Metfjöldi nýsmitaðra og látinna í Rússlandi Samúel Karl Ólason skrifar 13. október 2020 08:35 Fólk á gangi í Moskvu í síðasta mánuði. EPA/SERGEI ILNITSKY Alls greindust 13.868 smitaðir af Covid-19 í Rússlandi í gær og hafa þeir aldrei verið fleiri á einum degi. Þá dóu 244 og hafa þeir sömuleiðis aldrei verið fleiri frá því heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hófst. Í heildina hafa rúmlega 1,3 milljón manna smitast og nærri því 23 þúsund dáið í Rússlandi, samkvæmt opinberum tölum. Í Moskvu fjölgaði smituðum um 4.618 og innlögnum á sjúkrahús um 16,7 prósent. Á mánuði hefur fjöldi nýsmitaðra tvöfaldast í Rússlandi en sérfræðingar þar í landi segja að ástandið sé ekki alvarlegt. Fylgi íbúar sóttvarnarreglum verði tiltölulega auðvelt að ná tökum á faraldrinum. Annars gæti teygst úr honum, samkvæmt frétt TASS fréttaveitunnar. Í annarri frétt fréttaveitunnar segir að á undanförnum fimm mánuðum hafi um 96 þúsund sektir verið veittar fyrir skort á grímum og hönskum í almenningssamgöngum í Moskvu. Lögregluþjónar vakta almenningssamgöngur í borginni og sekta fólk sem fylgir ekki þeim reglum um fimm þúsund rúblur, sem samsvarar um níu þúsund krónum. Faraldur nýju kórónuveirunnar virðist í uppsveiflu víða um heim. Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sagði í gær að hægt væri að ná tökum á heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar tiltölulega fljótt. Til þess þyrfti þó að breyta réttu tólunum og varaði hann við því að hef það yrði ekki gert gæti faraldurinn varið lengi. Sjá einnig: Hægt að ná tökum á faraldrinum með réttum tólum Hann gagnrýndi leiðtoga stórvelda heimsins einnig fyrir skort á forystu undanfarna mánuði og sagði að það hefði gert faraldurinn verri en annars. Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fleiri fréttir Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Sjá meira
Alls greindust 13.868 smitaðir af Covid-19 í Rússlandi í gær og hafa þeir aldrei verið fleiri á einum degi. Þá dóu 244 og hafa þeir sömuleiðis aldrei verið fleiri frá því heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hófst. Í heildina hafa rúmlega 1,3 milljón manna smitast og nærri því 23 þúsund dáið í Rússlandi, samkvæmt opinberum tölum. Í Moskvu fjölgaði smituðum um 4.618 og innlögnum á sjúkrahús um 16,7 prósent. Á mánuði hefur fjöldi nýsmitaðra tvöfaldast í Rússlandi en sérfræðingar þar í landi segja að ástandið sé ekki alvarlegt. Fylgi íbúar sóttvarnarreglum verði tiltölulega auðvelt að ná tökum á faraldrinum. Annars gæti teygst úr honum, samkvæmt frétt TASS fréttaveitunnar. Í annarri frétt fréttaveitunnar segir að á undanförnum fimm mánuðum hafi um 96 þúsund sektir verið veittar fyrir skort á grímum og hönskum í almenningssamgöngum í Moskvu. Lögregluþjónar vakta almenningssamgöngur í borginni og sekta fólk sem fylgir ekki þeim reglum um fimm þúsund rúblur, sem samsvarar um níu þúsund krónum. Faraldur nýju kórónuveirunnar virðist í uppsveiflu víða um heim. Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sagði í gær að hægt væri að ná tökum á heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar tiltölulega fljótt. Til þess þyrfti þó að breyta réttu tólunum og varaði hann við því að hef það yrði ekki gert gæti faraldurinn varið lengi. Sjá einnig: Hægt að ná tökum á faraldrinum með réttum tólum Hann gagnrýndi leiðtoga stórvelda heimsins einnig fyrir skort á forystu undanfarna mánuði og sagði að það hefði gert faraldurinn verri en annars.
Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fleiri fréttir Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Sjá meira