Sunna um Eyjar: Þetta er nett klikkaði hérna og það hentar mér bara ágætlega Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. nóvember 2020 14:00 Sunna Jónsdóttir í viðtalinu við Henry Birgi Gunnarsson í Seinni bylgjunni. Skjámynd/S2 Sport Henry Birgir Gunnarsson fór með Seinni bylgjuna sína til Vestmannaeyja á dögunum og hitti þar á meðal Sunnu Jónsdóttur hjá kvennaliði ÍBV. Sunna Jónsdóttir hefur verið undanfarin ár í lykilhlutverki hjá kvennaliði ÍBV og hún fór á kostum í leikjum Eyjakvenna áður en Olís deild kvenna var stöðvuð vegna kórónuveirufaraldursins. Viðtal Henrys Birgis við Sunnu birtist síðan í síðasta þætti af Seinni bylgjunni. Henry Birgir byrjaði á því að spyrja að því hvernig Sunnu líkar lífið í Vestmannaeyjum. „Alveg stórkostlega. Við erum búin að kaupa okkur hús hérna og Eyjafólkið losnar ekkert við okkur,“ sagði Sunna Jónsdóttir í léttum tón en maðurinn hennar er Björn Viðar Björnsson, markvörður karlaliðsins. Sunna Jónsdóttir og Þóra Hallgrímsdóttir fengu báðar verðlaun eftir sigurleik á HK.Mynd/ÍBV „Það er svo margt gott við að vera í Eyjum. Það er ótrúlega mikill tími sem gefst með fjölskyldunni sérstaklega ef maður er með barn. Stutt í alla þjónustu. Maður getur líka alltaf komið hingað og æft,“ sagði Sunna. Eyjaliðið lítur vel út og þykir líklegt til að fara að berjast um titla í vetur. „Sem íþróttamaður þá vill maður vera á toppnum og reyna að vinna titla. Þegar ég kom fyrst þá vorum við líka með mjög gott lið en svo þurftum við að taka aðeins til í þessu hjá okkur í fyrra og byrja á núlli. Það skilaði sér fullt. Við fengum svo tvo sterka pósta í viðbót fyrir veturinn,“ sagði Sunna og er þar að tala um landsliðskonurnar Birnu Berg Haraldsdóttur og Hrafnhildi Hönnu Þrastardóttur. „Við erum bara mjög spenntar fyrir tímabilinu,“ sagði Sunna sem hefur verið að spila sjálf mjög vel í upphafi tímabilsins. Sunna Jónsdóttir hefur skorað tuttugu mörk í fyrstu þremur leikjum ÍBV í Olís deild kvenna 2020-21.vísir/bára „Þetta er ógeðslega gaman og lengi lifir í gömlum glæðum skal ég segja. Ég kann mjög vel við þetta og maður spilar náttúrulega vel ef manni líður vel. Þetta er nett klikkaði hérna og það hentar mér bara ágætlega ,“ sagði Sunna. Birna Berg Haraldsdóttir sagði það vera geggjað að spila með Sunnu og það átti þátt í því að hún kom til í Eyja í haust. „Það er geggjað að spila með henni. Við spiluðum saman í Fram og svo bjuggum við á sama stað í Svíþjóð. Við vorum í sitthvoru liðinu þar. Birna var efins fyrst og ég ákvað að senda á Klaus manninn hennar og fá hann hingað,“ sagði Sunna en það má sjá allt viðtalið við hana hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Viðtal við Sunnu Jónsdóttir Olís-deild kvenna Seinni bylgjan ÍBV Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Sigurganga Blomberg-Lippe heldur áfram EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Sjá meira
Henry Birgir Gunnarsson fór með Seinni bylgjuna sína til Vestmannaeyja á dögunum og hitti þar á meðal Sunnu Jónsdóttur hjá kvennaliði ÍBV. Sunna Jónsdóttir hefur verið undanfarin ár í lykilhlutverki hjá kvennaliði ÍBV og hún fór á kostum í leikjum Eyjakvenna áður en Olís deild kvenna var stöðvuð vegna kórónuveirufaraldursins. Viðtal Henrys Birgis við Sunnu birtist síðan í síðasta þætti af Seinni bylgjunni. Henry Birgir byrjaði á því að spyrja að því hvernig Sunnu líkar lífið í Vestmannaeyjum. „Alveg stórkostlega. Við erum búin að kaupa okkur hús hérna og Eyjafólkið losnar ekkert við okkur,“ sagði Sunna Jónsdóttir í léttum tón en maðurinn hennar er Björn Viðar Björnsson, markvörður karlaliðsins. Sunna Jónsdóttir og Þóra Hallgrímsdóttir fengu báðar verðlaun eftir sigurleik á HK.Mynd/ÍBV „Það er svo margt gott við að vera í Eyjum. Það er ótrúlega mikill tími sem gefst með fjölskyldunni sérstaklega ef maður er með barn. Stutt í alla þjónustu. Maður getur líka alltaf komið hingað og æft,“ sagði Sunna. Eyjaliðið lítur vel út og þykir líklegt til að fara að berjast um titla í vetur. „Sem íþróttamaður þá vill maður vera á toppnum og reyna að vinna titla. Þegar ég kom fyrst þá vorum við líka með mjög gott lið en svo þurftum við að taka aðeins til í þessu hjá okkur í fyrra og byrja á núlli. Það skilaði sér fullt. Við fengum svo tvo sterka pósta í viðbót fyrir veturinn,“ sagði Sunna og er þar að tala um landsliðskonurnar Birnu Berg Haraldsdóttur og Hrafnhildi Hönnu Þrastardóttur. „Við erum bara mjög spenntar fyrir tímabilinu,“ sagði Sunna sem hefur verið að spila sjálf mjög vel í upphafi tímabilsins. Sunna Jónsdóttir hefur skorað tuttugu mörk í fyrstu þremur leikjum ÍBV í Olís deild kvenna 2020-21.vísir/bára „Þetta er ógeðslega gaman og lengi lifir í gömlum glæðum skal ég segja. Ég kann mjög vel við þetta og maður spilar náttúrulega vel ef manni líður vel. Þetta er nett klikkaði hérna og það hentar mér bara ágætlega ,“ sagði Sunna. Birna Berg Haraldsdóttir sagði það vera geggjað að spila með Sunnu og það átti þátt í því að hún kom til í Eyja í haust. „Það er geggjað að spila með henni. Við spiluðum saman í Fram og svo bjuggum við á sama stað í Svíþjóð. Við vorum í sitthvoru liðinu þar. Birna var efins fyrst og ég ákvað að senda á Klaus manninn hennar og fá hann hingað,“ sagði Sunna en það má sjá allt viðtalið við hana hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Viðtal við Sunnu Jónsdóttir
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan ÍBV Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Sigurganga Blomberg-Lippe heldur áfram EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Sjá meira