Grænmetisborgarar í hættu í Evrópu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. október 2020 14:24 Hér má sjá vinsælan grænmetisborgara. Getty Fyrirtækjum gæti verið bannað að markaðssetja vörur sínar sem grænmetisborgara eða grænmetispylsur innan Evrópusambandsins. Evrópuþingið greiðir atkvæði um tillögu þess efnis eftir helgi. Sérvörur hugsaðar fyrir grænkera og grænmetisætur gætu þurft að breyta um nafn ef tillagan er samþykkt. Nú þegar er bannað að kalla vörur vegan-osta eða plöntumjólk en til stendur að ganga lengra og meina framleiðendum að selja vörur undir heitum á borð við ostalíki, jógúrtlíki eða grænmetisborgari. The Guardian greindi frá því að þrýstihópur úr röðum kjöt- og mjólkuriðnaðarins berjist fyrir breytingunni en sala og framleiðsla á sérstökum vegan- og grænmetisvörum hefur stóraukist á undanförnum árum. Þrýstihópurinn segir að með því að kalla vörur sínar til dæmis pylsur, borgara og steikur séu framleiðendur bæði að afvegaleiða neytendur og að stela menningu kjötiðnaðar. Stórfyrirtæki á matvælamarkaði, til að mynda Unilever og Nestlé, sem eiga samtals á þriðja þúsund vörumerkja, hafa lagst gegn tillögunni. Andstæðingar hennar hafa sagt fráleitt og út í hött að merkingar sem þessar afvegaleiði neytendur. Þá væri bann í þversögn við samþykkt markmið Evrópusambandsins um að hvetja neytendur til þess að velja vörur með minna kolefnisfótspor í því skyni að draga úr loftslagsbreytingum. Vegan Evrópusambandið Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fyrirtækjum gæti verið bannað að markaðssetja vörur sínar sem grænmetisborgara eða grænmetispylsur innan Evrópusambandsins. Evrópuþingið greiðir atkvæði um tillögu þess efnis eftir helgi. Sérvörur hugsaðar fyrir grænkera og grænmetisætur gætu þurft að breyta um nafn ef tillagan er samþykkt. Nú þegar er bannað að kalla vörur vegan-osta eða plöntumjólk en til stendur að ganga lengra og meina framleiðendum að selja vörur undir heitum á borð við ostalíki, jógúrtlíki eða grænmetisborgari. The Guardian greindi frá því að þrýstihópur úr röðum kjöt- og mjólkuriðnaðarins berjist fyrir breytingunni en sala og framleiðsla á sérstökum vegan- og grænmetisvörum hefur stóraukist á undanförnum árum. Þrýstihópurinn segir að með því að kalla vörur sínar til dæmis pylsur, borgara og steikur séu framleiðendur bæði að afvegaleiða neytendur og að stela menningu kjötiðnaðar. Stórfyrirtæki á matvælamarkaði, til að mynda Unilever og Nestlé, sem eiga samtals á þriðja þúsund vörumerkja, hafa lagst gegn tillögunni. Andstæðingar hennar hafa sagt fráleitt og út í hött að merkingar sem þessar afvegaleiði neytendur. Þá væri bann í þversögn við samþykkt markmið Evrópusambandsins um að hvetja neytendur til þess að velja vörur með minna kolefnisfótspor í því skyni að draga úr loftslagsbreytingum.
Vegan Evrópusambandið Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira