Óttast að Evrópuþjóðir séu ekki búnar undir þriðju bylgju faraldursins Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 15. október 2020 10:58 Víðast hvar í Evrópu herða menn nú á aðgerðum til að tækla þriðju bylgju faraldursins. Mike Kemp/Getty Images Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins varar nú við því að ríkisstjórnir aðildarríkja sambandsins séu óviðbúnar uppsveiflu kórónuveirufaraldursins sem nú virðist skollin á í álfunni. Varaforseti framkvæmdastjórnarinnar, Margaritis Shcinas, segir að faraldurinn sé nú að nálgast það sem var í marsmánuði og að ríkin séu ekki nægilega vel undirbúin til að mæta því. Hann biðlar því til Evrópuríkjanna að þau taki upp sameiginlega áætlun til að bregðast við faraldrinum til að koma í veg fyrir ástandið sem myndaðist á fyrstu mánuðum ársins þegar veiran fór að herja á Evrópubúa. Hundrað þúsund smit í Evrópu á degi hverjum Nú fjölgar smituðum í Evrópu um hundrað þúsund á hverjum degi sem er til að mynda mun meira en í Bandaríkjunum, þar sem nýgreind smit eru um fimmtíu þúsund daglega. Bretar tilkynntu í morgun hertar aðgerðir í höfuðborginni London frá og með miðnætti á morgun sem þýðir að fólki verður bannað að hitta aðra en fjölskyldumeðlimi sína innandyra og það hvatt til að forðast almenningssamgöngur. Skólar og tilbeiðsluhús verða þó áfram opin og sömu sögu er að segja af fyrirtækjum. Í Frakklandi verður komið á útgöngubanni í fjórar vikur í níu stórum borgum landsins. Það þýðir að íbúar Parísar, Marseille, Lyon, Toulouse, Lille og fleiri borga mega ekki fara út fyrir hússins dyr frá klukkan níu að kvöldi og fram til klukkan sex að morgni. Met falla í Tékklandi og víðar Einna verst er ástandið í Tékklandi og í gær greindust rúmlega 9500 Tékkar með veiruna, sem er nýtt met. Staðfest tilfelli kórónuveirunnar í Þýskalandi í gær voru 6.638 og hafa þau aldrei verið fleiri, en fyrra met var sett þann 28. mars síðastliðinn. Í heildina hafa nú rúmlega 350 þúsund Þjóðverjar smitast af veirunni. Ef miðað er við önnur Evrópuríki hafa Þjóðverjar komist frekar vel frá faraldrinum hingað til miðað við fólksfjölda en svo virðist sem að nú sé ástandið að versna, líkt og víðast hvar annarsstaðar í álfunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins varar nú við því að ríkisstjórnir aðildarríkja sambandsins séu óviðbúnar uppsveiflu kórónuveirufaraldursins sem nú virðist skollin á í álfunni. Varaforseti framkvæmdastjórnarinnar, Margaritis Shcinas, segir að faraldurinn sé nú að nálgast það sem var í marsmánuði og að ríkin séu ekki nægilega vel undirbúin til að mæta því. Hann biðlar því til Evrópuríkjanna að þau taki upp sameiginlega áætlun til að bregðast við faraldrinum til að koma í veg fyrir ástandið sem myndaðist á fyrstu mánuðum ársins þegar veiran fór að herja á Evrópubúa. Hundrað þúsund smit í Evrópu á degi hverjum Nú fjölgar smituðum í Evrópu um hundrað þúsund á hverjum degi sem er til að mynda mun meira en í Bandaríkjunum, þar sem nýgreind smit eru um fimmtíu þúsund daglega. Bretar tilkynntu í morgun hertar aðgerðir í höfuðborginni London frá og með miðnætti á morgun sem þýðir að fólki verður bannað að hitta aðra en fjölskyldumeðlimi sína innandyra og það hvatt til að forðast almenningssamgöngur. Skólar og tilbeiðsluhús verða þó áfram opin og sömu sögu er að segja af fyrirtækjum. Í Frakklandi verður komið á útgöngubanni í fjórar vikur í níu stórum borgum landsins. Það þýðir að íbúar Parísar, Marseille, Lyon, Toulouse, Lille og fleiri borga mega ekki fara út fyrir hússins dyr frá klukkan níu að kvöldi og fram til klukkan sex að morgni. Met falla í Tékklandi og víðar Einna verst er ástandið í Tékklandi og í gær greindust rúmlega 9500 Tékkar með veiruna, sem er nýtt met. Staðfest tilfelli kórónuveirunnar í Þýskalandi í gær voru 6.638 og hafa þau aldrei verið fleiri, en fyrra met var sett þann 28. mars síðastliðinn. Í heildina hafa nú rúmlega 350 þúsund Þjóðverjar smitast af veirunni. Ef miðað er við önnur Evrópuríki hafa Þjóðverjar komist frekar vel frá faraldrinum hingað til miðað við fólksfjölda en svo virðist sem að nú sé ástandið að versna, líkt og víðast hvar annarsstaðar í álfunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Sjá meira