Ekkert innanlandssmit í Ástralíu í fyrsta sinn í fimm mánuði Samúel Karl Ólason skrifar 1. nóvember 2020 08:18 Kaffihús og veitingastaðir opnuðu að nýju í Melbourn fyrir helgi. AP/Asanka Brendon Ekkert innanlandssmit Covid-19 greindist í Ástralíu í gær og er það í fyrsta sinn í nærri því fimm mánuði sem það gerist. Í Viktoríu, fylki þar sem rúmlega 90 allra dauðsfalla vegna veirunnar hafa orðið, hefur enginn dáið né greinst smitaður í tvo daga. Greg Hunt, heilbrigðisráðherra, tilkynnti þetta í nótt og sagði að þetta hefði ekki gerst frá 9. júní. Hann sendi sérstakar þakkir til heilbrigðisstarfsmanna og áströlsku þjóðarinnar. Hunt sagði þetta hafa verið mikið átak og niðurstaðan væri afrek, þó enn væri mikil vinna óunnin. Zero community transmission cases today - Australia wide. The first national zero community transmission day since June 9. Thank you to all of our amazing health & public health workers & above all else, the Australian people. pic.twitter.com/jYuFO54mHj— Greg Hunt (@GregHuntMP) November 1, 2020 Samkvæmt frétt Reuters segja sérfræðingar að skjót og umfangsmikil viðbrögð hafi skipt miklu máli í baráttu Ástrala gegn veirunni og sömuleiðis hafi það hjálpað að fólk hafi verið duglegt við að fara eftir sóttvarnarreglum. Einhverjar ströngustu sóttvarnarreglur heimsins voru að mestu leyti felldar niður í Viktoríu í síðustu viku eftir 111 daga. Kannanir hafa sýnt að meirihluti íbúa studdi aðgerðirnar. Lögreglan kvartaði þó yfir því í ágúst að margir íbúar Melbourne, stærstu borgar fylkisins, færu ekki eftir reglunum. Sjá einnig: Réðst á lögreglukonu vegna spurningar um grímuleysi Enn er 61 virkt smit í Melbourne. Ráðamenn í fylkinu vara við því að íbúar megi ekki verða kærulausir. „Að sjá 50 þúsund nýsmitaða á dag í Frakklandi, að sjá Belga senda sjúklinga út úr landi vegna álags. Þessu hefðum við mögulega staðið frammi fyrir ef okkur hefði ekki tekist að ná tökum á ástandinu,“ hefur Reuters eftir Brett Sutton, sem stýrir heilbrigðiskerfi Viktoríufylkis. Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Miklu harðari aðgerðir í öðrum löndum sem sigruðust á fyrstu bylgjunni Nokkur lönd sem náðu svipuðum árangri og Ísland í fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins virðast hafa náð að halda honum í skefjum á meðan þriðja bylgjan virðist ætla að verða stærri en sú fyrsta hér á landi. 14. október 2020 16:16 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Ekkert innanlandssmit Covid-19 greindist í Ástralíu í gær og er það í fyrsta sinn í nærri því fimm mánuði sem það gerist. Í Viktoríu, fylki þar sem rúmlega 90 allra dauðsfalla vegna veirunnar hafa orðið, hefur enginn dáið né greinst smitaður í tvo daga. Greg Hunt, heilbrigðisráðherra, tilkynnti þetta í nótt og sagði að þetta hefði ekki gerst frá 9. júní. Hann sendi sérstakar þakkir til heilbrigðisstarfsmanna og áströlsku þjóðarinnar. Hunt sagði þetta hafa verið mikið átak og niðurstaðan væri afrek, þó enn væri mikil vinna óunnin. Zero community transmission cases today - Australia wide. The first national zero community transmission day since June 9. Thank you to all of our amazing health & public health workers & above all else, the Australian people. pic.twitter.com/jYuFO54mHj— Greg Hunt (@GregHuntMP) November 1, 2020 Samkvæmt frétt Reuters segja sérfræðingar að skjót og umfangsmikil viðbrögð hafi skipt miklu máli í baráttu Ástrala gegn veirunni og sömuleiðis hafi það hjálpað að fólk hafi verið duglegt við að fara eftir sóttvarnarreglum. Einhverjar ströngustu sóttvarnarreglur heimsins voru að mestu leyti felldar niður í Viktoríu í síðustu viku eftir 111 daga. Kannanir hafa sýnt að meirihluti íbúa studdi aðgerðirnar. Lögreglan kvartaði þó yfir því í ágúst að margir íbúar Melbourne, stærstu borgar fylkisins, færu ekki eftir reglunum. Sjá einnig: Réðst á lögreglukonu vegna spurningar um grímuleysi Enn er 61 virkt smit í Melbourne. Ráðamenn í fylkinu vara við því að íbúar megi ekki verða kærulausir. „Að sjá 50 þúsund nýsmitaða á dag í Frakklandi, að sjá Belga senda sjúklinga út úr landi vegna álags. Þessu hefðum við mögulega staðið frammi fyrir ef okkur hefði ekki tekist að ná tökum á ástandinu,“ hefur Reuters eftir Brett Sutton, sem stýrir heilbrigðiskerfi Viktoríufylkis.
Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Miklu harðari aðgerðir í öðrum löndum sem sigruðust á fyrstu bylgjunni Nokkur lönd sem náðu svipuðum árangri og Ísland í fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins virðast hafa náð að halda honum í skefjum á meðan þriðja bylgjan virðist ætla að verða stærri en sú fyrsta hér á landi. 14. október 2020 16:16 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Miklu harðari aðgerðir í öðrum löndum sem sigruðust á fyrstu bylgjunni Nokkur lönd sem náðu svipuðum árangri og Ísland í fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins virðast hafa náð að halda honum í skefjum á meðan þriðja bylgjan virðist ætla að verða stærri en sú fyrsta hér á landi. 14. október 2020 16:16