Sama byrjunarlið og í risasigrinum á Lettum: Sara Björk jafnar leikjametið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. september 2020 16:39 Sara Björk Gunnarsdóttir leikur sinn 133. landsleik á móti Svíum í kvöld og jafnar landsleikjamet Katrínar Jónsdóttur. Vísir/Vilhelm Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt á móti Svíum á Laugardalsvelli í kvöld í undankeppni EM 2022. Jón Þór gerir enga breytinguna á byrjunarliði sínu á milli leikja. Sömu ellefu byrja og lögðu grunninn að 9-0 sigri á Lettum í síðustu viku. Ísland mætir Svíþjóð í öðrum af úrslitaleiknum um sigur í riðli þjóðanna í undankeppni EM en bæði liðin hafa unnið alla leiki sína til þessa. Liðin mætast síðan í Svíþjóð í næsta mánuði. Jón Þór Hauksson vakti athygli fyrir að gefa ungum leikmönnum tækifærið í síðasta leik og hann gefur þeim áfram traustið. Ungu Blikarnir Sveindís Jane Jónsdóttir, Alexandra Jóhannsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir halda nefnilega allar sæti sínu í byrjunarliðinu en þær voru mjög flottar í stórsigrinum á móti Lettum og voru allar á skotskónum. Byrjunarlið Íslands gegn Svíþjóð!This is how we start the game against Sweden in the @WEUROEngland22 qualifiers! #LeiðinTilEnglands #dottir pic.twitter.com/JNPBZEi6aN— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) September 22, 2020 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir verður því áfram hægri bakvörður og Ingibjörg Sigurðardóttir er búin að jafna sig af meiðslunum sem hún varð fyrir í Lettaleiknum. Alexandra Jóhannsdóttir verður inn á miðjunni með reynsluboltunum Söru Björk Gunnarsdóttur og Dagnýju Brynjarsdóttur. Sara Björk Gunnarsdóttir jafnar því landsleikjamet Katrínar Jónsdóttur í kvöld. Dagný Brynjarsdóttir var tæp fyrir Lettaleikinn en skoraði þrennu þrátt fyrir að spila bara fyrri hálfleikinn. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir spila síðan sitthvorum megin við Elínu Mettu Jensen. Karólína Lea var fyrsta konan til að skora meira en eitt mark í sínum fyrsta landsleik og Karólína Lea var búin að leggja upp mark eftir aðeins fjórar mínútur. Sara Björk Gunnarsdóttir leikur sinn 133. landsleik sem er jöfnun á meti Katrínar Jónsdóttur. Hallbera Guðný Gísladóttir spilar sinn 114. landsleik og kemst þar með upp í fjórða sætið sem hún deilir með Dóru Maríu Lárusdóttur. Byrjunarlið Íslands á móti Svíum í kvöld: Markvörður Sandra Sigurðardóttir Vörn Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir Ingibjörg Sigurðardóttir Glódís Perla Viggósdóttir Hallbera Guðný Gísladóttir Miðja Sara Björk Gunnarsdóttir Alexandra Jóhannsdóttir Dagný Brynjarsdóttir Sókn Sveindís Jane Jónsdóttir Elín Metta Jensen Karólína Lea Vilhjálmsdóttir EM 2021 í Englandi Mest lesið Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Ná heimamenn að töfra fram svör? Körfubolti Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Fleiri fréttir Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Sjá meira
Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt á móti Svíum á Laugardalsvelli í kvöld í undankeppni EM 2022. Jón Þór gerir enga breytinguna á byrjunarliði sínu á milli leikja. Sömu ellefu byrja og lögðu grunninn að 9-0 sigri á Lettum í síðustu viku. Ísland mætir Svíþjóð í öðrum af úrslitaleiknum um sigur í riðli þjóðanna í undankeppni EM en bæði liðin hafa unnið alla leiki sína til þessa. Liðin mætast síðan í Svíþjóð í næsta mánuði. Jón Þór Hauksson vakti athygli fyrir að gefa ungum leikmönnum tækifærið í síðasta leik og hann gefur þeim áfram traustið. Ungu Blikarnir Sveindís Jane Jónsdóttir, Alexandra Jóhannsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir halda nefnilega allar sæti sínu í byrjunarliðinu en þær voru mjög flottar í stórsigrinum á móti Lettum og voru allar á skotskónum. Byrjunarlið Íslands gegn Svíþjóð!This is how we start the game against Sweden in the @WEUROEngland22 qualifiers! #LeiðinTilEnglands #dottir pic.twitter.com/JNPBZEi6aN— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) September 22, 2020 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir verður því áfram hægri bakvörður og Ingibjörg Sigurðardóttir er búin að jafna sig af meiðslunum sem hún varð fyrir í Lettaleiknum. Alexandra Jóhannsdóttir verður inn á miðjunni með reynsluboltunum Söru Björk Gunnarsdóttur og Dagnýju Brynjarsdóttur. Sara Björk Gunnarsdóttir jafnar því landsleikjamet Katrínar Jónsdóttur í kvöld. Dagný Brynjarsdóttir var tæp fyrir Lettaleikinn en skoraði þrennu þrátt fyrir að spila bara fyrri hálfleikinn. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir spila síðan sitthvorum megin við Elínu Mettu Jensen. Karólína Lea var fyrsta konan til að skora meira en eitt mark í sínum fyrsta landsleik og Karólína Lea var búin að leggja upp mark eftir aðeins fjórar mínútur. Sara Björk Gunnarsdóttir leikur sinn 133. landsleik sem er jöfnun á meti Katrínar Jónsdóttur. Hallbera Guðný Gísladóttir spilar sinn 114. landsleik og kemst þar með upp í fjórða sætið sem hún deilir með Dóru Maríu Lárusdóttur. Byrjunarlið Íslands á móti Svíum í kvöld: Markvörður Sandra Sigurðardóttir Vörn Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir Ingibjörg Sigurðardóttir Glódís Perla Viggósdóttir Hallbera Guðný Gísladóttir Miðja Sara Björk Gunnarsdóttir Alexandra Jóhannsdóttir Dagný Brynjarsdóttir Sókn Sveindís Jane Jónsdóttir Elín Metta Jensen Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
Byrjunarlið Íslands á móti Svíum í kvöld: Markvörður Sandra Sigurðardóttir Vörn Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir Ingibjörg Sigurðardóttir Glódís Perla Viggósdóttir Hallbera Guðný Gísladóttir Miðja Sara Björk Gunnarsdóttir Alexandra Jóhannsdóttir Dagný Brynjarsdóttir Sókn Sveindís Jane Jónsdóttir Elín Metta Jensen Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
EM 2021 í Englandi Mest lesið Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Ná heimamenn að töfra fram svör? Körfubolti Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Fleiri fréttir Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Sjá meira