Metfjöldi nýsmitaðra og látinna í Rússlandi Samúel Karl Ólason skrifar 13. október 2020 08:35 Fólk á gangi í Moskvu í síðasta mánuði. EPA/SERGEI ILNITSKY Alls greindust 13.868 smitaðir af Covid-19 í Rússlandi í gær og hafa þeir aldrei verið fleiri á einum degi. Þá dóu 244 og hafa þeir sömuleiðis aldrei verið fleiri frá því heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hófst. Í heildina hafa rúmlega 1,3 milljón manna smitast og nærri því 23 þúsund dáið í Rússlandi, samkvæmt opinberum tölum. Í Moskvu fjölgaði smituðum um 4.618 og innlögnum á sjúkrahús um 16,7 prósent. Á mánuði hefur fjöldi nýsmitaðra tvöfaldast í Rússlandi en sérfræðingar þar í landi segja að ástandið sé ekki alvarlegt. Fylgi íbúar sóttvarnarreglum verði tiltölulega auðvelt að ná tökum á faraldrinum. Annars gæti teygst úr honum, samkvæmt frétt TASS fréttaveitunnar. Í annarri frétt fréttaveitunnar segir að á undanförnum fimm mánuðum hafi um 96 þúsund sektir verið veittar fyrir skort á grímum og hönskum í almenningssamgöngum í Moskvu. Lögregluþjónar vakta almenningssamgöngur í borginni og sekta fólk sem fylgir ekki þeim reglum um fimm þúsund rúblur, sem samsvarar um níu þúsund krónum. Faraldur nýju kórónuveirunnar virðist í uppsveiflu víða um heim. Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sagði í gær að hægt væri að ná tökum á heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar tiltölulega fljótt. Til þess þyrfti þó að breyta réttu tólunum og varaði hann við því að hef það yrði ekki gert gæti faraldurinn varið lengi. Sjá einnig: Hægt að ná tökum á faraldrinum með réttum tólum Hann gagnrýndi leiðtoga stórvelda heimsins einnig fyrir skort á forystu undanfarna mánuði og sagði að það hefði gert faraldurinn verri en annars. Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Sjá meira
Alls greindust 13.868 smitaðir af Covid-19 í Rússlandi í gær og hafa þeir aldrei verið fleiri á einum degi. Þá dóu 244 og hafa þeir sömuleiðis aldrei verið fleiri frá því heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hófst. Í heildina hafa rúmlega 1,3 milljón manna smitast og nærri því 23 þúsund dáið í Rússlandi, samkvæmt opinberum tölum. Í Moskvu fjölgaði smituðum um 4.618 og innlögnum á sjúkrahús um 16,7 prósent. Á mánuði hefur fjöldi nýsmitaðra tvöfaldast í Rússlandi en sérfræðingar þar í landi segja að ástandið sé ekki alvarlegt. Fylgi íbúar sóttvarnarreglum verði tiltölulega auðvelt að ná tökum á faraldrinum. Annars gæti teygst úr honum, samkvæmt frétt TASS fréttaveitunnar. Í annarri frétt fréttaveitunnar segir að á undanförnum fimm mánuðum hafi um 96 þúsund sektir verið veittar fyrir skort á grímum og hönskum í almenningssamgöngum í Moskvu. Lögregluþjónar vakta almenningssamgöngur í borginni og sekta fólk sem fylgir ekki þeim reglum um fimm þúsund rúblur, sem samsvarar um níu þúsund krónum. Faraldur nýju kórónuveirunnar virðist í uppsveiflu víða um heim. Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sagði í gær að hægt væri að ná tökum á heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar tiltölulega fljótt. Til þess þyrfti þó að breyta réttu tólunum og varaði hann við því að hef það yrði ekki gert gæti faraldurinn varið lengi. Sjá einnig: Hægt að ná tökum á faraldrinum með réttum tólum Hann gagnrýndi leiðtoga stórvelda heimsins einnig fyrir skort á forystu undanfarna mánuði og sagði að það hefði gert faraldurinn verri en annars.
Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Sjá meira