Allir í skimun í Slóvakíu Samúel Karl Ólason skrifar 1. nóvember 2020 13:31 Rúmlega 40 þúsund heilbrigðisstarfsmenn, með aðstoða hersins, lögreglu, embættismanna og sjálfboðaliða, koma að átakinu og voru um fimm þúsund skimunarstöðvar opnaðar þess vegna. EPA/JAKUB GAVLAK Nærri því helmingur slóvakísku þjóðarinnar fór í skimun fyrir Covid-19 í gær. Alls fóru um 2,6 milljónir manna í skimun og á hinn helmingurinn að fara í skimun í dag. Um stærðarinnar átak er að ræða og er markmiðið að skima alla Slóvaka sem eru eldri en tíu ára. Rúmlega 40 þúsund heilbrigðisstarfsmenn, með aðstoða hersins, lögreglu, embættismanna og sjálfboðaliða, koma að átakinu og voru um fimm þúsund skimunarstöðvar opnaðar þess vegna. Í frétt Reuters segir að ráðamenn víða um heim fylgist með átakinu og því hvernig það muni virka. Skimunin er íbúum að kostnaðarlaus en þeir sem neita að taka þátt verða skikkaðir í sóttkví og meinað að mæta til vinnu um tíma. Annars þurfa viðkomandi að greiða háa sekt. Samkvæmt Guardian getur fólk varið að fara í einangrun heima hjá sér eða á sérstökum stöðum sem ríkið gerir út. Það tekur einungis 30 mínútur að fá niðurstöðu úr skimuninni. Þeir sem hafa ekki smitast fá sérstakt vottorð þar að lútandi en lögregluþjónar munu reyna að ganga úr skugga um að fólk reyni ekki að komast hjá skimuninni. Igor Matovic, forsætisráðherra Slóvakíu, hefur beðist afsökunar á þeim þrýstingi sem yfirvöld séu að beita gagnvart þjóðinni. Það sé þó nauðsynlegt. „Frelsinu fylgir ábyrgð gagnvart þeim sem eru hvað viðkvæmastir meðal okkar,“ hefur Reuters eftir Matvic og vísaði hann til fólks með undirliggjandi veikindi og eldra fólk. Nokkrar þúsundir Slóvaka smituðust í fyrstu bylgju faraldurs Nýju kórónuveirunnar þar í landi í vor. Gripið var til umfangsmikilla takmarkana og gekk það mjög vel. Undanfarnar vikur hefur smituðum þó fjölgað mjög hratt. Nú á miðvikudaginn greindust 2.785 smitaðir, en mánuði áður greindist 231. Slóvakía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ekkert innanlandssmit í Ástralíu í fyrsta sinn í fimm mánuði Ekkert innanlandssmit Covid-19 greindist í Ástralíu í gær og er það í fyrsta sinn í nærri því fimm mánuði sem það gerist. Í Viktoríu, fylki þar sem rúmlega 90 allra dauðsfalla vegna veirunnar hafa orðið, hefur enginn dáið né greinst smitaður í tvo daga. 1. nóvember 2020 08:18 Smituðum fjölgaði um milljón á fjórtán dögum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sakar lækna um að ýkja um faraldurinn til að hagnast. 31. október 2020 14:42 Reyna að afstýra stórslysi í heilbrigðiskerfinu með fjögurra vikna útgöngubanni Útgöngubann tekur gildi í Bretlandi á fimmtudag og stendur til að minnsta kosti 2. desember næstkomandi. 31. október 2020 22:45 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri fréttir Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Sjá meira
Nærri því helmingur slóvakísku þjóðarinnar fór í skimun fyrir Covid-19 í gær. Alls fóru um 2,6 milljónir manna í skimun og á hinn helmingurinn að fara í skimun í dag. Um stærðarinnar átak er að ræða og er markmiðið að skima alla Slóvaka sem eru eldri en tíu ára. Rúmlega 40 þúsund heilbrigðisstarfsmenn, með aðstoða hersins, lögreglu, embættismanna og sjálfboðaliða, koma að átakinu og voru um fimm þúsund skimunarstöðvar opnaðar þess vegna. Í frétt Reuters segir að ráðamenn víða um heim fylgist með átakinu og því hvernig það muni virka. Skimunin er íbúum að kostnaðarlaus en þeir sem neita að taka þátt verða skikkaðir í sóttkví og meinað að mæta til vinnu um tíma. Annars þurfa viðkomandi að greiða háa sekt. Samkvæmt Guardian getur fólk varið að fara í einangrun heima hjá sér eða á sérstökum stöðum sem ríkið gerir út. Það tekur einungis 30 mínútur að fá niðurstöðu úr skimuninni. Þeir sem hafa ekki smitast fá sérstakt vottorð þar að lútandi en lögregluþjónar munu reyna að ganga úr skugga um að fólk reyni ekki að komast hjá skimuninni. Igor Matovic, forsætisráðherra Slóvakíu, hefur beðist afsökunar á þeim þrýstingi sem yfirvöld séu að beita gagnvart þjóðinni. Það sé þó nauðsynlegt. „Frelsinu fylgir ábyrgð gagnvart þeim sem eru hvað viðkvæmastir meðal okkar,“ hefur Reuters eftir Matvic og vísaði hann til fólks með undirliggjandi veikindi og eldra fólk. Nokkrar þúsundir Slóvaka smituðust í fyrstu bylgju faraldurs Nýju kórónuveirunnar þar í landi í vor. Gripið var til umfangsmikilla takmarkana og gekk það mjög vel. Undanfarnar vikur hefur smituðum þó fjölgað mjög hratt. Nú á miðvikudaginn greindust 2.785 smitaðir, en mánuði áður greindist 231.
Slóvakía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ekkert innanlandssmit í Ástralíu í fyrsta sinn í fimm mánuði Ekkert innanlandssmit Covid-19 greindist í Ástralíu í gær og er það í fyrsta sinn í nærri því fimm mánuði sem það gerist. Í Viktoríu, fylki þar sem rúmlega 90 allra dauðsfalla vegna veirunnar hafa orðið, hefur enginn dáið né greinst smitaður í tvo daga. 1. nóvember 2020 08:18 Smituðum fjölgaði um milljón á fjórtán dögum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sakar lækna um að ýkja um faraldurinn til að hagnast. 31. október 2020 14:42 Reyna að afstýra stórslysi í heilbrigðiskerfinu með fjögurra vikna útgöngubanni Útgöngubann tekur gildi í Bretlandi á fimmtudag og stendur til að minnsta kosti 2. desember næstkomandi. 31. október 2020 22:45 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri fréttir Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Sjá meira
Ekkert innanlandssmit í Ástralíu í fyrsta sinn í fimm mánuði Ekkert innanlandssmit Covid-19 greindist í Ástralíu í gær og er það í fyrsta sinn í nærri því fimm mánuði sem það gerist. Í Viktoríu, fylki þar sem rúmlega 90 allra dauðsfalla vegna veirunnar hafa orðið, hefur enginn dáið né greinst smitaður í tvo daga. 1. nóvember 2020 08:18
Smituðum fjölgaði um milljón á fjórtán dögum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sakar lækna um að ýkja um faraldurinn til að hagnast. 31. október 2020 14:42
Reyna að afstýra stórslysi í heilbrigðiskerfinu með fjögurra vikna útgöngubanni Útgöngubann tekur gildi í Bretlandi á fimmtudag og stendur til að minnsta kosti 2. desember næstkomandi. 31. október 2020 22:45