til að takast á við faraldurinn. Fregnir hafi borist af skorti á lyfjum og löngum biðtíma eftir sjúkrabílum í öðrum héruðum Rússlands. Þá sagði Pútín að héraðsstjórar ættu ekki að reyna að fegra stöðuna í opinberum skýrslum. Rússar hefðu gengið í gegnum álíka ástand í vor og vissu hvað þyrfti að gera. Þar að auki væru bóluefni á leiðinni. Rússar skráðu fyrsta bóluefnið gegn Covid-19 í sumar. Það heitir Sputnik V en þegar það var skráð hafði það ekki verið rannsakað ítarlega. Sagt veita 92 prósent vörn Sputnik V er sagt veita 92 prósent vörn gegn Covid-19 en það eru bráðabirgðaniðurstöður úr umfangmsmiklum rannsóknum. Samkvæmt nýlegri frétt Al Jazeera hefur bóluefnið verið prófað á 16 þúsund manns. Auk þeirra hafa um tíu þúsund manns í áhættuhópum verið bólusettir. Sputnik, fréttamiðillinn rússneski sem er í eigu ríkisins, segir að um 40 þúsund manns taki þátt í tilraununum og þær muni standa yfir næstu sex mánuði. Aðstoðarborgarstjóri Moskvu sagði nýverið að mögulega myndi almenn bólusetning hefjast í næsta mánuði. Samkvæmt áætlunum, sem Al Jazeera vitnar í, á að framleiða 800 þúsund skammta í þessum mánuði og eina og hálfa milljón í þeim næsta. Uppfært: Upplýsingum um bóluefnið Sputnik V hefur verið bætt við fréttina.
Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Saka Rússa og Kóreumenn um að reyna að stela gögnum um bóluefni Tölvuþrjótar á vegum yfirvalda í Rússlandi og Norður-Kóreu hafa reynt að stela mikilvægum gögnum frá lyfjafyrirtækjum og öðrum sem koma að mikilvægri þróun bóluefna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Microsoft þar sem fram kemur að flestar árásirnar hafi ekki heppnast. 13. nóvember 2020 15:40 Hafna fréttum um að Pútín ætli að hætta Dmítrí Peskov, upplýsingafulltrúi Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta, hafnaði í dag frétt breska götublaðsins The Sun um að forsetinn þaulsetni ætlaði sér að láta af störfum eftir áramót af heilsufarsástæðum. 6. nóvember 2020 12:00 Grímuskylda í Rússlandi og læknaverkfall á Spáni Spænskir læknar lögðu niður störf í dag vegna slæmra aðstæða og grímuskylda var tekin upp í Rússlandi. 27. október 2020 16:38 Mest lesið „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Saka Rússa og Kóreumenn um að reyna að stela gögnum um bóluefni Tölvuþrjótar á vegum yfirvalda í Rússlandi og Norður-Kóreu hafa reynt að stela mikilvægum gögnum frá lyfjafyrirtækjum og öðrum sem koma að mikilvægri þróun bóluefna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Microsoft þar sem fram kemur að flestar árásirnar hafi ekki heppnast. 13. nóvember 2020 15:40
Hafna fréttum um að Pútín ætli að hætta Dmítrí Peskov, upplýsingafulltrúi Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta, hafnaði í dag frétt breska götublaðsins The Sun um að forsetinn þaulsetni ætlaði sér að láta af störfum eftir áramót af heilsufarsástæðum. 6. nóvember 2020 12:00
Grímuskylda í Rússlandi og læknaverkfall á Spáni Spænskir læknar lögðu niður störf í dag vegna slæmra aðstæða og grímuskylda var tekin upp í Rússlandi. 27. október 2020 16:38