Einn þeirra sem kemur að Pfizer-bóluefninu segir lífið ekki verða eðlilegt fyrr en næsta vetur Birgir Olgeirsson skrifar 15. nóvember 2020 14:14 Pfizer bóluefnið þykir afar lofandi en einn af stofnendum BioNTech segir að það þurfi mikla útbreiðslu áður en lífið geti orðið eðlilegt á ný. EPA/BIONTECH SE Áhrif nýs bóluefnis við kórónuveirunni munu gæta verulega næsta sumar og lífið ætti að verða orðið eðlilegt næsta vetur. Þetta segir prófessor Ugur Sahin, einn af stofnendum fyrirtækisins BioNTech, en fyrirtækið þróar bóluefni við kórónuveirunni ásamt bandaríska fyrirtækinu Pfizer. Pfizer-bóluefnið, eins og það er jafnan kallað, þykir afar lofandi en bráðabirgðaniðurstöður gefa til kynna að það veiti vörn í 90 prósentum tilvika. Bóluefnið hefur verið prófað á 43.000 manns. Þegar hefur verið sótt um neyðarleyfi fyrir notkun þess sem gæti orðið til þess að forgangshópar yrðu bólusettir innan tíðar. Sahin segir í samtali við breska ríkisútvarpið BBC að veturinn eigi enn eftir að reynast erfiður því bóluefnið verði ekki komið í næga dreifingu. Hann er afar bjartsýnn á að bóluefnið muni draga úr sýkingum og muni einnig draga úr einkennum þeirra sem kunni að sýkjast. „Ég er fullviss um að draga muni úr smitum á milli fólks. Ekki kannski um 90 prósent, en allavega helming. En við skulum ekki gleyma því að með því að draga úr smitum um helming myndi það draga verulega úr útbreiðslu veirunnar,“ er haft eftir Sahin. Einhverjir hafa sagt að lífið gæti orðið eðlilegt aftur strax næsta vor. Sahin er ekki svo viss um það. Ef allt gengur að óskum þá kemst Pfizer-bóluefnið á markað í árslok eða upphafi næsta árs. Markmiðið sé að dreifa 300 milljónum skammta um heiminn fyrir apríl. Það muni hafa áhrif en ekki nægjanleg. „Sumarið mun hjálpa okkur því þá dregur jafnan úr sýkingum. Það er því mjög mikilvægt að ná upp mikilli bólusetningu fyrir haustið á næsta ári.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Lyf Tengdar fréttir Samningur við AstraZeneca tryggir bóluefni fyrir 31 prósent Íslendinga Samningur Íslands við breska lyfjaframleiðandann AstraZeneca mun tryggja Íslendinga tæpa 230 þúsund skammta af bóluefni við kórónuveirunni. Áætlað er að skammtarnir dugi fyrir 114 þúsund einstaklinga hér á landi, sé miðað við tvo skammta á hvern einstakling, eða rúmlega 31 prósent þjóðarinnar. 14. nóvember 2020 12:19 Fyrsti Pfizer-skammturinn dugi fyrir fyrstu forgangshópa Börn verða ekki bólusett gegn kórónuveirunni til að byrja með og er ekki vissa um hvort hægt verði að bólusetja ófrískar konur. 12. nóvember 2020 16:33 Á von á jafn góðum fréttum af öðru bóluefni á næstu dögum Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, á von á að niðurstöður úr prófunum á kórónuveirubóluefni bandaríska framleiðandans Moderna verði svipaðar og hjá Pfizer. 11. nóvember 2020 20:16 Fólkið sem WHO vill að verði bólusett fyrst Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) birti í október ráðgefandi lista yfir þá hópa sem ættu að vera í forgangi við bólusetningu fyrir kórónuveirunni. 11. nóvember 2020 16:01 Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent Fleiri fréttir Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Sjá meira
Áhrif nýs bóluefnis við kórónuveirunni munu gæta verulega næsta sumar og lífið ætti að verða orðið eðlilegt næsta vetur. Þetta segir prófessor Ugur Sahin, einn af stofnendum fyrirtækisins BioNTech, en fyrirtækið þróar bóluefni við kórónuveirunni ásamt bandaríska fyrirtækinu Pfizer. Pfizer-bóluefnið, eins og það er jafnan kallað, þykir afar lofandi en bráðabirgðaniðurstöður gefa til kynna að það veiti vörn í 90 prósentum tilvika. Bóluefnið hefur verið prófað á 43.000 manns. Þegar hefur verið sótt um neyðarleyfi fyrir notkun þess sem gæti orðið til þess að forgangshópar yrðu bólusettir innan tíðar. Sahin segir í samtali við breska ríkisútvarpið BBC að veturinn eigi enn eftir að reynast erfiður því bóluefnið verði ekki komið í næga dreifingu. Hann er afar bjartsýnn á að bóluefnið muni draga úr sýkingum og muni einnig draga úr einkennum þeirra sem kunni að sýkjast. „Ég er fullviss um að draga muni úr smitum á milli fólks. Ekki kannski um 90 prósent, en allavega helming. En við skulum ekki gleyma því að með því að draga úr smitum um helming myndi það draga verulega úr útbreiðslu veirunnar,“ er haft eftir Sahin. Einhverjir hafa sagt að lífið gæti orðið eðlilegt aftur strax næsta vor. Sahin er ekki svo viss um það. Ef allt gengur að óskum þá kemst Pfizer-bóluefnið á markað í árslok eða upphafi næsta árs. Markmiðið sé að dreifa 300 milljónum skammta um heiminn fyrir apríl. Það muni hafa áhrif en ekki nægjanleg. „Sumarið mun hjálpa okkur því þá dregur jafnan úr sýkingum. Það er því mjög mikilvægt að ná upp mikilli bólusetningu fyrir haustið á næsta ári.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Lyf Tengdar fréttir Samningur við AstraZeneca tryggir bóluefni fyrir 31 prósent Íslendinga Samningur Íslands við breska lyfjaframleiðandann AstraZeneca mun tryggja Íslendinga tæpa 230 þúsund skammta af bóluefni við kórónuveirunni. Áætlað er að skammtarnir dugi fyrir 114 þúsund einstaklinga hér á landi, sé miðað við tvo skammta á hvern einstakling, eða rúmlega 31 prósent þjóðarinnar. 14. nóvember 2020 12:19 Fyrsti Pfizer-skammturinn dugi fyrir fyrstu forgangshópa Börn verða ekki bólusett gegn kórónuveirunni til að byrja með og er ekki vissa um hvort hægt verði að bólusetja ófrískar konur. 12. nóvember 2020 16:33 Á von á jafn góðum fréttum af öðru bóluefni á næstu dögum Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, á von á að niðurstöður úr prófunum á kórónuveirubóluefni bandaríska framleiðandans Moderna verði svipaðar og hjá Pfizer. 11. nóvember 2020 20:16 Fólkið sem WHO vill að verði bólusett fyrst Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) birti í október ráðgefandi lista yfir þá hópa sem ættu að vera í forgangi við bólusetningu fyrir kórónuveirunni. 11. nóvember 2020 16:01 Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent Fleiri fréttir Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Sjá meira
Samningur við AstraZeneca tryggir bóluefni fyrir 31 prósent Íslendinga Samningur Íslands við breska lyfjaframleiðandann AstraZeneca mun tryggja Íslendinga tæpa 230 þúsund skammta af bóluefni við kórónuveirunni. Áætlað er að skammtarnir dugi fyrir 114 þúsund einstaklinga hér á landi, sé miðað við tvo skammta á hvern einstakling, eða rúmlega 31 prósent þjóðarinnar. 14. nóvember 2020 12:19
Fyrsti Pfizer-skammturinn dugi fyrir fyrstu forgangshópa Börn verða ekki bólusett gegn kórónuveirunni til að byrja með og er ekki vissa um hvort hægt verði að bólusetja ófrískar konur. 12. nóvember 2020 16:33
Á von á jafn góðum fréttum af öðru bóluefni á næstu dögum Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, á von á að niðurstöður úr prófunum á kórónuveirubóluefni bandaríska framleiðandans Moderna verði svipaðar og hjá Pfizer. 11. nóvember 2020 20:16
Fólkið sem WHO vill að verði bólusett fyrst Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) birti í október ráðgefandi lista yfir þá hópa sem ættu að vera í forgangi við bólusetningu fyrir kórónuveirunni. 11. nóvember 2020 16:01