Segja veiruna lifa á snertiflötum í allt að 28 daga Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. október 2020 19:01 Niðurstöður rannsóknar vísindastofnunar Ástralíu gefa til kynna að kórónuveiran geti lifað á símaskjám og fleiri flötum í allt að 28 daga. Getty Kórónuveiran, sem veldur sjúkdómnum Covid-19, getur lifað af og verið smitandi á ýmsum snertiflötum, svo sem peningaseðlum, símaskjám og ryðfríu stáli í allt að 28 daga að sögn vísindamanna. Niðurstöður rannsóknar á vegum vísindastofnunar Ástralíu, CSIRO, sem birtar voru í læknatímaritinu Virology Journal gefa til kynna að kórónuveiran geti lifað af á snertiflötum mun lengur en áður var talið. Helstu þekktu smitleiðir veirunnar eru þegar fólk hóstar, hnerrar eða talar hvert við annað. Sérfræðingar telja þó að veiran geti einnig smitast með lofti auk þess sem hún geti smitast í gegn um sameiginlega snertifleti, svo sem plast -og málmfleti. Fyrri rannsóknir hafa gefið til kynna að veiran geti aðeins lifað af í tvo til þrjá daga á peningaseðlum, og gleri og allt að sex daga á plasti og ryðfríu stáli. Þess ber að geta að dagafjöldar eru misjafnir milli rannsókna en eru allir á svipuðu leyti. Niðurstöður nýjustu rannsóknarinnar í þessum efnum, sem framkvæmd var af CSIRO, gefa hins vegar til kynna að veiran geti lifað í allt að 28 daga á sléttum flötum líkt og gleri á símaskjám og á peningaseðlum. Það er hins vegar bundið því að snertifletirnir séu ávallt í um 20 gráðu hita. Til samanburðar lifir inflúensuveiran við svipaðar aðstæður í um 17 daga. Þá gefa niðurstöðurnar til kynna að veiran lifi skemur við hærra hitastig, en hún hætti að vera smitandi eftir 24 klukkutíma við 40 gráðu hita á sumum snertiflötum. Þá var hún lengur smitandi á sléttum flötum, en á ósléttum flötum líkt og á klæði hætti veiran að vera smitandi eftir fjórtán daga. Höfundar greinarinnar segja niðurstöðurnar skýra að einhverju leiti hvers vegna hópsmit hafi komið upp á stöðum þar sem hiti er lágur, til dæmis í kjötiðnaðarrýmum. Þúsundir kjötiðnaðarmanna víðsvegar um heim hafa greinst smitaðir af veirunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ástralía Tengdar fréttir „Ég hefði líklega lokað veitingastöðum, skólum og sett á útgöngubann“ Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar hefði gengið lengra í samkomutakmörkunum hefði hann völdin. Hann segir óþarfa áhættu fólgna í því að hafa skóla og veitingastaði opna. 11. október 2020 18:30 Mannlega og ómannúðlega hliðin á Covid skólahaldi Þær aðgerðir sem farið var í vor byggðu á viðurkenndum vísindum. Bil á milli barna og hólfun eru skilvirkar leiðir til að rjúfa smitleiðir faraldursins. Börn eru ekki eins öflugir smitberar og fullorðnir en samt sem áður eru dæmi um öflug fjöldasmit meðal barna 11. október 2020 15:31 Segir óþarfa áhættu að hafa skóla og veitingastaði opna Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefði viljað ganga lengra í samkomutakmörkunum til að kveða niður faraldur kórónuveirunnar. Alls greindust sextíu með kórónuveiruna innanlands í gær. 11. október 2020 12:12 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Sjá meira
Kórónuveiran, sem veldur sjúkdómnum Covid-19, getur lifað af og verið smitandi á ýmsum snertiflötum, svo sem peningaseðlum, símaskjám og ryðfríu stáli í allt að 28 daga að sögn vísindamanna. Niðurstöður rannsóknar á vegum vísindastofnunar Ástralíu, CSIRO, sem birtar voru í læknatímaritinu Virology Journal gefa til kynna að kórónuveiran geti lifað af á snertiflötum mun lengur en áður var talið. Helstu þekktu smitleiðir veirunnar eru þegar fólk hóstar, hnerrar eða talar hvert við annað. Sérfræðingar telja þó að veiran geti einnig smitast með lofti auk þess sem hún geti smitast í gegn um sameiginlega snertifleti, svo sem plast -og málmfleti. Fyrri rannsóknir hafa gefið til kynna að veiran geti aðeins lifað af í tvo til þrjá daga á peningaseðlum, og gleri og allt að sex daga á plasti og ryðfríu stáli. Þess ber að geta að dagafjöldar eru misjafnir milli rannsókna en eru allir á svipuðu leyti. Niðurstöður nýjustu rannsóknarinnar í þessum efnum, sem framkvæmd var af CSIRO, gefa hins vegar til kynna að veiran geti lifað í allt að 28 daga á sléttum flötum líkt og gleri á símaskjám og á peningaseðlum. Það er hins vegar bundið því að snertifletirnir séu ávallt í um 20 gráðu hita. Til samanburðar lifir inflúensuveiran við svipaðar aðstæður í um 17 daga. Þá gefa niðurstöðurnar til kynna að veiran lifi skemur við hærra hitastig, en hún hætti að vera smitandi eftir 24 klukkutíma við 40 gráðu hita á sumum snertiflötum. Þá var hún lengur smitandi á sléttum flötum, en á ósléttum flötum líkt og á klæði hætti veiran að vera smitandi eftir fjórtán daga. Höfundar greinarinnar segja niðurstöðurnar skýra að einhverju leiti hvers vegna hópsmit hafi komið upp á stöðum þar sem hiti er lágur, til dæmis í kjötiðnaðarrýmum. Þúsundir kjötiðnaðarmanna víðsvegar um heim hafa greinst smitaðir af veirunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ástralía Tengdar fréttir „Ég hefði líklega lokað veitingastöðum, skólum og sett á útgöngubann“ Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar hefði gengið lengra í samkomutakmörkunum hefði hann völdin. Hann segir óþarfa áhættu fólgna í því að hafa skóla og veitingastaði opna. 11. október 2020 18:30 Mannlega og ómannúðlega hliðin á Covid skólahaldi Þær aðgerðir sem farið var í vor byggðu á viðurkenndum vísindum. Bil á milli barna og hólfun eru skilvirkar leiðir til að rjúfa smitleiðir faraldursins. Börn eru ekki eins öflugir smitberar og fullorðnir en samt sem áður eru dæmi um öflug fjöldasmit meðal barna 11. október 2020 15:31 Segir óþarfa áhættu að hafa skóla og veitingastaði opna Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefði viljað ganga lengra í samkomutakmörkunum til að kveða niður faraldur kórónuveirunnar. Alls greindust sextíu með kórónuveiruna innanlands í gær. 11. október 2020 12:12 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Sjá meira
„Ég hefði líklega lokað veitingastöðum, skólum og sett á útgöngubann“ Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar hefði gengið lengra í samkomutakmörkunum hefði hann völdin. Hann segir óþarfa áhættu fólgna í því að hafa skóla og veitingastaði opna. 11. október 2020 18:30
Mannlega og ómannúðlega hliðin á Covid skólahaldi Þær aðgerðir sem farið var í vor byggðu á viðurkenndum vísindum. Bil á milli barna og hólfun eru skilvirkar leiðir til að rjúfa smitleiðir faraldursins. Börn eru ekki eins öflugir smitberar og fullorðnir en samt sem áður eru dæmi um öflug fjöldasmit meðal barna 11. október 2020 15:31
Segir óþarfa áhættu að hafa skóla og veitingastaði opna Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefði viljað ganga lengra í samkomutakmörkunum til að kveða niður faraldur kórónuveirunnar. Alls greindust sextíu með kórónuveiruna innanlands í gær. 11. október 2020 12:12
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent