Volkswagen íhugar að selja Bugatti til Rimac fyrir lok árs Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 21. september 2020 07:01 Bugatti Chiron. Volkswagen Group ihugar að selja Bugatti vörumerkið til rafbílaframleiðandans Rimac fyrir lok árs. Salan á að vera liður í samþjöppun vörumerkja Volkswagen. Ætluð sala, hefur ekki formlega verið staðfest ennþá var aðal umræðuefni á stjórnarfundi hjá Volkswagen nýlega. Herbert Diess, stjórnarformaður er bjartsýnn á söluna og að hún klárist fyrir lok ársins, samkvæmt heimildum Germany's Managers Magazin. Herbert Diess, stjórnarformaður Volkswagen Group.Vísir/EPA Til að gera Rimac kleift að kaupa Bugatti er líklegt að Porsche se, erm í eigu Vilkswagen Group auki hlut sinn í Rimac úr 15,5% í um 49%. Það þýðir að einhvern hluta sölunnar er Volkswagen Group, þá í gegnum Porsche að kaupa Bugattia af sjálfu sér. Volkswagen Group mun þá hafa ákveðið ákvörðunarvald þegar kemur að málefnum Bugatti. Bugatti, Porsche og Rimac hafa ekki viljað tjá sig um málið. Undir stjórn Diess er verið að endurskipuleggja Volkswagen Group og dótturfyrirtæki þess með skýr markmið um rafvæðingu samgangna og áherslu á fjöldaframleiðslu. Lúxus merki eins og Bentley, Bugatti og Lamborghini ásamt mótorhjólaframleiðandanum Ducati og hönnunarstofunni Italdesign eru öll til skoðunar. Volkswagen Group er að leitast við að lækka kostnað og gæti því þurft eða viljað skera af sér vörumerki sem kannski skila ekki eins miklum hagnaði og Audi, Volkswagen, Seat og Skoda. Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent
Volkswagen Group ihugar að selja Bugatti vörumerkið til rafbílaframleiðandans Rimac fyrir lok árs. Salan á að vera liður í samþjöppun vörumerkja Volkswagen. Ætluð sala, hefur ekki formlega verið staðfest ennþá var aðal umræðuefni á stjórnarfundi hjá Volkswagen nýlega. Herbert Diess, stjórnarformaður er bjartsýnn á söluna og að hún klárist fyrir lok ársins, samkvæmt heimildum Germany's Managers Magazin. Herbert Diess, stjórnarformaður Volkswagen Group.Vísir/EPA Til að gera Rimac kleift að kaupa Bugatti er líklegt að Porsche se, erm í eigu Vilkswagen Group auki hlut sinn í Rimac úr 15,5% í um 49%. Það þýðir að einhvern hluta sölunnar er Volkswagen Group, þá í gegnum Porsche að kaupa Bugattia af sjálfu sér. Volkswagen Group mun þá hafa ákveðið ákvörðunarvald þegar kemur að málefnum Bugatti. Bugatti, Porsche og Rimac hafa ekki viljað tjá sig um málið. Undir stjórn Diess er verið að endurskipuleggja Volkswagen Group og dótturfyrirtæki þess með skýr markmið um rafvæðingu samgangna og áherslu á fjöldaframleiðslu. Lúxus merki eins og Bentley, Bugatti og Lamborghini ásamt mótorhjólaframleiðandanum Ducati og hönnunarstofunni Italdesign eru öll til skoðunar. Volkswagen Group er að leitast við að lækka kostnað og gæti því þurft eða viljað skera af sér vörumerki sem kannski skila ekki eins miklum hagnaði og Audi, Volkswagen, Seat og Skoda.
Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent