Kanna ákvarðanatöku lífeyrissjóða í tengslum við útboð Icelandair Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. september 2020 12:20 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri reiknar með að nú fari að renna upp tími endurskipulagningar fyrirtækja hjá bönkunum. Stöð 2/Sigurjón Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur hafið könnun á nýafstöðnu hlutafjárútboði Icelandair Group og ákvarðanatöku lífeyrissjóða í tengslum við það. Könnunin nær meðal annars til þeirra hagsmunaaðila sem skipa stjórnarmenn lífeyrissjóðanna, það er verkalýðshreyfingin og atvinnurekendur. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri tilkynnti þetta á fundi fjármálastöðugleikanefndar í morgun þar sem verið var að kynna útgáfu rits Seðlabankans um fjármálastöðugleika sem kom út í dag. Sagði Ásgeir að lítið væri hægt að segja um áðurnefnda könnun, annað en það að hún væri farin af stað og að Fjármálaeftirlitið hafi, eftir atvikum, kallað eftir gögnum frá sjóðunum. Bætti Ásgeir þó því við að hann gæti ekki gefið upplýsingar um einstaka sjóði, og bað fréttamenn vinsamlegast um að spyrja ekki nánar út í þann tiltekna þátt. Hætta á að eitthvað annað en hagsmunir sjóðsfélaga ráði för Sagði hann að Fjármáleftirlitið teldi að útboðið sem slíkt og framvinda þess gæfi tilefni til umhugsunar um fyrirkomulag við ákvarðanatöku þegar kæmi að einstökum fjárfestingum lífeyrissjóðanna. Vísaði hann til þess að þessar áhyggjur Fjármáleftirlitsins væru ekki nýtilkomnar en síðastliðið sumar sendi eftirlitið dreifibréf til lífeyrissjóða varðandi umboð stjórnarmanna, til þess að tryggja að sjálfstæði stjórna lífeyrissjóða verði ekki skert. „Þetta bréf hefur verið ítrekað núna,“ sagði Ásgeir. „Að sjóðirnir endurskoði samþykktir sínar til að tryggja sjálfstæði stjórnarmanna.“ Beðinn um að skýra orð sín nánar sagði Ásgeir að hann ætti við að eðlilegt væri að stjórnir ákveddu almenna fjárfestingastefnu lífeyrissjóðanna, en ættu ekki endilega að vera með puttanna í einstökum fjárfestingum. „Staðan er þannig núna að við erum með stjórnir lífeyrissjóða sem eru skipaðar af hagsmunaaðilum sem eru að taka ákvarðanir um fjárfestingu, sem að mínu viti ættu að vera teknar annars staðar, en af þessum aðilumm“ sagði Ásgeir. „Þegar kemur að einstökum fjárfestingakostum er ákveðin hætta fyrir því að aðrir hagsmunir en hagsmunir sjóðsfélaga fái að ráða.“ Seðlabankinn Icelandair Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Lífeyrissjóðir ekki lengur meirihlutaeigendur í Icelandair Lífeyrissjóðirnir eiga ekki lengur meirihluta í Icelandair en þeir áttu 53,33 prósent í félaginu fyrir útboð félagsins. Almenningur á nú helming hlutfjár. 18. september 2020 19:21 Viðtökur lífeyrissjóða ráða úrslitum í hlutafjárútboði Icelandair Tveggja daga hlutafjárútboði Icelandair lýkur klukkan fjögur síðdegis á morgun. Lífeyrissjóðirnir eiga 53,33 prósent í félaginu fyrir útboðið og ráða miklu um hvernig tekst til. 16. september 2020 18:54 Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur hafið könnun á nýafstöðnu hlutafjárútboði Icelandair Group og ákvarðanatöku lífeyrissjóða í tengslum við það. Könnunin nær meðal annars til þeirra hagsmunaaðila sem skipa stjórnarmenn lífeyrissjóðanna, það er verkalýðshreyfingin og atvinnurekendur. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri tilkynnti þetta á fundi fjármálastöðugleikanefndar í morgun þar sem verið var að kynna útgáfu rits Seðlabankans um fjármálastöðugleika sem kom út í dag. Sagði Ásgeir að lítið væri hægt að segja um áðurnefnda könnun, annað en það að hún væri farin af stað og að Fjármálaeftirlitið hafi, eftir atvikum, kallað eftir gögnum frá sjóðunum. Bætti Ásgeir þó því við að hann gæti ekki gefið upplýsingar um einstaka sjóði, og bað fréttamenn vinsamlegast um að spyrja ekki nánar út í þann tiltekna þátt. Hætta á að eitthvað annað en hagsmunir sjóðsfélaga ráði för Sagði hann að Fjármáleftirlitið teldi að útboðið sem slíkt og framvinda þess gæfi tilefni til umhugsunar um fyrirkomulag við ákvarðanatöku þegar kæmi að einstökum fjárfestingum lífeyrissjóðanna. Vísaði hann til þess að þessar áhyggjur Fjármáleftirlitsins væru ekki nýtilkomnar en síðastliðið sumar sendi eftirlitið dreifibréf til lífeyrissjóða varðandi umboð stjórnarmanna, til þess að tryggja að sjálfstæði stjórna lífeyrissjóða verði ekki skert. „Þetta bréf hefur verið ítrekað núna,“ sagði Ásgeir. „Að sjóðirnir endurskoði samþykktir sínar til að tryggja sjálfstæði stjórnarmanna.“ Beðinn um að skýra orð sín nánar sagði Ásgeir að hann ætti við að eðlilegt væri að stjórnir ákveddu almenna fjárfestingastefnu lífeyrissjóðanna, en ættu ekki endilega að vera með puttanna í einstökum fjárfestingum. „Staðan er þannig núna að við erum með stjórnir lífeyrissjóða sem eru skipaðar af hagsmunaaðilum sem eru að taka ákvarðanir um fjárfestingu, sem að mínu viti ættu að vera teknar annars staðar, en af þessum aðilumm“ sagði Ásgeir. „Þegar kemur að einstökum fjárfestingakostum er ákveðin hætta fyrir því að aðrir hagsmunir en hagsmunir sjóðsfélaga fái að ráða.“
Seðlabankinn Icelandair Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Lífeyrissjóðir ekki lengur meirihlutaeigendur í Icelandair Lífeyrissjóðirnir eiga ekki lengur meirihluta í Icelandair en þeir áttu 53,33 prósent í félaginu fyrir útboð félagsins. Almenningur á nú helming hlutfjár. 18. september 2020 19:21 Viðtökur lífeyrissjóða ráða úrslitum í hlutafjárútboði Icelandair Tveggja daga hlutafjárútboði Icelandair lýkur klukkan fjögur síðdegis á morgun. Lífeyrissjóðirnir eiga 53,33 prósent í félaginu fyrir útboðið og ráða miklu um hvernig tekst til. 16. september 2020 18:54 Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Lífeyrissjóðir ekki lengur meirihlutaeigendur í Icelandair Lífeyrissjóðirnir eiga ekki lengur meirihluta í Icelandair en þeir áttu 53,33 prósent í félaginu fyrir útboð félagsins. Almenningur á nú helming hlutfjár. 18. september 2020 19:21
Viðtökur lífeyrissjóða ráða úrslitum í hlutafjárútboði Icelandair Tveggja daga hlutafjárútboði Icelandair lýkur klukkan fjögur síðdegis á morgun. Lífeyrissjóðirnir eiga 53,33 prósent í félaginu fyrir útboðið og ráða miklu um hvernig tekst til. 16. september 2020 18:54