Alls greindust rúmlega 21.600 með kórónuveirusmit í Póllandi í gær og var því um ræða fjórða metdaginn í röð í landinu.
Alls hafa um 340 þúsund manns greinst með smit í Póllandi frá upphafi faraldursins, og af þeim eru 200 þúsund enn skráð sem „virk smit“.
Þessu til viðbótar var tilkynnt um 202 ný dauðsföll sem rakin hafa verið til Covid-19, sem þó er þriðjungi minni en í daginn áður. Það sem af er faraldrinum hafa 5.351 dauðsföll í Póllandi verið rakin til Covid-19.
Álag á heilbrigðiskerfi landsins hefur stóraukist síðustu daga og vikur og er nú svo komið að 1.250 manns eru í öndundarvél. Er um að ræða um 70 prósent af þeim fjölda sem heilbrigðiskerfið á að ráða við.
Pólsk stjórnvöld hafa hert samkomutakmarkanir síðustu dagana. Þannig hefur veitingastöðum og krám verið gert að loka og þá skulu samkomur miðast við fimm að hámarki.