Aldrei fleiri smit á einum degi og hertar aðgerðir á Ítalíu Kjartan Kjartansson skrifar 13. nóvember 2020 22:16 Sjúkraliði kannar líðan sjúklings sem talið er að sé smitaður af covid-19 fyrir utan bráðamóttöku Cotugno-sjúkrahússins í Napólí. Svo mikið álag er á sjúkrahúsum í borginni að sinna þarf sjúklingum í bílum þeirra. Vísir/Getty Ítölsk stjórnvöld hafa sett fleiri héruð á lista yfir áhættusvæði eftir að met var slegið yfir fjölda smitaðra í dag. Ströngustu sóttvarnareglum landsins hefur nú verið komið á í Toscana- og Campania-héruðum. Tilkynnt var um 40.902 ný kórónuveirusmit á Ítalíu í dag og hafa þau aldrei verið fleiri á einum degi frá því að faraldurinn hófst síðasta vetur. Það var fjölgun um þrjú þúsund manns á milli daga. Heilbrigðisráðuneytið sagði einnig að 550 manns hefðu látið lífið síðasta sólarhringinn en dauðsföllin voru 636 á fimmtudag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ítalía var einn af miðpunktum kórónuveirufaraldursins í upphafi en tókst smám saman að ná stjórn á honum með ströngum sóttvarnareglum. Í vikunni fór heildafjöldi smitaðra í faraldrinum yfir milljón manns. Rúmlega 44.000 manns hafa látið lífið í landinu. Önnur bylgja faraldursins er nú í algleymingi á Ítalíu og víðar í Evrópu. Ítölsk stjórnvöld byrjuðu að leggja aftur á strangari sóttvarnareglur í síðustu viku til að freista þess að snúa taflinu við. Héruðum er nú skipt upp í þrjú litakóðuð svæði; rautt, appelsínugult og gult, eftir áhættu. Nú líkt og í upphafi faraldursins er ástandið verst í Langbarðalandi á norðanverðri Ítalíu. Þar greindust 10.634 manns smitaðir í dag. Bolzano, Piedmont og Aosta-dalurinn í norðri og Calabría-hérað í suðri eru skilgreind rauð svæði. Þar mega íbúar aðeins yfirgefa heimili sín til að fara til vinnu, sækja sér heilbrigðisþjónustu, gera nauðsynleg innkaup eða í neyðartilfellum. Öllum verslunum sem eru ekki taldar nauðsynlegar hefur verið lokað. Barir og veitingastaðir eru lokaðir en fólk má stunda líkamsrækt nærri heimilum sínum og þá mega hárgreiðslustofur vera opnar. Kona bíður eftir að komast í sýnatöku á skimunarstað í Genóa á norðanverðri Ítalíu.Vísir/EPA Þurfa að gefa sjúklingum súrefni í bílum sínum Staðan fer nú einnig versandi í Campania-héraði sem stórborgin Napólí tilheyrir. Þar segir breska ríkisútvarpið BBC að yfirvöld vari við því að heilbrigðiskerfið gæti kiknað undan álaginu. Campania og Toscana voru skilgreind sem rauð svæði í dag. „Ástandið í Campania er stjórnlaust. Við þurfum takmarkanir strax, fólk er að deyja,“ sagði Luigi Di Maio, utanríkisráðherra í dag. Svo alvarlegt er ástandið á heilbrigðisstofunum í Napólí að starfslið hefur þurft að gefa sjúklingum súrefni í bílum sínum því bráðadeildir eru yfirfullar. Í vikunni vakti myndband af öldruðum sjúklingi sem er talinn hafa verið smitaður af veirunni látnum á salerni bráðamóttöku Cardarelli-sjúkrahússins í Napólí hneykslan á Ítalíu. Barnabarn mannsins sakaði starfsfólk um vanrækslu. „Það eru nánast engin rúm eftir lengur,“ segir Rodolfo Punzi frá Cotugno-sjúkrahúsinu í Napólí. Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Útgöngubann að nóttu tekur gildi á Ítalíu á morgun Fólki alls staðar á Ítalíu verður meinað að yfirgefa heimili sín milli klukkan 22 á kvöldin og til klukkan fimm á morgnana næstu vikurnar. 4. nóvember 2020 10:17 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Sjá meira
Ítölsk stjórnvöld hafa sett fleiri héruð á lista yfir áhættusvæði eftir að met var slegið yfir fjölda smitaðra í dag. Ströngustu sóttvarnareglum landsins hefur nú verið komið á í Toscana- og Campania-héruðum. Tilkynnt var um 40.902 ný kórónuveirusmit á Ítalíu í dag og hafa þau aldrei verið fleiri á einum degi frá því að faraldurinn hófst síðasta vetur. Það var fjölgun um þrjú þúsund manns á milli daga. Heilbrigðisráðuneytið sagði einnig að 550 manns hefðu látið lífið síðasta sólarhringinn en dauðsföllin voru 636 á fimmtudag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ítalía var einn af miðpunktum kórónuveirufaraldursins í upphafi en tókst smám saman að ná stjórn á honum með ströngum sóttvarnareglum. Í vikunni fór heildafjöldi smitaðra í faraldrinum yfir milljón manns. Rúmlega 44.000 manns hafa látið lífið í landinu. Önnur bylgja faraldursins er nú í algleymingi á Ítalíu og víðar í Evrópu. Ítölsk stjórnvöld byrjuðu að leggja aftur á strangari sóttvarnareglur í síðustu viku til að freista þess að snúa taflinu við. Héruðum er nú skipt upp í þrjú litakóðuð svæði; rautt, appelsínugult og gult, eftir áhættu. Nú líkt og í upphafi faraldursins er ástandið verst í Langbarðalandi á norðanverðri Ítalíu. Þar greindust 10.634 manns smitaðir í dag. Bolzano, Piedmont og Aosta-dalurinn í norðri og Calabría-hérað í suðri eru skilgreind rauð svæði. Þar mega íbúar aðeins yfirgefa heimili sín til að fara til vinnu, sækja sér heilbrigðisþjónustu, gera nauðsynleg innkaup eða í neyðartilfellum. Öllum verslunum sem eru ekki taldar nauðsynlegar hefur verið lokað. Barir og veitingastaðir eru lokaðir en fólk má stunda líkamsrækt nærri heimilum sínum og þá mega hárgreiðslustofur vera opnar. Kona bíður eftir að komast í sýnatöku á skimunarstað í Genóa á norðanverðri Ítalíu.Vísir/EPA Þurfa að gefa sjúklingum súrefni í bílum sínum Staðan fer nú einnig versandi í Campania-héraði sem stórborgin Napólí tilheyrir. Þar segir breska ríkisútvarpið BBC að yfirvöld vari við því að heilbrigðiskerfið gæti kiknað undan álaginu. Campania og Toscana voru skilgreind sem rauð svæði í dag. „Ástandið í Campania er stjórnlaust. Við þurfum takmarkanir strax, fólk er að deyja,“ sagði Luigi Di Maio, utanríkisráðherra í dag. Svo alvarlegt er ástandið á heilbrigðisstofunum í Napólí að starfslið hefur þurft að gefa sjúklingum súrefni í bílum sínum því bráðadeildir eru yfirfullar. Í vikunni vakti myndband af öldruðum sjúklingi sem er talinn hafa verið smitaður af veirunni látnum á salerni bráðamóttöku Cardarelli-sjúkrahússins í Napólí hneykslan á Ítalíu. Barnabarn mannsins sakaði starfsfólk um vanrækslu. „Það eru nánast engin rúm eftir lengur,“ segir Rodolfo Punzi frá Cotugno-sjúkrahúsinu í Napólí.
Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Útgöngubann að nóttu tekur gildi á Ítalíu á morgun Fólki alls staðar á Ítalíu verður meinað að yfirgefa heimili sín milli klukkan 22 á kvöldin og til klukkan fimm á morgnana næstu vikurnar. 4. nóvember 2020 10:17 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Sjá meira
Útgöngubann að nóttu tekur gildi á Ítalíu á morgun Fólki alls staðar á Ítalíu verður meinað að yfirgefa heimili sín milli klukkan 22 á kvöldin og til klukkan fimm á morgnana næstu vikurnar. 4. nóvember 2020 10:17
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila