Polestar Precept fer í framleiðslu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 29. september 2020 07:00 Polestar Precept Polestar hefur staðfest að það standi til að smíða Precept bílinn, sem hingað til hefur einungis verið til sem hugmyndabíll. Precept verður fjögurra sæta langferðabíll. Hann verður smíðaður í Kína og verður álíka langur og Mercedes-Benz S-Class. Hann verður úr endurunnum efnum. Innréttingin verður til að mynda úr endurunnum plastflöskum, netadræsum og kork. Innrarými Polestar Precept. Ný verksmiðja Polestar í Kína á að verða kolefnishlutlaus. „Neytendur vilja sjá breytingar frá bílaiðnaðinum, ekki bara drauma,“ segir yfirmaður Polestar, Thomas Ingenlath. „Með Precept ætlum við okkur að senda enn sterkari skilaboð. Við ætlum að minnka umhverfisáhrif af bílunum okkar og starfsemi. Markmiðið er að verða kolefnishlutlaus, þrátt fyrir að ég geri mér fyllilega grein fyrir að það sé langtímamarkmið,“ bætti Ingenlath við. Upplýsingar um afl, drægni og tíma úr kyrrstöðu upp í 100 km/klst. eru enn ófinnanlegar. Hann verður rafdrifinn eins og aðrir Polestar bílar. Vistvænir bílar Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent
Polestar hefur staðfest að það standi til að smíða Precept bílinn, sem hingað til hefur einungis verið til sem hugmyndabíll. Precept verður fjögurra sæta langferðabíll. Hann verður smíðaður í Kína og verður álíka langur og Mercedes-Benz S-Class. Hann verður úr endurunnum efnum. Innréttingin verður til að mynda úr endurunnum plastflöskum, netadræsum og kork. Innrarými Polestar Precept. Ný verksmiðja Polestar í Kína á að verða kolefnishlutlaus. „Neytendur vilja sjá breytingar frá bílaiðnaðinum, ekki bara drauma,“ segir yfirmaður Polestar, Thomas Ingenlath. „Með Precept ætlum við okkur að senda enn sterkari skilaboð. Við ætlum að minnka umhverfisáhrif af bílunum okkar og starfsemi. Markmiðið er að verða kolefnishlutlaus, þrátt fyrir að ég geri mér fyllilega grein fyrir að það sé langtímamarkmið,“ bætti Ingenlath við. Upplýsingar um afl, drægni og tíma úr kyrrstöðu upp í 100 km/klst. eru enn ófinnanlegar. Hann verður rafdrifinn eins og aðrir Polestar bílar.
Vistvænir bílar Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent