Birna Berg ánægð í Eyjum og útilokar ekki að byrja aftur í fótbolta Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. nóvember 2020 12:01 Birna Berg Haraldsdóttir segir líklegra en ekki að hún sé komin heim fyrir fullt og allt. vísir/vilhelm Birna Berg Haraldsdóttir, landsliðskona í handbolta, sneri aftur til Íslands í sumar eftir sjö ár í atvinnumennsku og gekk í raðir ÍBV. Henry Birgir Gunnarsson fór til Vestmannaeyja á dögunum og ræddi m.a. við Birnu. Afraksturinn var sýndur í Seinni bylgjunni í gær. „Þetta var mjög erfið ákvörðun og tók rosa langan tíma að taka hana,“ sagði Birna um aðdraganda heimkomunnar. „ÍBV hafði samband við mig í nóvember en ég held að ég hafi ekki gefið þeim svar fyrr en í apríl. Mig langaði að vera áfram úti en þetta voru sjö fín ár úti og fínt að koma heim og reyna að taka titla.“ Birna lék síðast með Neckalsulmer í Þýskalandi og átti möguleika á að vera áfram þar í landi. „Ég var að skoða þrjú lið í Þýskalandi en þegar á tímann leið langaði mig að koma heim og ég sé ekki eftir því,“ sagði Birna. Hún segir líklegt að hún sé komin heim fyrir fullt og allt þótt hún sé ekki búin að loka dyrunum á atvinnumennskuna. „Ég myndi alltaf skoða það en ég er búin að flytja það mikið síðustu sjö ár að ég veit ekki hvort ég nenni að drösla enn einum gámnum út. Ég held að ég sé kominn heim til að vera en ef eitthvað kemur upp myndi ég alltaf skoða það.“ Birna þekkir vel til í Eyjum, á ættir að rekja þangað og lék með fótboltaliði ÍBV sumarið 2011. „Einhvern veginn vissi ég að ég myndi koma aftur, sérstaklega eftir að Sunna [Jónsdóttir] kom. Við erum búnar að vera vinkonur lengi og spila saman. Að koma heim var erfið ákvörðun en hvert ég myndi fara var ekki jafn erfið,“ sagði Birna sem var gríðarlega efnilegur markvörður í fótbolta á sínum tíma og lék fjölda leikja með yngri landsliðum Íslands. Hún segir að fótboltinn togi enn í sig. „Ég er búin að mæta á nokkra leiki og hitta gamla þjálfarann minn. Og ég á enn takkaskó þannig að það er aldrei að vita hvort maður mæti. Ekki þennan vetur en auðvitað kitlar það mikið og mér finnst enn ógeðslega gaman í fótbolta og hugsa stundum hvað hefði gerst ef ég hefði valið hann. En ég held að ég hafi valið rétt að lokum,“ sagði Birna. Klippa: Seinni bylgjan - Viðtal við Birnu Berg Olís-deild kvenna ÍBV Seinni bylgjan Tengdar fréttir Kári „drulluósáttur“ að vera ekki valinn í landsliðið Kára Kristjáni Kristjánssyni finnst hann enn eiga erindi í íslenska landsliðið og er svekktur að hafa ekki verið valinn í það fyrir leikinn gegn Litháen. 3. nóvember 2020 10:00 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Sigurganga Blomberg-Lippe heldur áfram EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Sjá meira
Birna Berg Haraldsdóttir, landsliðskona í handbolta, sneri aftur til Íslands í sumar eftir sjö ár í atvinnumennsku og gekk í raðir ÍBV. Henry Birgir Gunnarsson fór til Vestmannaeyja á dögunum og ræddi m.a. við Birnu. Afraksturinn var sýndur í Seinni bylgjunni í gær. „Þetta var mjög erfið ákvörðun og tók rosa langan tíma að taka hana,“ sagði Birna um aðdraganda heimkomunnar. „ÍBV hafði samband við mig í nóvember en ég held að ég hafi ekki gefið þeim svar fyrr en í apríl. Mig langaði að vera áfram úti en þetta voru sjö fín ár úti og fínt að koma heim og reyna að taka titla.“ Birna lék síðast með Neckalsulmer í Þýskalandi og átti möguleika á að vera áfram þar í landi. „Ég var að skoða þrjú lið í Þýskalandi en þegar á tímann leið langaði mig að koma heim og ég sé ekki eftir því,“ sagði Birna. Hún segir líklegt að hún sé komin heim fyrir fullt og allt þótt hún sé ekki búin að loka dyrunum á atvinnumennskuna. „Ég myndi alltaf skoða það en ég er búin að flytja það mikið síðustu sjö ár að ég veit ekki hvort ég nenni að drösla enn einum gámnum út. Ég held að ég sé kominn heim til að vera en ef eitthvað kemur upp myndi ég alltaf skoða það.“ Birna þekkir vel til í Eyjum, á ættir að rekja þangað og lék með fótboltaliði ÍBV sumarið 2011. „Einhvern veginn vissi ég að ég myndi koma aftur, sérstaklega eftir að Sunna [Jónsdóttir] kom. Við erum búnar að vera vinkonur lengi og spila saman. Að koma heim var erfið ákvörðun en hvert ég myndi fara var ekki jafn erfið,“ sagði Birna sem var gríðarlega efnilegur markvörður í fótbolta á sínum tíma og lék fjölda leikja með yngri landsliðum Íslands. Hún segir að fótboltinn togi enn í sig. „Ég er búin að mæta á nokkra leiki og hitta gamla þjálfarann minn. Og ég á enn takkaskó þannig að það er aldrei að vita hvort maður mæti. Ekki þennan vetur en auðvitað kitlar það mikið og mér finnst enn ógeðslega gaman í fótbolta og hugsa stundum hvað hefði gerst ef ég hefði valið hann. En ég held að ég hafi valið rétt að lokum,“ sagði Birna. Klippa: Seinni bylgjan - Viðtal við Birnu Berg
Olís-deild kvenna ÍBV Seinni bylgjan Tengdar fréttir Kári „drulluósáttur“ að vera ekki valinn í landsliðið Kára Kristjáni Kristjánssyni finnst hann enn eiga erindi í íslenska landsliðið og er svekktur að hafa ekki verið valinn í það fyrir leikinn gegn Litháen. 3. nóvember 2020 10:00 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Sigurganga Blomberg-Lippe heldur áfram EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Sjá meira
Kári „drulluósáttur“ að vera ekki valinn í landsliðið Kára Kristjáni Kristjánssyni finnst hann enn eiga erindi í íslenska landsliðið og er svekktur að hafa ekki verið valinn í það fyrir leikinn gegn Litháen. 3. nóvember 2020 10:00