70% fólks með „langvarandi Covid“ greinist með virknirýrnun líffæra Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. nóvember 2020 23:34 1,37 milljónir manna hafa greinst með Covid-19 í Bretlandi og tæp 52 þúsund látist. epa/Steve Parsons Bráðabirgðaniðurstöður breskrar rannsóknar benda til þess að næstum 70% áður heilbrigðra einstaklinga sem glíma við langvarandi eftirköst vegna Covid-19, þjáist af einhvers konar rýrnun á virkni eins eða fleiri líffæra. „Góðu fréttirnar eru að virknirýrnunin er væg en jafnvel þótt þú horfir á þetta gegnum íhaldssöm gleraugu þá er engu að síður um rýrnun að ræða og hjá 25% einstaklinga er um að ræða tvö eða fleiri líffæri,“ hefur Guardian eftir Amitava Banerjee, hjartasérfræðingi og prófessor við University College London. Hann segir niðurstöðurnar mikilvægar; nauðsynlegt sé að fylgjast með viðkomandi einstaklingum til að athuga hvort virknirýrnunin gangi til baka eða hvort einhverjum fjölda kunni að versna. Ungt og áður hraust fólk glímir ekki síður við eftirköst Covid-19 en fólk í áhættuhópum.epa/Andy Rain Koma á fót 40 miðstöðvum til að taka á „langvarandi Covid“ Niðurstöðurnar ná til 200 ungra og heilbrigðra einstaklinga sem glímdu við eftirköst Covid-19 í að minnsta kosti fjóra mánuði eftir greiningu. Tilgangur rannsóknarinnar er meðal annars þróun lyfja og/eða meðferðar við eftirköstunum, sem eru margvísleg. Flestir sem glíma við það sem hefur verið kallað „langvarandi Covid“ tala um þreytu, heilaþoku, öndunarerfiðleika og verki. Í Bretlandi eru um 60 þúsund einstaklingar taldir þjást af langvarandi Covid; þ.e.a.s. þeir greinast ekki lengur með sjúkdóminn en glíma enn við fylgikvilla. Breska heilbrigðisþjónustan hefur greint frá því að til standi að koma á fót neti 40 miðstöðva þar sem læknar, hjúkrunarfræðingar og ýmsir meðferðaraðilar munu vinna með fólki sem glímir við líkamleg eða andleg eftirköst Covid-19. epa/Steve Parsons Setja ákveðna fyrirvara við niðurstöðurnar Í sumum, en ekki öllum, tilvikum fundust tengsl milli einkenna Covid-19 og þeirra líffæra sem reyndust minna virk en hjá heilbrigðum einstakling. Öndunarerfiðleikar tengdust til dæmis rýrnun í hjarta og lungum. Rannsakendurnir benda hins vegar á að ekki hafi verið sýnt fram á að virknirýrnun ákveðinna líffæra sé orsök langvarandi einkenna. Þá ítreka þeir að þrátt fyrir að fólkið hafi upplifað sig sem heilbrigt áður en það fékk Covid-19, sé ekki hægt að fullyrða um ástand innri líffæra. Umfjöllun Guardian. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Bráðabirgðaniðurstöður breskrar rannsóknar benda til þess að næstum 70% áður heilbrigðra einstaklinga sem glíma við langvarandi eftirköst vegna Covid-19, þjáist af einhvers konar rýrnun á virkni eins eða fleiri líffæra. „Góðu fréttirnar eru að virknirýrnunin er væg en jafnvel þótt þú horfir á þetta gegnum íhaldssöm gleraugu þá er engu að síður um rýrnun að ræða og hjá 25% einstaklinga er um að ræða tvö eða fleiri líffæri,“ hefur Guardian eftir Amitava Banerjee, hjartasérfræðingi og prófessor við University College London. Hann segir niðurstöðurnar mikilvægar; nauðsynlegt sé að fylgjast með viðkomandi einstaklingum til að athuga hvort virknirýrnunin gangi til baka eða hvort einhverjum fjölda kunni að versna. Ungt og áður hraust fólk glímir ekki síður við eftirköst Covid-19 en fólk í áhættuhópum.epa/Andy Rain Koma á fót 40 miðstöðvum til að taka á „langvarandi Covid“ Niðurstöðurnar ná til 200 ungra og heilbrigðra einstaklinga sem glímdu við eftirköst Covid-19 í að minnsta kosti fjóra mánuði eftir greiningu. Tilgangur rannsóknarinnar er meðal annars þróun lyfja og/eða meðferðar við eftirköstunum, sem eru margvísleg. Flestir sem glíma við það sem hefur verið kallað „langvarandi Covid“ tala um þreytu, heilaþoku, öndunarerfiðleika og verki. Í Bretlandi eru um 60 þúsund einstaklingar taldir þjást af langvarandi Covid; þ.e.a.s. þeir greinast ekki lengur með sjúkdóminn en glíma enn við fylgikvilla. Breska heilbrigðisþjónustan hefur greint frá því að til standi að koma á fót neti 40 miðstöðva þar sem læknar, hjúkrunarfræðingar og ýmsir meðferðaraðilar munu vinna með fólki sem glímir við líkamleg eða andleg eftirköst Covid-19. epa/Steve Parsons Setja ákveðna fyrirvara við niðurstöðurnar Í sumum, en ekki öllum, tilvikum fundust tengsl milli einkenna Covid-19 og þeirra líffæra sem reyndust minna virk en hjá heilbrigðum einstakling. Öndunarerfiðleikar tengdust til dæmis rýrnun í hjarta og lungum. Rannsakendurnir benda hins vegar á að ekki hafi verið sýnt fram á að virknirýrnun ákveðinna líffæra sé orsök langvarandi einkenna. Þá ítreka þeir að þrátt fyrir að fólkið hafi upplifað sig sem heilbrigt áður en það fékk Covid-19, sé ekki hægt að fullyrða um ástand innri líffæra. Umfjöllun Guardian.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira