„Hunskastu framúr kona!“ og í samningaviðræðum við sjálfan sig Rakel Sveinsdóttir skrifar 10. október 2020 10:00 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs. Vísir/Vilhelm Þórdís Lóa Þórhallsdóttir segir það í raun ekki svo ólíkt að starfa í pólitík eða sem stjórnandi í einkageiranum. Starfið felist mikið í að vinna með fólki. Í dag er hún formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar í Reykjavíkur en fyrir þann tíma var hún m.a. forstjóri Gray Line og áður eigandi Pizza Hut á Íslandi og í Finnlandi um árabil. Þórdís Lóa gerir ráð fyrir að setja sér all harkalegt markmið um næstu áramót. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég er agaleg á morgnana. Langar alltaf að sofa lengur en ég má því ég er í grunninn B týpa og sef eins og unglingur. Hins vegar er ég alltaf með háleit markmið um að verða ofurhress A týpa sem sprett uppúr rúminu tilbúin í Mullers æfingar eða sund.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? Morguninn byrjar á samningaviðræðum við sjálfa mig. Þarf ég virkilega að fara á fætur? En þar sem mér er vanalega ekki til setunnar boðið þá hendist ég framúr í loftköstum til að fara á æfingu með Kempunum sem æfa saman í Elliðarárdalnum og í Árbæjarþreki. Ef ég hef tíma þá enda ég í pottinum í Árbæjarlaug. Það er í miklu uppáhaldi hjá mér að geta farið í pottinn því þar fær ég beint í æð hvað pottormunum finnst um fréttir dagsins og pólitíkina. Þau kalla mig Ófriðinn því það verður oft allt vitlaust í pottinum þegar ég mæti.“ Hver finnst þér vera mesti munurinn á því að starfa í stjórnmálum annars vegar en sem stjórnandi í einkageiranum hins vegar? „Munurinn er bæði mjög mikill og einnig lítill. Í stjórnmálum vinnum við í lýðræðislegu umhverfi þar sem almannahagsmunir eru alltaf í forgrunni. Umgjörðin er stjórnsýsla, lög og reglur þannig að takturinn er allt annar og ákvarðanir þurfa að taka lengri tíma og undirbúning. Það sem er hins vegar alltaf eins er fólkið. Hvort sem maður er stjórnandi í einkageiranum eða opinbera geiranum þá gerir maður ekkert einn. Þetta snýst um að fá fólk með sér, vinna verkin, þykja þau skemmtileg, eiga verkefnin saman og setja sýn og sameiginleg markmið sem allir vinna saman að. Að vera stjórnandi eða leiðtogi í opinbera geiranum er því nauðalíkur einkageira nema takturinn og hraðinn er annar.“ Þórdís Lóa er af flestum kölluð Lóa. Hún gerir ráð fyrir að þurfa að breyta áramótaheitinu sínu þannig að árið 2021 verði markmiðið: „hunskastu á fætur kona“.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Mín vinna felst fyrst og fremst í að stjórna borginni með félögum mínum í meirihlutanum. Sem formaður borgarráðs má segja að ég sé nokkurs konar stjórnarformaður borgarinnar. Við erum núna í risavöxnu verkefni sem er að stilla upp fjárhags- og fjárfestingaráætlun Reykjavíkur fyrir næstu ár. Svo hef ég meðal annars stýrt vinnu við ferðamálastefnu Reykjavíkur. Þar erum við að teikna upp hvernig Reykjavík tekur á móti gestum, þegar þeir koma aftur. Þá þurfum við að vera tilbúin, með ferðaþjónustunni í markaðssetningu og sýna Reykjavík eins og hún er; lifandi og framsækna mannlífsborg sem gaman er að heimsækja og þar sem gott er að búa.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég reyni að nýta tæknina til skipulagningar. Ég er með marga mjög reglubundna fundi, eins og fundi borgarstjórnar og borgarráðs og marga bolta á lofti. Í dagatalinu þarf ég því að gefa mér pláss til að undirbúa þessa fundi. Svo þarf ég líka að hafa ákveðinn sveigjanleika til að bregðast við öllu því sem upp getur komið í pólitík. Sem betur fer hefur þessi meirihluti unnið vel saman, sem auðveldar skipulagið. Við erum með stóru sýnina á Asana til að fylgja eftir meirihlutasáttmálanum. Til að missa ekki bolta held ég um öll verkefnin mín á Trello, svo nota ég Slack mikið fyrir samskipti.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Í byrjun árs var áramótaheitið „Farðu að sofa kona!“ sem felst í því að ég reyni að fara í rúmið milli hálf ellefu og gengur framar vonum. Það sem hins vegar ekki hefur ræst er að ég vakni að sama skapi eiturhress og fersk. Þannig að næsta markmið verður líklega „hunskastu á fætur kona!“ Kaffispjallið Tengdar fréttir Stelpupabbi, skugginn Bósi, Sólheimar og mannauðsmálin Sigurjón Örn Þórsson framkvæmdastjóri Kringlunnar er gestur kaffispjallsins þessa helgina. Sigurjón segir fjölskylduna dvelja á Sólheimum flestar helgar. 3. október 2020 10:00 120 fjallstoppar, Landvættir og fjögur börn á sjö árum Lífið er í Outlook segir viðmælandi kaffispjallsins þessa helgina, Júlía Rós Atladóttir framkvæmdastjóri Distica. 26. september 2020 10:00 Rómarveldi til forna og samningaviðræður við eiginkonuna um ketti Gestur kaffispjallsins þessa helgina er alltaf á hlaupum og mikill kattakarl: Gísli Þorsteinsson markaðsstjóri Origo. 19. september 2020 10:00 Heimabökuð pizza húsbóndans vinsæl og fjármögnun fyrirtækisins framundan Gestur kaffispjallsins þessa helgina er Kolbrún Hrafnkelsdóttir stofnandi Florealis. 12. september 2020 10:00 Frúin færir honum kaffi í rúmið, fangelsisflótti og fornmunir í pýramídum Ólafur Þór Jóelsson framkvæmdastjóri Skemmtisvæðis Smárabíós er gestur kaffispjallsins þessa helgina. 5. september 2020 10:00 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir segir það í raun ekki svo ólíkt að starfa í pólitík eða sem stjórnandi í einkageiranum. Starfið felist mikið í að vinna með fólki. Í dag er hún formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar í Reykjavíkur en fyrir þann tíma var hún m.a. forstjóri Gray Line og áður eigandi Pizza Hut á Íslandi og í Finnlandi um árabil. Þórdís Lóa gerir ráð fyrir að setja sér all harkalegt markmið um næstu áramót. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég er agaleg á morgnana. Langar alltaf að sofa lengur en ég má því ég er í grunninn B týpa og sef eins og unglingur. Hins vegar er ég alltaf með háleit markmið um að verða ofurhress A týpa sem sprett uppúr rúminu tilbúin í Mullers æfingar eða sund.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? Morguninn byrjar á samningaviðræðum við sjálfa mig. Þarf ég virkilega að fara á fætur? En þar sem mér er vanalega ekki til setunnar boðið þá hendist ég framúr í loftköstum til að fara á æfingu með Kempunum sem æfa saman í Elliðarárdalnum og í Árbæjarþreki. Ef ég hef tíma þá enda ég í pottinum í Árbæjarlaug. Það er í miklu uppáhaldi hjá mér að geta farið í pottinn því þar fær ég beint í æð hvað pottormunum finnst um fréttir dagsins og pólitíkina. Þau kalla mig Ófriðinn því það verður oft allt vitlaust í pottinum þegar ég mæti.“ Hver finnst þér vera mesti munurinn á því að starfa í stjórnmálum annars vegar en sem stjórnandi í einkageiranum hins vegar? „Munurinn er bæði mjög mikill og einnig lítill. Í stjórnmálum vinnum við í lýðræðislegu umhverfi þar sem almannahagsmunir eru alltaf í forgrunni. Umgjörðin er stjórnsýsla, lög og reglur þannig að takturinn er allt annar og ákvarðanir þurfa að taka lengri tíma og undirbúning. Það sem er hins vegar alltaf eins er fólkið. Hvort sem maður er stjórnandi í einkageiranum eða opinbera geiranum þá gerir maður ekkert einn. Þetta snýst um að fá fólk með sér, vinna verkin, þykja þau skemmtileg, eiga verkefnin saman og setja sýn og sameiginleg markmið sem allir vinna saman að. Að vera stjórnandi eða leiðtogi í opinbera geiranum er því nauðalíkur einkageira nema takturinn og hraðinn er annar.“ Þórdís Lóa er af flestum kölluð Lóa. Hún gerir ráð fyrir að þurfa að breyta áramótaheitinu sínu þannig að árið 2021 verði markmiðið: „hunskastu á fætur kona“.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Mín vinna felst fyrst og fremst í að stjórna borginni með félögum mínum í meirihlutanum. Sem formaður borgarráðs má segja að ég sé nokkurs konar stjórnarformaður borgarinnar. Við erum núna í risavöxnu verkefni sem er að stilla upp fjárhags- og fjárfestingaráætlun Reykjavíkur fyrir næstu ár. Svo hef ég meðal annars stýrt vinnu við ferðamálastefnu Reykjavíkur. Þar erum við að teikna upp hvernig Reykjavík tekur á móti gestum, þegar þeir koma aftur. Þá þurfum við að vera tilbúin, með ferðaþjónustunni í markaðssetningu og sýna Reykjavík eins og hún er; lifandi og framsækna mannlífsborg sem gaman er að heimsækja og þar sem gott er að búa.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég reyni að nýta tæknina til skipulagningar. Ég er með marga mjög reglubundna fundi, eins og fundi borgarstjórnar og borgarráðs og marga bolta á lofti. Í dagatalinu þarf ég því að gefa mér pláss til að undirbúa þessa fundi. Svo þarf ég líka að hafa ákveðinn sveigjanleika til að bregðast við öllu því sem upp getur komið í pólitík. Sem betur fer hefur þessi meirihluti unnið vel saman, sem auðveldar skipulagið. Við erum með stóru sýnina á Asana til að fylgja eftir meirihlutasáttmálanum. Til að missa ekki bolta held ég um öll verkefnin mín á Trello, svo nota ég Slack mikið fyrir samskipti.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Í byrjun árs var áramótaheitið „Farðu að sofa kona!“ sem felst í því að ég reyni að fara í rúmið milli hálf ellefu og gengur framar vonum. Það sem hins vegar ekki hefur ræst er að ég vakni að sama skapi eiturhress og fersk. Þannig að næsta markmið verður líklega „hunskastu á fætur kona!“
Kaffispjallið Tengdar fréttir Stelpupabbi, skugginn Bósi, Sólheimar og mannauðsmálin Sigurjón Örn Þórsson framkvæmdastjóri Kringlunnar er gestur kaffispjallsins þessa helgina. Sigurjón segir fjölskylduna dvelja á Sólheimum flestar helgar. 3. október 2020 10:00 120 fjallstoppar, Landvættir og fjögur börn á sjö árum Lífið er í Outlook segir viðmælandi kaffispjallsins þessa helgina, Júlía Rós Atladóttir framkvæmdastjóri Distica. 26. september 2020 10:00 Rómarveldi til forna og samningaviðræður við eiginkonuna um ketti Gestur kaffispjallsins þessa helgina er alltaf á hlaupum og mikill kattakarl: Gísli Þorsteinsson markaðsstjóri Origo. 19. september 2020 10:00 Heimabökuð pizza húsbóndans vinsæl og fjármögnun fyrirtækisins framundan Gestur kaffispjallsins þessa helgina er Kolbrún Hrafnkelsdóttir stofnandi Florealis. 12. september 2020 10:00 Frúin færir honum kaffi í rúmið, fangelsisflótti og fornmunir í pýramídum Ólafur Þór Jóelsson framkvæmdastjóri Skemmtisvæðis Smárabíós er gestur kaffispjallsins þessa helgina. 5. september 2020 10:00 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Stelpupabbi, skugginn Bósi, Sólheimar og mannauðsmálin Sigurjón Örn Þórsson framkvæmdastjóri Kringlunnar er gestur kaffispjallsins þessa helgina. Sigurjón segir fjölskylduna dvelja á Sólheimum flestar helgar. 3. október 2020 10:00
120 fjallstoppar, Landvættir og fjögur börn á sjö árum Lífið er í Outlook segir viðmælandi kaffispjallsins þessa helgina, Júlía Rós Atladóttir framkvæmdastjóri Distica. 26. september 2020 10:00
Rómarveldi til forna og samningaviðræður við eiginkonuna um ketti Gestur kaffispjallsins þessa helgina er alltaf á hlaupum og mikill kattakarl: Gísli Þorsteinsson markaðsstjóri Origo. 19. september 2020 10:00
Heimabökuð pizza húsbóndans vinsæl og fjármögnun fyrirtækisins framundan Gestur kaffispjallsins þessa helgina er Kolbrún Hrafnkelsdóttir stofnandi Florealis. 12. september 2020 10:00
Frúin færir honum kaffi í rúmið, fangelsisflótti og fornmunir í pýramídum Ólafur Þór Jóelsson framkvæmdastjóri Skemmtisvæðis Smárabíós er gestur kaffispjallsins þessa helgina. 5. september 2020 10:00