Segir að Ísak sé bestur í Norrköping Anton Ingi Leifsson skrifar 2. nóvember 2020 20:31 Ísak Bergmann í leik með Norrköping. Heimasíða Norrköping Bjarni Guðjónsson, fyrrum landsliðsmaður og nú aðstoðarþjálfari KR, hrósaði bróðursyni sínum, Ísaki Bergmanni Jóhannessyni, í hástert í útvarpsþættinum Fótbolti.net um helgina. Mikið hefur verið rætt og ritað um Ísak Bergmann undanfarna daga en Skagamaðurinn ungi hefur gert frábæra hluti með Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni. Juventus, Man. United, Liverpool og fleiri stórlið eru talin horfa til Skagamannsins og Bjarni segir að það sé skiljanlegt. „Við vorum að koma frá honum. Minn sonur [Jóhannes Kristinn Bjarnason] var að æfa með þeim úti og hann fékk að vera með frænda sínum þarna. Að sjá hvernig hann vinnur; hann er atvinnumaður,“ sagði Bjarni og hélt áfram að lofsama frænda sinn: „Hann er ofboðslega faglegur í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur. Hann hugsar um allt. Hann er ekki bara atvinnu- og fótboltamaður í tvo tíma. Hann er það allan sólahringinn. Mér sýnist þetta ekki hafa áhrif á hann. Þeir eiga fimm leiki eftir í deildinni og eru í harðri keppni um þessi tvö síðustu Evrópusæti. Hann er alveg fókuseraður á það. Hann lætur þetta ekki trufla sig.“ Bjarni skafir ekkert af því; hann segir að Ísak Bergmann sé einfaldlega besti leikmaður Norrköping og að það skapist alltaf einhver hætta þegar hann fær boltann. „Ég sá hann spila gegn AIK á mánudaginn og hann er bestur í þessu liði. Ég fékk að vera nálægt þeim í öllu þessu ferli og sjá hlaupatölur og svona. Hann er efstur á lista í öllu saman. Þessar hlaupatölur segja okkur alltaf eitthvað ákveðið en þú hefur alltaf einhverja tilfinningu og verður að hafa tilfinningu þegar þú horfir á leikinn.“ „Oftast fer þetta saman og það fór svo sannarlega saman í þessum leik sem ég horfði á. Hann hleypur mest, ég hugsa að hann hafði átt lang fæstar misheppnaðar sendingar og svo þegar hann kemst í boltann kemur alltaf eitthvað rót á lið andstæðinganna. Þó að það skapist ekkert alltaf færi þá er alltaf eitthvað að gerast í kringum hann.“ Sænski boltinn Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira
Bjarni Guðjónsson, fyrrum landsliðsmaður og nú aðstoðarþjálfari KR, hrósaði bróðursyni sínum, Ísaki Bergmanni Jóhannessyni, í hástert í útvarpsþættinum Fótbolti.net um helgina. Mikið hefur verið rætt og ritað um Ísak Bergmann undanfarna daga en Skagamaðurinn ungi hefur gert frábæra hluti með Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni. Juventus, Man. United, Liverpool og fleiri stórlið eru talin horfa til Skagamannsins og Bjarni segir að það sé skiljanlegt. „Við vorum að koma frá honum. Minn sonur [Jóhannes Kristinn Bjarnason] var að æfa með þeim úti og hann fékk að vera með frænda sínum þarna. Að sjá hvernig hann vinnur; hann er atvinnumaður,“ sagði Bjarni og hélt áfram að lofsama frænda sinn: „Hann er ofboðslega faglegur í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur. Hann hugsar um allt. Hann er ekki bara atvinnu- og fótboltamaður í tvo tíma. Hann er það allan sólahringinn. Mér sýnist þetta ekki hafa áhrif á hann. Þeir eiga fimm leiki eftir í deildinni og eru í harðri keppni um þessi tvö síðustu Evrópusæti. Hann er alveg fókuseraður á það. Hann lætur þetta ekki trufla sig.“ Bjarni skafir ekkert af því; hann segir að Ísak Bergmann sé einfaldlega besti leikmaður Norrköping og að það skapist alltaf einhver hætta þegar hann fær boltann. „Ég sá hann spila gegn AIK á mánudaginn og hann er bestur í þessu liði. Ég fékk að vera nálægt þeim í öllu þessu ferli og sjá hlaupatölur og svona. Hann er efstur á lista í öllu saman. Þessar hlaupatölur segja okkur alltaf eitthvað ákveðið en þú hefur alltaf einhverja tilfinningu og verður að hafa tilfinningu þegar þú horfir á leikinn.“ „Oftast fer þetta saman og það fór svo sannarlega saman í þessum leik sem ég horfði á. Hann hleypur mest, ég hugsa að hann hafði átt lang fæstar misheppnaðar sendingar og svo þegar hann kemst í boltann kemur alltaf eitthvað rót á lið andstæðinganna. Þó að það skapist ekkert alltaf færi þá er alltaf eitthvað að gerast í kringum hann.“
Sænski boltinn Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira