Lyfjarisinn Johnson & Johnson hefur ákveðið að gera hlé á þróun á bóluefni gegn Covid – 19 eftir að sjúklingur sem tók þátt í rannsókninni veiktist.
Ekki er ljóst hvað amar að manninum og það er heldur ekki ljóst hvort hann hafi verið í hópnum sem fékk bóluefnið, eða hvort hann hafi verið í samanburðarhópi.
Fyrirtækið segir þó enga hættu vera á ferðum, alvanalegt sé að svo stórar rannsóknir séu stöðvaðar tímabundið af þessum sökum, en um 60 þúsund manns taka þátt í henni. Slíkt gerðist raunar í september þegar AstraZeneca þurfti að stöðva sína þróunarvinnu af sömu ástæðum.