Klikkuð hugmynd sett í framkvæmd og varan seldist upp Rakel Sveinsdóttir skrifar 16. nóvember 2020 07:01 Kjartan Gíslason og Óskar Þórðarson í Omnom. Vísir/Vilhelm „Kannski að ná að hafa tekið þessa klikkuðu hugmynd og klárað hana með vöru sem seldist svo strax upp, þegar við byrjuðum með þetta fyrir jólin 2013,“ segir Kjartan Gíslason einn eigenda Omnom aðspurður um það hvað stæði uppúr í minningunni sem einn stærsti áfanginn í rekstri frá því að fyrirtækið hóf starfsemi. En nú þegar heimsfaraldur gengur yfir, segir Óskar Þórðarson mjög sérstakar aðstæður uppi sem einnig er vert að nefna. „Nú í dag var að snúa rekstrinum við í miðjum Covid faraldri og þar spilaði umfjöllun um okkur í þættinum hans Zac Efron í sumar,“ segir Óskar og bætir við: „Það hefur opnað fyrir okkur marga nýja möguleika með útflutning sem við erum þessa stundina að vinna í.“ Omnom er eitt þeirra fyrirtækja sem stofnað var eftir bankahrun. Hjá fyrirtækinu starfa nú hátt í þrjátíu starfsmenn í fullu starfi eða hluta starfi. Flestir starfa við framleiðslu en eins við afgreiðslu í ísbúð. Hófst í eldhúsinu heima Starfsemi Omnom hófst árið 2013. Stofnendur voru fjórir, þ.e. þeir félagar Óskar og Kjartan og síðan Karl Viggó Vigfússon og Andre Úlfur Visage. Óskar og Kjartan eru enn eigendur en til viðbótar einnig svissneska fjárfestingarfélagið Quadia. Það keypti hlut í Omnom árið 2017 og varð við það annar stærsti hluthafinn. Omnom framleiðir súkkulaði frá grunni, eða það sem kallast frá baun í bita. Til þess að geta það flytur Omnom inn sínar eigin kakóbaunir og ristar. Fyrstu skrefin í súkkulaðigerðinni voru tekin í eldhúsinu heima hjá Kjartani í Breiðholti. Þá voru gerðar tilraunir í kjölfar þess að félagarnir höfðu fjárfest í vélum og kakóbaunum. Síðar rákust félagarnir á húsnæði á Seltjarnarnesi sem áður hafði hýst bensínstöð. Þangað flutti starfsemin í nóvember 2013. Og það var þar sem boltinn fór að rúlla. Að sögn félaganna vakti staðsetningin þó misskilning hjá mörgum í upphafi sem héldu að enn væri þar starfrækt bensínstöð. Það komu því margir við þar til að biðja um að fá að pissa eða til að kaupa sér sígarettur. Einstaka túristi stakk líka hausnum inn og bað um vegaleiðbeiningar. Þá var ekkert annað en að reyna að selja þeim súkkulaði í leiðinni. En ef einn stærsti áfanginn var fullunnin vara sem seldist upp fyrir jólin 2013, hver er erfiðasti hjallinn í minningunni? Líklegast var erfiðasti hjallinn sú stækkun sem við fórum í 2016 að færa framreiðsluna úr bensínstöð út á Seltjarnarnesi yfir í núverandi húsnæðið okkar á Grandanum,“ segir Kjartan en Omnom er nú staðsett að Hólmaslóð 4. Kjartan Gíslason og Hildur Halldórsdóttir, Omnom.Vísir/Vilhelm Vaxtarstökk í Covid Þótt áskoranir í heimsfaraldri séu mörgum fyrirtækjum erfiðar rekstrarlega, hefur sala Omnom þó einnig stóraukist síðustu mánuði og þá sérstaklega í sumar. Er sú söluaukning erlendis frá. Við erum mestmegnis núna að einbeita okkur á útflutning til Bandaríkjanna, þar sem viðtökurnar hafa verið mjög góðar síðan 2014 og hefur salan þar stóraukist á milli ára og þá sérstaklega í sumar,“ segir Kjartan. „Við erum nú í yfir 400 verslunum þar og erum að auki með sér netverslun, sem hefur reynst okkur vel. Við ætlum að einbeita okkur á þeim markaði en erum einnig með aðila í Þýskalandi og Kanada sem við sjáum mikil tækifæri í,“ segir Óskar. Omnom er fyrsta og eina fyrirtækið á Íslandi sem framleiðir súkkulaði frá grunni. Þeir félagar segja að mörg mistök hafi verið gerð í upphafi en það tók um eitt og hálft ár að gera uppskriftirnar. Frá upphafi hefur Omnom lagt áherslu á fallega hannaðar umbúðir og segja Kjartan og Óskar að það hafi ekki farið mikið minni tími í að hanna þær umbúðir. En fyrir vikið hefur Omnom vakið athygli víða og fengið umfjöllun erlendis og hérlendis. Hvaða ráð mynduð þið gefa aðila sem hefur hug á að stofna til reksturs nú sem ekki telst hefðbundinn og er nýr á nálinni? „Aðalmálið fyrir okkur var að við höfðum trú á hugmyndinni og sáum fyrir okkur hvar við vildum vera eftir fimm ár,“ segir Kjartan og Óskar bætir við: Við höfum ekki staldrað lengi við mistökin okkar, heldur reynt að læra af þeim. Við höfum verið opnir fyrir gagnrýni, en á sama tíma reynt að halda í þann eldmóð sem við höfðum fyrir hugmyndinni í upphafi.“ Nýsköpun Matur Tengdar fréttir Eins og að fleygja sér út úr flugvél og smíða fallhlíf á leiðinni Tveir læknar réðust í nýsköpun fljótlega eftir bankahrun og stofnuðu fyrirtækið Sidekick árið 2012. Í dag starfa þar fjörtíu starfsmenn og markmiðið er að þrefalda þann fjölda á næstu misserum. 9. nóvember 2020 07:00 Keypti fyrirtækið þremur vikum fyrir bankahrun Rödd lítilla fyrirtækja er of veik segir Hildur Guðnadóttir meðal annars í viðtali en hún keypti fyrirtækið Satúrnus þremur vikum fyrir bankahrun. Árið 2010 stofnaði hún síðan Ömmu Mús - handavinnuhús. 2. nóvember 2020 07:00 Hægt að spara 13 milljarða á ári með nýjum lausnum Alvican er eitt þeirra fyrirtækja sem hafa orðið til eftir bankahrun og þróað hefur nýjar lausnir í velferðatækni fyrir eldri borgara. 26. október 2020 07:00 Hringdu í fjárfesta í níu ár og velta nú milljarði Benedikt Skúlason framkvæmdastjóri Lauf Forks segir umhverfi fjármögnunar nokkuð vanþróað á Íslandi fyrir nýsköpun. Fyrirtækið veltir nú tæpum milljarði og gerir ráð fyrir miklum vexti næstu árin. 19. október 2020 07:01 Lúlla dúkka nú viðurkennd sem nauðsynjavara Lúlla dúkka telst núna til nauðsynjavöru sem hjálpar verulega til í sölu og dreifingu nú á tímum heimsfaraldurs. 12. október 2020 07:03 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
„Kannski að ná að hafa tekið þessa klikkuðu hugmynd og klárað hana með vöru sem seldist svo strax upp, þegar við byrjuðum með þetta fyrir jólin 2013,“ segir Kjartan Gíslason einn eigenda Omnom aðspurður um það hvað stæði uppúr í minningunni sem einn stærsti áfanginn í rekstri frá því að fyrirtækið hóf starfsemi. En nú þegar heimsfaraldur gengur yfir, segir Óskar Þórðarson mjög sérstakar aðstæður uppi sem einnig er vert að nefna. „Nú í dag var að snúa rekstrinum við í miðjum Covid faraldri og þar spilaði umfjöllun um okkur í þættinum hans Zac Efron í sumar,“ segir Óskar og bætir við: „Það hefur opnað fyrir okkur marga nýja möguleika með útflutning sem við erum þessa stundina að vinna í.“ Omnom er eitt þeirra fyrirtækja sem stofnað var eftir bankahrun. Hjá fyrirtækinu starfa nú hátt í þrjátíu starfsmenn í fullu starfi eða hluta starfi. Flestir starfa við framleiðslu en eins við afgreiðslu í ísbúð. Hófst í eldhúsinu heima Starfsemi Omnom hófst árið 2013. Stofnendur voru fjórir, þ.e. þeir félagar Óskar og Kjartan og síðan Karl Viggó Vigfússon og Andre Úlfur Visage. Óskar og Kjartan eru enn eigendur en til viðbótar einnig svissneska fjárfestingarfélagið Quadia. Það keypti hlut í Omnom árið 2017 og varð við það annar stærsti hluthafinn. Omnom framleiðir súkkulaði frá grunni, eða það sem kallast frá baun í bita. Til þess að geta það flytur Omnom inn sínar eigin kakóbaunir og ristar. Fyrstu skrefin í súkkulaðigerðinni voru tekin í eldhúsinu heima hjá Kjartani í Breiðholti. Þá voru gerðar tilraunir í kjölfar þess að félagarnir höfðu fjárfest í vélum og kakóbaunum. Síðar rákust félagarnir á húsnæði á Seltjarnarnesi sem áður hafði hýst bensínstöð. Þangað flutti starfsemin í nóvember 2013. Og það var þar sem boltinn fór að rúlla. Að sögn félaganna vakti staðsetningin þó misskilning hjá mörgum í upphafi sem héldu að enn væri þar starfrækt bensínstöð. Það komu því margir við þar til að biðja um að fá að pissa eða til að kaupa sér sígarettur. Einstaka túristi stakk líka hausnum inn og bað um vegaleiðbeiningar. Þá var ekkert annað en að reyna að selja þeim súkkulaði í leiðinni. En ef einn stærsti áfanginn var fullunnin vara sem seldist upp fyrir jólin 2013, hver er erfiðasti hjallinn í minningunni? Líklegast var erfiðasti hjallinn sú stækkun sem við fórum í 2016 að færa framreiðsluna úr bensínstöð út á Seltjarnarnesi yfir í núverandi húsnæðið okkar á Grandanum,“ segir Kjartan en Omnom er nú staðsett að Hólmaslóð 4. Kjartan Gíslason og Hildur Halldórsdóttir, Omnom.Vísir/Vilhelm Vaxtarstökk í Covid Þótt áskoranir í heimsfaraldri séu mörgum fyrirtækjum erfiðar rekstrarlega, hefur sala Omnom þó einnig stóraukist síðustu mánuði og þá sérstaklega í sumar. Er sú söluaukning erlendis frá. Við erum mestmegnis núna að einbeita okkur á útflutning til Bandaríkjanna, þar sem viðtökurnar hafa verið mjög góðar síðan 2014 og hefur salan þar stóraukist á milli ára og þá sérstaklega í sumar,“ segir Kjartan. „Við erum nú í yfir 400 verslunum þar og erum að auki með sér netverslun, sem hefur reynst okkur vel. Við ætlum að einbeita okkur á þeim markaði en erum einnig með aðila í Þýskalandi og Kanada sem við sjáum mikil tækifæri í,“ segir Óskar. Omnom er fyrsta og eina fyrirtækið á Íslandi sem framleiðir súkkulaði frá grunni. Þeir félagar segja að mörg mistök hafi verið gerð í upphafi en það tók um eitt og hálft ár að gera uppskriftirnar. Frá upphafi hefur Omnom lagt áherslu á fallega hannaðar umbúðir og segja Kjartan og Óskar að það hafi ekki farið mikið minni tími í að hanna þær umbúðir. En fyrir vikið hefur Omnom vakið athygli víða og fengið umfjöllun erlendis og hérlendis. Hvaða ráð mynduð þið gefa aðila sem hefur hug á að stofna til reksturs nú sem ekki telst hefðbundinn og er nýr á nálinni? „Aðalmálið fyrir okkur var að við höfðum trú á hugmyndinni og sáum fyrir okkur hvar við vildum vera eftir fimm ár,“ segir Kjartan og Óskar bætir við: Við höfum ekki staldrað lengi við mistökin okkar, heldur reynt að læra af þeim. Við höfum verið opnir fyrir gagnrýni, en á sama tíma reynt að halda í þann eldmóð sem við höfðum fyrir hugmyndinni í upphafi.“
Nýsköpun Matur Tengdar fréttir Eins og að fleygja sér út úr flugvél og smíða fallhlíf á leiðinni Tveir læknar réðust í nýsköpun fljótlega eftir bankahrun og stofnuðu fyrirtækið Sidekick árið 2012. Í dag starfa þar fjörtíu starfsmenn og markmiðið er að þrefalda þann fjölda á næstu misserum. 9. nóvember 2020 07:00 Keypti fyrirtækið þremur vikum fyrir bankahrun Rödd lítilla fyrirtækja er of veik segir Hildur Guðnadóttir meðal annars í viðtali en hún keypti fyrirtækið Satúrnus þremur vikum fyrir bankahrun. Árið 2010 stofnaði hún síðan Ömmu Mús - handavinnuhús. 2. nóvember 2020 07:00 Hægt að spara 13 milljarða á ári með nýjum lausnum Alvican er eitt þeirra fyrirtækja sem hafa orðið til eftir bankahrun og þróað hefur nýjar lausnir í velferðatækni fyrir eldri borgara. 26. október 2020 07:00 Hringdu í fjárfesta í níu ár og velta nú milljarði Benedikt Skúlason framkvæmdastjóri Lauf Forks segir umhverfi fjármögnunar nokkuð vanþróað á Íslandi fyrir nýsköpun. Fyrirtækið veltir nú tæpum milljarði og gerir ráð fyrir miklum vexti næstu árin. 19. október 2020 07:01 Lúlla dúkka nú viðurkennd sem nauðsynjavara Lúlla dúkka telst núna til nauðsynjavöru sem hjálpar verulega til í sölu og dreifingu nú á tímum heimsfaraldurs. 12. október 2020 07:03 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Eins og að fleygja sér út úr flugvél og smíða fallhlíf á leiðinni Tveir læknar réðust í nýsköpun fljótlega eftir bankahrun og stofnuðu fyrirtækið Sidekick árið 2012. Í dag starfa þar fjörtíu starfsmenn og markmiðið er að þrefalda þann fjölda á næstu misserum. 9. nóvember 2020 07:00
Keypti fyrirtækið þremur vikum fyrir bankahrun Rödd lítilla fyrirtækja er of veik segir Hildur Guðnadóttir meðal annars í viðtali en hún keypti fyrirtækið Satúrnus þremur vikum fyrir bankahrun. Árið 2010 stofnaði hún síðan Ömmu Mús - handavinnuhús. 2. nóvember 2020 07:00
Hægt að spara 13 milljarða á ári með nýjum lausnum Alvican er eitt þeirra fyrirtækja sem hafa orðið til eftir bankahrun og þróað hefur nýjar lausnir í velferðatækni fyrir eldri borgara. 26. október 2020 07:00
Hringdu í fjárfesta í níu ár og velta nú milljarði Benedikt Skúlason framkvæmdastjóri Lauf Forks segir umhverfi fjármögnunar nokkuð vanþróað á Íslandi fyrir nýsköpun. Fyrirtækið veltir nú tæpum milljarði og gerir ráð fyrir miklum vexti næstu árin. 19. október 2020 07:01
Lúlla dúkka nú viðurkennd sem nauðsynjavara Lúlla dúkka telst núna til nauðsynjavöru sem hjálpar verulega til í sölu og dreifingu nú á tímum heimsfaraldurs. 12. október 2020 07:03