Handbolti

Topp fimm framtíðar landsliðsmenn Íslands

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Líklegir landsliðsmenn Íslands.
Líklegir landsliðsmenn Íslands. stöð 2 sport

Theodór Ingi Pálmason fékk það verkefni að velja fimm framtíðar landsliðsmenn í Olís-deild karla fyrir Seinni bylgjuna.

Á lista Theodórs eru fjórir ungir leikmenn og svo Valsmaðurinn Magnús Óli Magnússon sem er í 5. sætinu.

Í sætum fjögur og fimm eru vinstri hornamennirnir Orri Freyr Þorkelsson (Haukum) og Dagur Gautason (Stjörnunni).

„Dagur er ótrúlega heilsteyptur og góður hornamaður. Orri er kannski betri slúttari en Dagur er heilsteyptari leikmaður og ég held að hann eigi eftir að ná langt,“ sagði Theodór.

Í 2. sætinu á lista Theodórs er Þorsteinn Leó Gunnarsson sem hefur nýtt tækifæri sín með Aftureldingu í upphafi tímabils vel.

„Þetta er strákur sem hefur eiginleika sem við sjáum ekki oft í íslenskum skyttum. Hann er mjög hávaxinn og býður upp á aðra möguleika. Það væri gaman að geta gert hann að leikmanni í alþjóðlegum klassa,“ sagði Theodór.

Á toppi listans er annar stór og stæðilegur strákur, Selfyssingurinn Tryggvi Þórisson, sem Theodór hefur mikla trú á.

„Ég er hrikalega hrifinn að þessum strák. Hann er með mikla hæð, mikið vænghaf, góða fótavinnu og mér finnst hann orðinn góður varnarmaður þrátt fyrir ungan aldur. Með góðri þjálfun gæti þessi orðið okkar aðal varnarsérfræðingur innan fimm til sex ára,“ sagði Theodór.

Klippa: Seinni bylgjan - Topp 5 framtíðar landsliðsmenn

Tengdar fréttir

Hver er nýjasti landsliðsmaður Íslands?

Óskar Ólafsson var valinn í fyrsta sinn í íslenska landsliðið á dögunum. Hann hefur gert það gott með Drammen í Noregi undanfarin ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×