Stöðva réttarhöld vegna kórónuveirusmits sakbornings Sylvía Hall skrifar 1. nóvember 2020 18:17 Frá vitnaleiðslum í september. EPA/IAN LANGSDON Einn sakborningur í réttarhöldum vegna árásarinnar gegn franska tímaritinu Charlie Hebdo hefur greinst með kórónuveirusmit. Sakborningurinn, Ali Reza Polat, greindist með veiruna á föstudag og hefur dómari fyrirskipað að aðrir sakborningar málsins þurfi einnig í sýnatöku áður en réttarhöldin geti haldið áfram. Réttarhöld hófust þann 2. september síðastliðinn. Réttað hefur verið yfir fjölda aðila sem sakaðir eru um að hafa komið að árásinni gegn tímaritinu í janúar 2015 þegar bræðurnir Said og Cherif Kouachi réðust inn í húsnæði Charlie Hebdo í París og hófu skothríð. Þegar dagurinn var úti lágu tólf í valnum, þar af átta starfsmenn tímaritsins. Tímaritið ákvað að endurbirta umdeildar skopmyndir af spámanninum Múhameð vegna réttarhaldanna, en myndirnar eru sagðar kveikjan að árásinni. Kórónuveirusmitið mun að öllum líkindum koma til með að fresta dómsuppkvaðningu í málinu, en réttarhöldin eru umfangsmikil og voru til að mynda 140 vitni sem gáfu vitnisburð. Nú þegar hafði réttarhöldunum verið frestað um fjóra mánuði vegna kórónuveirufaraldursins. Ef allt hefði gengið samkvæmt áætlun væri von á dómi eftir um það bil tvær vikur samkvæmt frétt BBC. Polak er sagður hafa verið helsti tengiliður milli árásarinnar á tímaritið og annarra árása, annars vegar á lögreglukonu og hins vegar matvörumarkað gyðinga. Hann er sagður hafa meðal annars útvegað skotvopn. Alls létust sautján í árásunum. Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tyrkir í hart vegna skopmyndar af Erdogan Tyrklandsstjórn ætlar að grípa til bæði lagalegra og diplómatískra aðgerða vegna nýrrar skopmyndar franska blaðsins Charlie Hebdo af Recep Tayyip Erdogan forseta. 28. október 2020 12:30 Franskir kennarar vilja leiðbeiningar og vernd Franskir kennarar segjast ritskoða sjálfa sig til að forðast deilur við nemendur og kennara vegna trúarbragða og málfrelsis. Hrottalegt morð kennara, sem var myrtur vegna skopmynda af Múhammeð spámanni sem hann sýndi nemendum, hefur vakið mikla reiði í Frakklandi og komið af stað umræðu um frönsk gildi. 22. október 2020 22:18 Réttað fyrir fjórtán vegna árásarinnar á skrifstofu Charlie Hebdo Réttarhöld hófust í morgun í máli fjórtán manna sem ákærðir eru fyrir aðkomu að hryðjuverkaárásinni þar sem sautján manns voru drepnir á skrifstofum tímaritsins Charlie Hebdo og í matvöruverslun gyðinga í frönsku höfuðborginni París í janúar 2015. 2. september 2020 12:32 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fleiri fréttir Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Sjá meira
Einn sakborningur í réttarhöldum vegna árásarinnar gegn franska tímaritinu Charlie Hebdo hefur greinst með kórónuveirusmit. Sakborningurinn, Ali Reza Polat, greindist með veiruna á föstudag og hefur dómari fyrirskipað að aðrir sakborningar málsins þurfi einnig í sýnatöku áður en réttarhöldin geti haldið áfram. Réttarhöld hófust þann 2. september síðastliðinn. Réttað hefur verið yfir fjölda aðila sem sakaðir eru um að hafa komið að árásinni gegn tímaritinu í janúar 2015 þegar bræðurnir Said og Cherif Kouachi réðust inn í húsnæði Charlie Hebdo í París og hófu skothríð. Þegar dagurinn var úti lágu tólf í valnum, þar af átta starfsmenn tímaritsins. Tímaritið ákvað að endurbirta umdeildar skopmyndir af spámanninum Múhameð vegna réttarhaldanna, en myndirnar eru sagðar kveikjan að árásinni. Kórónuveirusmitið mun að öllum líkindum koma til með að fresta dómsuppkvaðningu í málinu, en réttarhöldin eru umfangsmikil og voru til að mynda 140 vitni sem gáfu vitnisburð. Nú þegar hafði réttarhöldunum verið frestað um fjóra mánuði vegna kórónuveirufaraldursins. Ef allt hefði gengið samkvæmt áætlun væri von á dómi eftir um það bil tvær vikur samkvæmt frétt BBC. Polak er sagður hafa verið helsti tengiliður milli árásarinnar á tímaritið og annarra árása, annars vegar á lögreglukonu og hins vegar matvörumarkað gyðinga. Hann er sagður hafa meðal annars útvegað skotvopn. Alls létust sautján í árásunum.
Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tyrkir í hart vegna skopmyndar af Erdogan Tyrklandsstjórn ætlar að grípa til bæði lagalegra og diplómatískra aðgerða vegna nýrrar skopmyndar franska blaðsins Charlie Hebdo af Recep Tayyip Erdogan forseta. 28. október 2020 12:30 Franskir kennarar vilja leiðbeiningar og vernd Franskir kennarar segjast ritskoða sjálfa sig til að forðast deilur við nemendur og kennara vegna trúarbragða og málfrelsis. Hrottalegt morð kennara, sem var myrtur vegna skopmynda af Múhammeð spámanni sem hann sýndi nemendum, hefur vakið mikla reiði í Frakklandi og komið af stað umræðu um frönsk gildi. 22. október 2020 22:18 Réttað fyrir fjórtán vegna árásarinnar á skrifstofu Charlie Hebdo Réttarhöld hófust í morgun í máli fjórtán manna sem ákærðir eru fyrir aðkomu að hryðjuverkaárásinni þar sem sautján manns voru drepnir á skrifstofum tímaritsins Charlie Hebdo og í matvöruverslun gyðinga í frönsku höfuðborginni París í janúar 2015. 2. september 2020 12:32 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fleiri fréttir Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Sjá meira
Tyrkir í hart vegna skopmyndar af Erdogan Tyrklandsstjórn ætlar að grípa til bæði lagalegra og diplómatískra aðgerða vegna nýrrar skopmyndar franska blaðsins Charlie Hebdo af Recep Tayyip Erdogan forseta. 28. október 2020 12:30
Franskir kennarar vilja leiðbeiningar og vernd Franskir kennarar segjast ritskoða sjálfa sig til að forðast deilur við nemendur og kennara vegna trúarbragða og málfrelsis. Hrottalegt morð kennara, sem var myrtur vegna skopmynda af Múhammeð spámanni sem hann sýndi nemendum, hefur vakið mikla reiði í Frakklandi og komið af stað umræðu um frönsk gildi. 22. október 2020 22:18
Réttað fyrir fjórtán vegna árásarinnar á skrifstofu Charlie Hebdo Réttarhöld hófust í morgun í máli fjórtán manna sem ákærðir eru fyrir aðkomu að hryðjuverkaárásinni þar sem sautján manns voru drepnir á skrifstofum tímaritsins Charlie Hebdo og í matvöruverslun gyðinga í frönsku höfuðborginni París í janúar 2015. 2. september 2020 12:32