Nýliðar WBA verða án tveggja mikilvægra leikmanna í dag þegar liðið fær Tottenham í heimsókn þar sem þeir greindust með jákvæð sýni í kórónuveiruskimun liðsins í gær.
Það eru þeir Branislav Ivanovic og Matheus Pereira en báðir hafa þeir verið í lykilhlutverki hjá WBA í vetur.
Leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar undirgangast skimun fyrir veirunni reglulega.
Slaven Bili has confirmed Branislav Ivanovi and Matheus Pereira will miss out on today's clash after testing positive for COVID-19.#WBATOT | #WBA
— West Bromwich Albion (@WBA) November 8, 2020
WBA er enn í leit að sínum fyrsta sigri í ensku úrvalsdeildinni en liðið hefur fengið þrjú stig út úr fyrstu sjö leikjum sínum í deildinni.