Grískir nýnasistar dæmdir í fangelsi Samúel Karl Ólason skrifar 14. október 2020 12:51 Nikos Michaloliakos, leiðtogi Gullinnar dögunar, var dæmdur í þrettán ára fangelsi. EPA/SIMELA PANTZARTZI Nikos Michaloliakos, leiðtogi og stofnandi Gullinnar dögunar, grísks öfgaflokks sem var nýverið skilgreindur sem glæpasamtök, hefur verið dæmdur til þrettán ára fangelsisvistar. Auk hans voru aðrir leiðtogar Gullinnar dögunar einnig dæmdir í fangelsi. Gullinni dögun óx ásmegin eftir fjármálahrunið í lok síðasta áratugar og náði átján fulltrúum inn á þing í kosningum árið 2012. Rak flokkurinn harða stefnu gegn innflytjendum. Stuðningsmenn flokksins réðust á pólitíska andstæðinga og innflytjendur með ofbeldi. Sakfellingarnar eru samkvæmt frétt New York Times, taldar vara síðustu naglarnir í líkkistu Gullinnar dögunar en flokknum mistókst að ná manni á þing kosningunum í fyrra. Sambærilegir flokkar, þar sem meðlimir aðhyllast svipuðum skoðunum og meðlimir Gullinnar dögunar, hafa þó verið stofnaði á undanförnum árum. Rannsókn á leiðtogum og þingmönnum Gullinnar dögunar fyrir ýmsa glæpi hófst eftir að stuðningsmaður flokksins myrti Pavlos Fyssas, vinstrisinnaðan rapptónlistarmann, árið 2013. Meðlimir flokksins hafa einnig verið sakaðir um árásir á farand- og flóttafólk og vinstri sinnaða aðgerðarsinna. Réttarhöldin hafa staðið yfir í rúm fimm ár. Giorgos Roupakias, sem dæmdur var fyrir að myrða Fyssas, var dæmdur til lífstíðarfangelsis og tíu ára til viðbótar. Þrír voru dæmdir fyrir að reyna að myrða egypska sjómenn árið 2012. Alls voru 50 dæmdir fyrir að vera aðilar að glæpasamtökum. Átján þeirra voru fyrrverandi stjórnmálamenn og er Michaloliakos þeirra meðal. Fyrir dómsuppkvaðningu reyndu lögmenn mannanna að fá dómara málsins til að taka tillit til þess að þeir væru góðir menn, færu eftir lögum og væru jafnvel kvæntir erlendum konum. Grikkland Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Sjá meira
Nikos Michaloliakos, leiðtogi og stofnandi Gullinnar dögunar, grísks öfgaflokks sem var nýverið skilgreindur sem glæpasamtök, hefur verið dæmdur til þrettán ára fangelsisvistar. Auk hans voru aðrir leiðtogar Gullinnar dögunar einnig dæmdir í fangelsi. Gullinni dögun óx ásmegin eftir fjármálahrunið í lok síðasta áratugar og náði átján fulltrúum inn á þing í kosningum árið 2012. Rak flokkurinn harða stefnu gegn innflytjendum. Stuðningsmenn flokksins réðust á pólitíska andstæðinga og innflytjendur með ofbeldi. Sakfellingarnar eru samkvæmt frétt New York Times, taldar vara síðustu naglarnir í líkkistu Gullinnar dögunar en flokknum mistókst að ná manni á þing kosningunum í fyrra. Sambærilegir flokkar, þar sem meðlimir aðhyllast svipuðum skoðunum og meðlimir Gullinnar dögunar, hafa þó verið stofnaði á undanförnum árum. Rannsókn á leiðtogum og þingmönnum Gullinnar dögunar fyrir ýmsa glæpi hófst eftir að stuðningsmaður flokksins myrti Pavlos Fyssas, vinstrisinnaðan rapptónlistarmann, árið 2013. Meðlimir flokksins hafa einnig verið sakaðir um árásir á farand- og flóttafólk og vinstri sinnaða aðgerðarsinna. Réttarhöldin hafa staðið yfir í rúm fimm ár. Giorgos Roupakias, sem dæmdur var fyrir að myrða Fyssas, var dæmdur til lífstíðarfangelsis og tíu ára til viðbótar. Þrír voru dæmdir fyrir að reyna að myrða egypska sjómenn árið 2012. Alls voru 50 dæmdir fyrir að vera aðilar að glæpasamtökum. Átján þeirra voru fyrrverandi stjórnmálamenn og er Michaloliakos þeirra meðal. Fyrir dómsuppkvaðningu reyndu lögmenn mannanna að fá dómara málsins til að taka tillit til þess að þeir væru góðir menn, færu eftir lögum og væru jafnvel kvæntir erlendum konum.
Grikkland Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Sjá meira