Krefst afsagnar heilbrigðisráðherrans í kjölfar grímuhneykslis Atli Ísleifsson skrifar 23. október 2020 14:04 Roman Prymula er faraldursfræðingur sem leitað til forsætisráðherrans fyrir um mánuði og boðið fram aðstoð sína í baráttu stjórnvalda gegn faraldrinum. Hann var þá gerður að heilbrigðisráðherra. EPA Andrej Babis, forsætisráðherra Tékklands, hefur krafist afsagnar heilbrigðisráðherra landsins eftir að myndir náðust af ráðherranum án grímu þar sem hann gerðist brotlegur við sóttvarnareglur. Málið hefur vakið upp mikla reiði í Tékklandi sem glímir nú við gríðarlega útbreiðslu kórónuveirunnar – þá mestu í álfunni sem hefur valdið miklu álagi á heilbrigðiskerfið. Babis sagði að heilbrigðisráðherrann Roman Prymula yrði rekinn úr ríkisstjórn, færi svo að hann myndi ekki hætta af sjálfsdáðum. Hann sagði hegðun Prymula, sem tók við embætti heilbrigðisráðherra fyrir mánuði, vera óafsakanlega. „Við getum ekki prédikað vatn en drukkið vín,“ sagði forsætisráðherrann. Hneykslismálið kom upp fyrr í dag þegar myndir af Prymula voru birtar í fjölmiðlum þar sem mátti sjá hann yfirgefa veitingastað og setjast upp í bíl án þess að nota grímu. Er um skýrt brot á gildandi sóttvarnareglum landsins að ræða. Myndirnar voru birtar á forsíðu blaðsins BLESK.EPA Prymula hefur sjálfur sagt að hann hafi þarna sótt vinnufund í bakherbergi veitingastaðar sem hafði verið lokað vegna takmarkana stjórnvalda. Reuters segir frá því að Prymula sé sjálfur faraldursfræðingur sem hafi leitað til Babis fyrir um mánuði og boðið fram aðstoð sína í baráttu stjórnvalda gegn faraldrinum. Alls greindust rúmlega 14 þúsund manns með kórónuveirusmit í Tékklandi í gær og er það næstmesti fjöldinn á einum degi í landinu frá upphafi faraldursins. Alls hafa 1.845 manns látist í Tékklandi af völdum Covid-19 frá upphafi faraldursins – þar af 113 á miðvikudaginn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tékkland Tengdar fréttir Tíu þúsund Þjóðverjar greindust smitaðir í gær og heilbrigðisráðherra var þar á meðal Staðfest kórónuveirusmit í Þýskalandi í gær voru rúmlega ellefu þúsund talsins og er það í fyrsta sinn sem Þjóðverjar mæla fleiri en tíu þúsund smit á einum degi 22. október 2020 08:13 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira
Andrej Babis, forsætisráðherra Tékklands, hefur krafist afsagnar heilbrigðisráðherra landsins eftir að myndir náðust af ráðherranum án grímu þar sem hann gerðist brotlegur við sóttvarnareglur. Málið hefur vakið upp mikla reiði í Tékklandi sem glímir nú við gríðarlega útbreiðslu kórónuveirunnar – þá mestu í álfunni sem hefur valdið miklu álagi á heilbrigðiskerfið. Babis sagði að heilbrigðisráðherrann Roman Prymula yrði rekinn úr ríkisstjórn, færi svo að hann myndi ekki hætta af sjálfsdáðum. Hann sagði hegðun Prymula, sem tók við embætti heilbrigðisráðherra fyrir mánuði, vera óafsakanlega. „Við getum ekki prédikað vatn en drukkið vín,“ sagði forsætisráðherrann. Hneykslismálið kom upp fyrr í dag þegar myndir af Prymula voru birtar í fjölmiðlum þar sem mátti sjá hann yfirgefa veitingastað og setjast upp í bíl án þess að nota grímu. Er um skýrt brot á gildandi sóttvarnareglum landsins að ræða. Myndirnar voru birtar á forsíðu blaðsins BLESK.EPA Prymula hefur sjálfur sagt að hann hafi þarna sótt vinnufund í bakherbergi veitingastaðar sem hafði verið lokað vegna takmarkana stjórnvalda. Reuters segir frá því að Prymula sé sjálfur faraldursfræðingur sem hafi leitað til Babis fyrir um mánuði og boðið fram aðstoð sína í baráttu stjórnvalda gegn faraldrinum. Alls greindust rúmlega 14 þúsund manns með kórónuveirusmit í Tékklandi í gær og er það næstmesti fjöldinn á einum degi í landinu frá upphafi faraldursins. Alls hafa 1.845 manns látist í Tékklandi af völdum Covid-19 frá upphafi faraldursins – þar af 113 á miðvikudaginn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tékkland Tengdar fréttir Tíu þúsund Þjóðverjar greindust smitaðir í gær og heilbrigðisráðherra var þar á meðal Staðfest kórónuveirusmit í Þýskalandi í gær voru rúmlega ellefu þúsund talsins og er það í fyrsta sinn sem Þjóðverjar mæla fleiri en tíu þúsund smit á einum degi 22. október 2020 08:13 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira
Tíu þúsund Þjóðverjar greindust smitaðir í gær og heilbrigðisráðherra var þar á meðal Staðfest kórónuveirusmit í Þýskalandi í gær voru rúmlega ellefu þúsund talsins og er það í fyrsta sinn sem Þjóðverjar mæla fleiri en tíu þúsund smit á einum degi 22. október 2020 08:13